Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 36
36
föstudagur 18. desember
Ævintýríð í Norðursjónum hófst 1970
„Það má segja að mitt fyrsta
verkefni eftir að við keyptum
Hilmi SU eldri hafi verið að gera út
í Norðursjó. Þetta var vorið 1969
og eftir að sfldin hvarf af miðunum
hér við land var ekki annað að gera
en klóra í bakkann og leita fyrir sér
annars staðar“, sagði Jóhann Ant-
oníusson útgerðarmaður, en hann
hefur gert út tvo báta með nafninu
Hilmi undanfarin ár.
„Raunar verð ég að taka fram
að þetta vor fórum við fyrst norður
að Svalbarða og var ætlunin að
salta síld þar en afli brást algerlega
því við náðum ekki nema um það
bil 150 tunnum þegar við ákváðum
að söðla um og senda bátinn í
Norðursjóinn. Þar söltuðum við
áfram í tunnur fyrsta sumarið,
bæði hausskorna og heila sfld og
var aflanum skipað upp á Fá-
skrúðsfirði. Hver túr tók um það
bil hálfan mánuð og þessi veiði-
skapur gekk alveg sæmilega þrátt
fyrir að þetta væri erfið vinna því
báturinn var ekki nema 305 tonn
og gátum við ekki saltað í nema um
900 tunnur í hverri ferð.“
Ævintýrið byrjar
„Það er svo í raun ekki fyrr en
vorið 1970 sem ævintýrið í Norð-
ursjó byrjar fyrir alvöru. Við höfð-
um haft góðan afla þarna sumarið
áður og landað heima en nú hófust
viðskiptin við Danina því íslensku
bátarnir lönduðu fyrst og fremst í
Hirsthals og Skagen. Oft var mikill
handagangur í öskjunni því aðeins
íslensku bátarnir voru um 40-50
talsins þegar mest var. Þetta
minnti dálítið á þá gömlu góðu
tíma þegar síldin óð hér við land og
var vissulega ánægjuleg tilbreyting
frá aflaleysinu 1968, en þá var síð-
ast gert út á síld fyrir Austurlandi.
íslensku bátarnir fóru í Norð-
ursjóinn í maímánuði eftir að
loðnuvertíð lauk og voru þarna
niðurfrá allt fram undir jól. Mönn-
um líkaði almennt vel á þessum
bátum; bækistöðvar voru í Dan-
mörku og kaupið var ágætt hjá
skipverjum enda góð veiði yfir-
leitt. Talsvert var um mannaskipti
eins og gengur og fyrst og fremst
voru það fjölskyldumennirnir sem
fóru heim öðru hverju.
Þarna vorum við fram til ársins
1974 að svo var gengið að síldar-
stofninum að ákveðið var að loka á
allar veiðar. Þar með hurfu ís-
Atlas Fischfinder
Top quality made for your suc<
Hin nýja kynsióð
Atfas fiskiieitartækja er
hönnuö fyrir nútíma fiskveióar.
• Með einstakri samsetningu á
háþróuðum iitaskjá, ásamt þurrpappírs
og iita A-skópÍ, fást fram ómetanlegar upplýsingar.
• Möguleiki á tveim tíðnum i noíkun samtímis á
skjánum tii betrí greiningar. Fáaniegar tiðnir eru
33/66 kHz og 100/210 kHz aiit að 8KW sendiorka.
• Mismunandi stækkunarmöguieiki, bæði á skjá,
pappir og A-skópi.
• Græn fina og grá lína til aðgreíningar á fiski fast við
botn.
• Litaskjáinn er hægt að tengja við aiiar gerðir Atias
dýptarmæia og fiestar aórar gerðir.
• Atias PZT botnstykkín gefa betrí úrvinnsiumögu-
leíka á uppíýsíngum.
• Óumdeiianiegur áreióanieiki og ending.
Er fáaniegur i eftirtöidum útgáfum:
Atlas dýptarmælir 722/782 með tveim tíónum og nýjum
kraftmikium sendi.
Atias djúpsjávarmæiir 792 DS með hinu nýja haiia
stýrða botnstykki, sem hefur 6° x 8° eöa 6° x 4° geisla
breidd og 51 sendiaugu.
Atias höfuóiinumæiir 872, sem hefur niður/upp geisla
hitaiínu og afimæia.
Afkoma sjávarutvegs er byggð á breytiiegum fiskveið-
um og hagkvæmni i rekstri. Atias fiskiieitartæki eru
hönnuð til að standast þessar kröfur.
GÆÐIN ERU LYKILL AÐ VELGENGNi.
/ÍSMUrN Rafeindaþjónustan
ÍSAAMR hl
Siðumúli 37 — 121 Reykjavik
Símar 688744 - 688767
lensku bátarnir til síns heima enda
hafði landhelgin þá verið færð út
og fleiri tækifæri sköpuðust fyrir
okkur á heimamiðum. Mestur var
aflinn árið 1971 og einnig var hann
allgóður árið eftir“.
Allt sett í kassa
„Þessi afli sem við lönduðum á
Jótlandi var allur ísaður í kassa og
seldur á uppboðsmarkaði þar.
Mikið af honum fór beint til frek-
ari verkunar í Danmörku en einnig
voru kaupendur margir í Þýska-
landi, Hollandi og eflaust víðar.
Þessi verkunaraðferð var tals-
vert ólík því sem við áttum að venj-
ast en með þessu móti fékkst mun
meira fyrir aflann en ef hann fór í
salt eða bræðslu. Þess vegna var
verð allgott og afkoman eftir því.
Hins vegar voru sveiflur í verðinu
enda um uppboðsmarkað að ræða
og framboð og eftirspurn ekki
alltaf í jafnvægi.
Þessi síld í Norðursjónum var
talsvert öðruvísi en sú sem við
höfðum áður veitt hér við Islands-
strendur. Hún var heldur smærri
og mun viðkvæmari enda sjórinn
hlýrri og því þoldi hún verr með-
höndlun. Uppboðsmarkaðurinn
gerði það hins vegar að verkum að
menn urðu að vanda sig mjög því
léleg síld lenti einfaldlega í lakari
verðflokki“.
Tíminn úti í Hirtshals
Jóhann var um tíma umboðs-
maður fyrir Landsamband ís-
lenskra útvegsmanna í Danmörku
og var þar til aðstoðar íslensku bát-
unum í Norðursjó.
„Þetta var ágætur og eftirminni-
legur tími. Ég tók við þessu af
Bjarna Lúðvíkssyni og var í Hirts-
hals sumarið 1971. Mitt starf var
einkum fólgið í reddingum fyrir
strákana því ýmislegt kom upp á
úti á sjó sem leysa þurfti í landi.
Þeir höfðu samband við okkur og
maður sá til þess að varahlutir
væru tilbúnir þegar bátarnir komu
inn til löndunar. Hér var um upp-
gripaveiði að ræða þannig að tím-
inn var dýrmætur og því varð mað-
ur stundum að hafa sig allan við til
að bjarga málum. Hins vegar
skiptum við okkur ekkert af söl-
unni á markaðina og voru menn
algerlega frjálsir að því að selja afl-
ann þar sem þeim leist best á. Eins
og ég sagði áðan héldu flestir sig
við Hirtshals og lítillega Skagen en
eflaust hafa menn gert tilraunir
annars staðar líka.
Þarna úti kynntist ég Nils Jensen
sem nú er konsúll okkar í Hirtshals
og margir íslenskir sjómenn
þekkja. Hann stofnaði síðar út-
gerðarfyrirtæki og hefur um nokk-
urra ára skeið haft mikil samskipti
við íslenska loðnubáta sem landa á
þessum slóðum".
Alltaf á nótaveiðum
„Það má eiginlega segja að á
þessum árum hafi íslensku bátarn-
ir verið á nótaveiðum allan ársins
hring. Menn fóru á síldina í maí og
voru fram í janúar en þá tóku við
loðnuveiðar sem stóðu óslitið fram
á vor. Þegar síldveiðin í Norðursjó
brást jukust loðnuveiðarnar mjög
mikið og stóðu gjarnan frá því í
byrjun júlí og fram í mars-aprfl ár-
ið eftir. Það var svo ekki fyrr en um
1980 sem skrúfað var fyrir loðnuna
en þá voru komnir til aðrir mögu-
leikar.
Með útfærslu landhelgi strand-
ríkja má segja að hafi orðið þátta-
skil í öllum okkar veiðiskap og að
nánast hafi verið lokað fyrir allar
veiðar okkar á fjarlægum miðum.
Við lokuðum okkar heimamiðum
og urðum þá auðvitað að sæta því
sama hjá öðrum. Þá kom einnig til
að víða voru miðin algerlega upp-
urin og í því sambandi vil ég sér-
staklega nefna Nýfundnalands-
miðin. Þangað fórum við með
Hilmi sumarið 1974 samkvæmt sér-
stöku leyfi frá Kanadastjórn.
Rússnesku verksmiðjutogararnir
höfðu verið þarna um langan tíma
og hirt hvert kvikindi. Enda náð-
um við engu þetta sumar; fiskurinn
var einfaldlega allur á bak og burt.
Þessi veiðiskapur er hins vegar
dæmi um það sem ég tel að sé liðin
tíð. Menn hafa sem betur fer áttað
sig á því að sjórinn er ekki óþrjót-
andi auðlind. Að vísu hefur skip-
um fækkað mjög mikið á okkar
miðum en á hitt er svo að líta að
skip eru orðin fullkomnari og öll
veiðarfæri og hjálpartæki hafa tek-
ið miklum framförum. Við þurfum
því að hyggja að í tíma því á hverju
eigum við að lifa ef fiskurinn í sjón-
um bregst?“, sagði Jóhann Anton-
íusson að síðustu. -vh.
Hilmir SU eldri, sem Jóhann gerði út á sfldveiðar í Norðursjónum.