Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 47
föstudagur 18. desember
Eldey hf.
Vörn snúið í sókn?
— íhuga kaup á Arnarnesi ÍS ef kvóti fæst
hækkaður, en skipið var áður gert út frá
Suðurnesjum
Hið nýstofnaða útgerðarfélag á
Suðurnesjum, Eldey hf. hefur að
undanförnu kannað möguleikana
á því að kaupa rækjutogarann
Arnarnes IS. Skipið er til sölu en sá
böggull fylgir skammrifi að heldur
hefur kvistast af kvóta þess síðan
skipið hét Ingólfur GK og var gert
út á heðbundnar bolfiskveiðar hjá
ísstöðinni hf. í Garði.
Forsvarsmenn Eldeyjar hf. hafa
talsverðan áhuga á Arnarnesinu
en skipið verður þó ekki keypt
nema vilyrði fáist fyrir því hjá
stjórnvöldum að kvótinn verði
hækkaður og verði helst sambæri-
legur við það sem skip af þessari
stærð hafa í dag. Á meðan nýtt
kvótafrumvarp hefur ekki verið
samþykkt eru hendur stjórnvalda
bundnar en margir telja þó að það
verði torsótt fyrir Suðurnesja-
menn að fá kvótann hækkaðan
vegna þess fordæmis sem það gæti
gefið.
Arnarnesið er smíðað 1961 í
Bretlandi og hét upphaflega Bost-
on Welvalle. Togarinn strandaði
við Arnarnes í ísafjarðardjúpi á
sínum tíma en komst síðan í eigu
Stálskipa hf. í Hafnarfirði og hét
þá Rán. Síðan eignaðist Isstöðin í
Garði skipið og skírði það Ingólf
en Ingólfur var síðasti síðutogar-
inn sem gerður var út hér á landi.
Eftir að Niðursuðuverksmiðjan á
ísafirði tók við Arnarnesinu var
því breytt í frystiskip og hefur síð-
an verið gert út á djúprækju.
Það þótti táknrænt á sínum tíma
er ísfirðingar „endurheimtu" Arn-
arnesið en á sama hátt mætti segja
að það væri táknrænn sigur fyrir
Eldey hf. ef Arnarnesið yrði keypt
til Suðurnesja, því með því móti
væri verið að endurheimta einn af
togurunum sem seldir hafa verið af
svæðinu á undanförnum árum.
Með því móti sneri Eldey hf. vörn í
sókn á eftirminnilegan hátt.
Arnar Sigurmundsson (t.v.) ásamt Soffaníasi Cecilssyni fráfarandi for-
manni.
Arnar kjörinn formaður
Á aðalfundi Sambands fisk-
vinnslustöðvanna sem haldinn var
í Reykjavík nýlega var Arnar Sig-
urmundsson kjörinn formaður
sambandsins í stað Soffaníasar
Cecilssonar.
Á aðalfundinum var samþykkt
ályktun þar sem vakin er athygli á
því að stórhækkað raungengi
krónunnar hafi fært fjármuni frá
útflutningsframleiðslunni til ann-
arra greina atvinnulífsins og sé nú
svo komið, að fiskvinnslan sé rekin
með sívaxandi halla. Því sé full-
komlega óskiljanlegt að ríkistjórn-
in stefni að því að skerða enn
rekstrarafkomu sjávarútvegsins
með því að hætta endurgreiðslu
uppsafnaðs söluskatts, sem allar
aðrar útflutningsgreinar njóti, og
samtímis að skattleggja launa-
greiðslur en því hafi verið hætt
fyrir ári.
Þá segir, að gengisfall dollarans
sé sameiginlegt áfall allrar þjóðar-
innar og ef það sé raunverulegur
ásetningur stjórnvalda að halda
gengisskráningu íslensku krón-
unnar óbreyttri við núverandi að-
stæður, þá verði stjórnvöld að
grípa til róttækra aðgerða í pen-
inga- og efnahagsmálum núna
strax, í þeim tilgangi að lækka
verðbólgu og bæta kjör fiskvinnsl-
unnar eftir öðrum leiðum.
Sendum sjómönnum, fisk vinnslufólki
og fjölskyldum þeirra um land allt
bestujóla- og nýársóskir
Vélsmiðjan Faxi hf. Skemmuvegi 34, Kópavogi sími: 76633 Vélsmiðja Heiðars Vesturvör 26, Kópavogi sími: 42570 Sjávarfiskur hf. Melabraut 17, Hafnarfirði sími: 51779
Landvélar hf. Smiðjuvegi 66, Kópavogi sími: 76600 Bátalón hf. Hvaleyrarbraut 32-34, JHafnarfirði sími: 50520 Sjómannafélag Hafnarfjarðar Strandgötu 11, Hafnarfirði sími: 50248
H. Þorgeirsson Byggðarenda 12 sími: 688470 Hraðfrystihús Hvals hf. Reykjavíkurvegi 48, Hafnarfirði sími: 50565 Hvaleyri/Seleyri sf. Vesturgötu 15, Hafnarfirði sími 53366
Meka—Listsmiðjan Skemmuvegi 8, Kópavogi sími: 72244 Kaupfélag Hafnfirðinga Strandgötu 28, Hafnarfirði sími: 50200 Garðar Sigurðsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði sími: 54812
Skipafélagið Víkur hf. Kársnesbraut 124, Kópavogi sími: 641277 Netagerð Jóns Holbergssonar Hjallahrauni 11, Hafnarfirði sími: 91-54949 Vélaverkstæðið Véltak hf. Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði sími: 50236
/