Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 40

Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 40
40 föstudagur 18. desember Erlent HEIÐUR r HÚFI Stærsta fískiskip á Bretlandseyj- um, Veronica D 602, kom til ír- lands í fyrsta sinn nú í byrjun des- ember. Skipið er smíðað í Noregi og kostaði 11,5 milljónir sterlings- punda eða jafnvirði 764 milljóna ísl. króna. Petta er fyrsti skut-verksmiðju- togari á Bretlandseyjum, að því er segir í Fishing News, en eigandi er Kevin McHugh skipstóri í Killy- begs. Skipið mun fyrst fara á sí- ldveiðar en síðan skipta yfir á makríl þegar nýir kvótar fyrir árið 1988 sjá dagsins ljós. Veronica er 91 m löng og vélarafl 6.050 ha. Um borð eru tvær frystilestar sem rúma 2.200 tonn af frystri blokk. Th. Hellesoy skipasmíðastöðin í Noregi sá um smíðina og Vik og Sandvig hönnuðu skipið. Christi- ania-bankinn í Noregi fjármagnaði smíðina. Fram kemur í Fishing News að sisturskip Veronicu, Atlantean II, sé í smíðum í Noregi, einnig fyrir írskan kaupanda. — einstök spennusaga eftir hinn víðfræga höfund Jeffrey Archer — bók sem verið hefur á metsölulistum víða um lönd mánuð eftir mánuð Jeffrey Archer hefur allt frá þvf hann gaf út sína fyrstu bók verið í hópi vinsælustu rithöfunda í heimi og allar bækur hans hafa verið lengi á metsölulistum og þá ekki síst þessi bók Heiður í húfi (A matter of honor). Gerðar hafa verið vinsælar kvikmyndir byggðar á bókum Archer (t.d. Kane & Abel) og nú er verið að kvikmynda Heiður í húfi. Jeffrey Archer er oft í fréttum og er umdeildur maður en allir eru þó sammála um það að hann sé sannur meistari frásagnanna - að bækur hans eigi sér fáar hliðstæður. Adam Scott fær í hendur gulnað umslag þegar erfðaskrá föður hans er lesin upp. í kjölfar þess gerast ótrúlegir atburðir. Það hafði alla tíð hvílt skuggi yfir starfsferli föður hans í hernum en enginn vissi þver raunveruleg ástæða þess var. Þegar Adam Scott kemst á snoðir um leyndarmál föður síns er eins og sprengju hafi verið kastað: Leynimakkið, tilfinningahitinn og ágirndin eiga rætur allt frá Þýskalandi stríðsáranna og austur til Rússlands. Scott finnur verðlausan íkon í bankahólfi í Sviss en íkoninn er lykillinn að leyniskjali sem gæti haft áhrif á sambúð Austurs og Vesturs. Aðeins örfáir vita um tilvist þessa skjals en þeir eru allir reiðubúnir að fórna hverju sem er til þess að koma höndum yfir það - jafnvel að fremja morð. Þegar ástkonu Scott er rænt hefst flótti hans yfir Evrópu og á honum verður hann að berjast fyrir lífi sínu bæði við KGB-menn, CIA-menn og eigin landa. Sú barátta er spennuþrungin og margt kemur á óvart. Slökkvitæki allar gerðir. Úðarar fyrir hreinsiefni á fiskverkunar- vélar o.fl. #?íV Vökvamótorar í öllum stærðum frá 5-35 kw. /Ta Viðgerðar- og \ O / varahlutaþjónusta. LANDVÉIARHF SMIEULAÆGI66. KÓPAVOGI, S. 91-76600 GLORIA Stærsta fiski- skip á Bret- landseyjum Aðalskrifstofur: Ármúla 18 - Sími 82300 Frjálstfiamtak KOLSmUHLEBSlAN S.F. Vagnhöfða 6 -112 Reykjavík - Sími 671540

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.