Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 13
föstudagur 18. desember
13
Siglingar á stríðsárunum
„Þarna
kom
bað!“
— sagt frá árásinni á Goða-
foss við Reykjanes; og
Erlendur Jónsson rifjar upp
þann atburð, er Dettifossi var
grandað vestur af Skotlandi.
Úfinn föstudagsmorgun, 10. nóvember 1944 renndu nokkur
skip suðvestan úr hafí og var stefnt fyrir Reykjanes og inn á
Faxaflóa. í samfloti þessara skipa vestan frá Ameríku var eim-
skipið Goðafoss. Ferðin hafði gengið vel í alla staði og farmenn
jafnt sem farþegar voru farnir að draga andann léttara, erfíðri og
hættulegri ferð var senn iokið. Skipin voru kominn inn fyrir
Garðskaga og úr allri hernaðarhættu enda ekki eftir nema tveggja
til þriggja klukkustunda sigling til Reykjavíkur.
Goðafoss átti skammt eftir til Reykjavíkur þegar tundurskeyti grandaði
honum. 10 farþegar og 15 skipverjar fórust.
Erlendur Jónsson: „Það var hrikaleg reynsla að svamla í sjónum og sjá
vopnuð skipin ösla á móti sér og kasta djúpsprengjum innan um skip-
brotsmennina.“
í skipalestinni voru einungis
fjögur skip, auk vopnaðra fylgdar-
skipa. En öllum að óvörum var
friðurinn úti um klukkan ellefu þá
um morguninn. Kippkorn á undan
Goðafossi fór tíu þúsund tonna
breskt olíuskip sem varð fyrir
óvæntri árás þýsks kafbáts. Um
borð í skipinu varð ógurleg spreng-
ing og á skömmum tíma læstu eld-
tungur sig um skipið. A auga-
bragði varð skipið alelda og logaði
sjórinn umhverfis það.
Skipverjar á Goðafossi voru
sjónarvottar að sprengingunni og
æðisgenginni baráttu skipverja
olíuskipsins við að losa tvo björg-
unarbáta og brjóta þeim leið frá
skipinu í gegnum logandi sjóinn.
Tundurskeyti hæfir
Goðafoss
Goðafossi var þegar stefnt að
slysstað en þegar þangað kom var
annar björgunarbáturinn horfinn
af yfirborði sjávarins en í hinum
voru 19 menn, flestir slasaðir og
illa haldnir af brunasárum. Strax
var farið að gera að sárum skips-
brotsmanna og Goðafoss stefndi
til heimahafnar að björguninni
lokinni. Goðafoss hafði ekki siglt
nema í hálfa klukkustund þegar
mikil sprenging kvað við. Skipið
kastaðist hastarlega til og allt laus-
legt fór úr skorðum. Fólk sem uppi
stóð féll flest við og misstu margir
meðvitund við höggið.
Tundurskeytið sem sá þýski
sendi Goðafossi, hæfði skipið bak-
borðsmegin miðskipa og rifnaði
það frá fyrsta farrými aftur að
þriðja lestaropi og á svipstundu
flæddi sjór inn í vérarúm og lestir
skipsins. Við sprenginguna stöðv-
uðust vélar Goðafoss og loft-
skeytatækin um borð eyðilögðust.
Þilfarið gekk upp og rifnaði á stóru
svæði og bátarnir bakborðsmegin
mölbrotnuðu.
A Goðafossi voru fimm björg-
unarflekar. Reyndu menn strax að
losa þá og runnu þrír þeirra strax af
skipinu og tveir þeirra losnuðu um
leið og skipið sökk. Goðafoss seig
hratt niður og þegar afturhlutinn
var sokkinn í sjó tóku menn að
kasta sér útbyrðis og syntu að
björgunarflekunum sem ekki voru
langt undan. Þá var skammt að
bíða umskiptanna, síðast sást
framsigla og stefni skipsins og síð-
an var Goðafoss ekki meir.
Á björgunarfleka í
mittisdjúpum sjó
Rétt er skipið var sokkið komu
margir skipbrotsmenn á sundi að
einum björgunarflekanum. Söfn-
uðust svo margir á flekann að hann
seig í sjó og sat fólkið þar í mitti í
sjónum. Þrátt fyrir slæman aðbún-
að tókst mönnunum að róa mar-
andi flekanum að öðrum björgun-
arfleka sem á voru einungis tveir
ntenn. Jafnað var þá á flekana og
væntu menn þess að stutt væri til
björgunar, en annað kom á dag-
inn.
Veður var hvasst og kalsalegt og
tók flekana strax að reka í vestur-
átt. Fylgdarskip lestarinnar og
björgunarskip komu fljótt á vett-
vang og sveimuðu um þar sem
skipunum hafði verið sökkt en
sinntu ekki um að bjarga skip-
brotsmönnum. Skipin vörpuðu
hverri djúpspengjunni af annarri í
sjóinn í von um að tortíma óvinin-
um sem faldi sig í djúpinu. Þeim
ægilega leik var haldið áfram í full-
ar tvær klukkustundir og allan
þann tíma var olíuskipið ofansjáv-
ar og tindruðu upp af því logarnir.
42 manna saknað
Hinum skamma degi tók nú
mjög að halla og var farið að
bregða birtu. Enn hrakti flekana í
vesturátt og vanlíðan fólksins jókst
stöðugt. Á það sótti kuldi og deyfð
er það sat í sjónum með kulda-
dofna fætur. Flekarnir urðu við-
skila og þá bar mishratt. Loks er
liðið var á þriðju klukkustund kom
skip og hóf björgunina. Þegar allir
voru komnir um borð í það var
ljóst að 10 farþega var saknað, 14
skipverja og 18 skipbrotsmanna af
breska olíuskipinu. Aðeins einn
skipverja breska olíuskipsins slapp
lifandi úr hildarleiknum, þá eftir
að hafa verið bjargað tvisvar sinn-
um á þremur klukkustundum úr
köldum sjónum við Islandsstrend-
ur. Einn skipverja Goðafoss lést af
sárum sínum á leið til lands þannig
að alls létust 15 skipverjar Goða-
foss í þessari fólskulegu árás þýska
kafbátsins.
Minningarathöfn vegna slyssins
fór fram í Dómkirkjunni 23.
nóvember 1944 en deginum áður
var önnur minningarathöfn haldin
um mennina sem fórust með
Goðafossi. Sú minningarathöfn
var haldin í New York og við hana
voru skipverjar á Dettifossi, skip-
inu sem skotið var niður skömmu
síðar, eða 21. febrúar 1945.
Fyrst heiðraðir, — síðan
skotnir niður
Þegar Erlendur Jónsson háseti á
Dettifossi, yngsta og stærsta skipi
Eimskipafélags Islands, sat við
minningarathöfn um félaga sína á
Goðafossi var þegar farið að sjá
fyrir enda stríðsins og bjóst hann
tæpast við því að örlög Dettifoss
yrðu þau sömu og Goðafoss. En
styrjaldarlokin létu bíða eftir sér,
þau voru ekki tilkynnt fyrr en 8.
maí 1945. Þjóðverjar voru þegar
farnir að hopa á flestum vígstöðv-
um og íslenska þjóðin ól í brjósti
sér þá von að Goðafoss yrði síðasta
skip íslenska flotans sem fórnað
var á altari stríðsins mikla. En ann-
að skip átti eftir að verða skot-
spónn herþjóðar sem að falli var
komin vegna fyrirsjáanlegs ósig-
urs. Kafbátaforingja þriðja ríkis-
ins tókst að draga Dettifoss niður í
djúpið. Hindenburg forseti Þýska-
lands hafði þá átta árum áður veitt
áhöfn Dettifoss viðurkenningu,
áletraða eirplötu, til minningar um
áræði og skjótleika áhafnarinnar
er hún bjargaði áhöfn af þýskum
togara sem gerði út frá Lúbec. Eir-
platan var sett upp í forsal 1. far-
rýmis Dettifoss er nú lá á marar-
botni, fallinn fyrir þýskum morð-
vopnum.
Með Dettifossi fórust fimmtán
manns, þrír farþegar og tólf skip-
verjar. Erlendur Jónsson var einn
þeirra sem björguðust og varð
hann við þeirri ósk Fiskifrétta að
segja frá atvikinu er Dettifoss var
skotinn niður. Erlendur sigldi öll
stríðsárin og er ennþá á sjónum.
Hann byrjaði á sjónum árið 1939,
var fyrst í stað á bátum sem gerðu
út frá Vestfjörðum. Þegar líða tók
á stríðið sigldi hann á skipum sem
fluttu ísfisk milli íslands og Eng-
lands. Hann réði sig á Dettifoss
árið 1939 og var á skipinu þar til
það var skotið niður.
„Andartaki síðar skall
tundurskeytið á okkur“
„Við vorum á leiðinni frá Amer-
íku,“ segir Erlendur, „og sigldum í
skipalest til Belfast á Norður - Ir-
landi. Þar skiptum við um skipa-
lest og áttum að fara í samfloti með
nokkrum skipum til Loch Ewe á
vesturströnd Skotlands. I lestinni
voru fjögur kaupskip og tvö skip
sem voru þeim til verndar. Þau
voru bæði búin djúpsprengjum.
Dettifoss var fullhlaðinn varningi,
við vorum með bfla, matvöru, tó-
bak og margskonar nauðsynjar. Á
þessum árum voru allar vörur
fluttar frá Ameríku, því Englend-
ingar máttu hafa sig alla við að
brauðfæða þjóð sína.“
Höfðuð þið einhverja hugmynd
um kafbáta á leiðinni frá Belfast til
Loch Ewe?
„í raun og veru höfðum við enga
hugmynd um kafbáta þótt ýmislegt
benti til þess að eitthvað gruggugt
væri fyrir utan Belfast. Um kvöld-
ið gátum við heyrt drunur sem
bentu til þess að verið væri varpa
djúpsprengjum að kafbátum en
hættan var ekki meiri en svo að
skipalestin lagði af stað um mið-
nættið. Ég var á vakt til miðnættis
og aftur var ég á vakt frá klukkan
fjögur um nóttina.
Við urðum ekki varir við neitt
óvenjulegt fyrr en rétt um klukkan
hálf níu um morguninn þegar einn