Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 11

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 11
10 FISKIFRETTIR 17. desember 2004 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 11 VEIÐAR Texti: Hlynur Þór Magnússon Konráð Eggertsson: „Þetta rétt slapp hjá okkur á síðustu sekúndunum. Á eftir sátum við bara og horfð- um hver á annan. Þarna hefðum við drepist allir. í blankandi logni og sólskini. Engin bátur nálægt.“ (Mynd: Halldór Sveinbjörnsson). Konráð Eggertsson skipstjóri á fsafirði er landskunnur undir nafninu Hrefnu-Konni. Á heimaslóðum er hann einfaldlega kallaður Konni Eggerts. Hann er Bolvíkingur að uppruna en hefur lengst af ævinni verið búsettur á fsafirði. Konráð er rétt skriðinn yfir sextugt en sjómannsferillinn spannar hátt í fimmtíu ár. Á þeim tíma hefur hann fært að landi sjávarfang af flestu því tagi sem finnanlegt er við Vestfirði. Mest hefur hann þó drepið af þeim veiðidýrum sem eru einna smæst og einna stærst þar um slóðir, rækju og hrefnu, en þar fyrir utan hefur hann verið mikið bæði á skelveiðum og almennum fiskveiðum. Á dögum Þjóðarsálarinnar í Ríkisútvarpinu var Konni þar tíður gestur með sinn sterka róm og flug- mælsku og umbúðalausar skoðanir, einkum á hvalveiðimálum. Sagt var að vestfirskir jaxlar á borð við Konna og Halldór Hermannsson á ísafirði og Ármann Leifsson í Bolungarvík gætu alveg talað svo að heyrðist um land allt án þess að hafa útvarpið sem millilið. Konráð Eggertsson er formaður Félags hrefnuveiðimanna og hefur verið það frá upphafi. Gegnum árin hefur hann ekki vandað misvitrum stjórnvöldum kveðjurnar en í seinni tíð er eins og hann sé farinn að mildast nokkuð. Og viðurkennir það fúslega sjálfur. Að eðlisfari er Konni gamansamur maður og ákaf- Iega hlýr, þrátt fyrir þann hrjúfa skráp sem hefur blasað við landsmönnum og einkennir marga vestfirska sjóara þegar ytra borðið eitt er skoðað. I vetur liggur báturinn hans bundinn í höfn á Isafirði. Engin rækjuveiði leyfð í Isafjarðar- djúpi, rækjan að mestu horfin og allsendis óvíst hvort hún verður veiðanleg þar á ný í náinni fram- tíð. Konni er samt hinn hressasti eins og alltaf. „Eg er yfirleitt andskotann ekkert að gera núna nema vinglast á skíðum!“ segir þessi gamli skíðagöngukappi sem hefur bæði tekið þátt í Vasa- göngunni í Svíþjóð og Birki- beinagöngunni í Noregi, auk þess að vinna til fjölmargra verð- launa í skíðagöngu á heimaslóð- um um áratugaskeið. Torfi Einarsson, Guðni Þorkelsson (,,bóksalinn“) og Konráð Eggertsson. fyrir um 25 árum. Myndina tók Sveinn Þormóðsson. Hrefnukjöt vigtað til sölu um borð í Halldóri Sigurðssyni í Reykjavíkurhöfn Vinirnir og sameignarmennirnir til margra ára, Konráð og Ólafur Halldórsson. „Við vorum kallaðir tröllin tvö“, segir Konni. „Ég var 111 kíló og hann yfir 130 kíló. Við elduðum alltaf á sjónum þegar við vorum á rækjunni. Þegar við höfðum kótelettur steiktum við ævinlega átján stykki. Níu á mann.“ Þegar Beggi gaf í botn í fyrsta skipti Konráð minnst þess líka þegar hann sá rækjubát fara niður inni í Djúpi. „Við Ólafur Halldórsson vorum þá á rækjunni á fyrsta Hall- dóri Sigurðssyni. Við vorum komnir inn á Strandseljavík og búnir að kasta ásamt fleiri bátum. Á útleiðinni hafði ég hitað mér ket- súpu frá deginum áður og var sadd- ur og lá aftur á og var að fylgjast með vírunum og kjafta við Óla og horfa á bátana. Þá sá ég eitthvað torkennilegt og dökkt fyrir innan Konni fór fyrst til sjós rétt um fermingu með Sigurjóni Hall- grímssyni frá Dynjanda í Jökul- fjörðum sem gerði út bátinn Dynj- anda. „Við rerum frá Grunnavík og lönduðum þar og vorum á netum um vorið en á færum um sumarið. Við bjuggum uppi á lofti í húsi þar sem Hallgrímur faðir Sigurjóns var með söltun niðri. Svo fór þetta hús í sjóinn veturinn eftir. Það gerði ógurlegan garð og húsið fór með öllu saman. Þetta ár voru tveir bátar gerðir út frá Grunnavík. Hinn báturinn var Heklutindur sem Kjartan Sig- Biblíulestur skipstjórans undir svefninn endaði alltaf í háa helvítis rifrildi — Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður\ rækjukarl, skíðamaður og æða*ræktandi með meiru lítur yfir farinn veg á sjó og landi mundsson frá Hælavík átti. í minn- ingunni er þetta feiknarlega skemmtilegur tími. Mikið uppli- felsi fyrir strák á þessum aldri. Þarna voru meðal annarra Páll Friðbjarnarson og Gunnar bróðir Sigurjóns og Benni Alla og Pétur Sigmundsson. Sigurjón stjórnaði þessu af miklum krafti. Hann hef- ur verið mikill vinur minn alla tíð.“ Ekki til hvítara lak nýþvegið „í fyrsta skiptið sem ég fór í bjarg var ég einmitt á Dynjanda með Sigurjóni. Ég strákurinn hafði verið með eitthvert drýgindatal um að mig langaði að fara í bjarg. Ein- hverjir sögðu að ég myndi ekkert þora í bjarg en ég hélt það nú! Um vorið ætla menn svo í bjarg og við erum komnir norður að Horni. Þarna var meðal annarra Jósep heitinn Stefánsson en hann var ekki þekktur fyrir að vera neitt sér- staklega orðvar eða tillitssamur í orðum. Þegar við vorum að fara yfir Hornvíkina, því að það átti að byrja í Hælavíkurbjarginu, þá segir Jósep: Konni minn, ég ætla að taka í höndina á þér og kveðja þig því ég veit ég sé þig aldrei meir. Þetta voru huggunarorðin sem ég fékk. Þeir sögðu strákarnir, þegar ég var að fara fram af brúninni, að ekki hefði verið til hvítara lak nýþvegið. En þetta var bara rétt á meðan ég fór fram af. Svo var allt í þessu fína og ég stundaði bjargsigið í nokkur ár. Það var alltaf svolítill beygur í mér fyrst þegar ég kom á brúnina en hann hvarf um leið og ég var kom- inn fram af. Ég fór alltaf varlega. Ég fór í björgin með mörgum ágæt- um strákum eins og Kjartani Sig- munds og Trausta heitnum bróður hans, Stíg frá Horni og ýmsum fleirum. Ég var einn af þeim íjór- um sem sóttum Sigurð heitinn Magnússon þegar hann fórst í bjarginu." Menn voru fljótir að borga áheitin Þegar Konráð er spurður hvort hann hafi nokkru sinni lent í lífs- háska á sjó, þá dregur hann seim- inn og telur svo ekki vera. „Ég verð nú að segja að ég hafi verið nokkuð lánsamur hvað það snert- ir.“ Kannski hann hafi verið hæfi- lega varfærinn á sjó eins og þegar hann var ungur piltur í bjarginu? „Ja, ég verð nú að viðurkenna að þegar ég var með Hrönnina á ár- unum fyrir 1970 ...“, segir Kon- ráð, þagnar litla stund en tekur svo af skarið: „Nei, þar ætla ég sko ekki að hæla varfærninni. Þá var nú róið og róið stíft. Þá voru hér á línu 250 tonna bátar eins og Orr- inn og Guðmundur Péturs og Sól- rún en við vorum að róa með jafn- marga bala og þessi skip. Hrönnin var 90 tonna bátur sem Geiri Bjartar og Guðmundur Guð- mundsson áttu. Við vorum á henni á trolli á sumrin en línu á veturna. Þá voru balarnir bara teknir og farið á sjóinn í nánast hverju sem var. Það var svakalegt. Þori ekki að hugsa um það lengur. Það fer um mig hrollur. Ekkert annað en lán að hafa sloppið frá því með allan mannskap. Bara heppni, held ég-“ Og fleira rifjast upp. „Eitthvað það versta sem ég hef lent í var þegar bátarnir fórust í Djúpinu í suðvestanrokinu hér um árið, Gullfaxi og þeir. Það hafði spáð illa um morguninn en við fórum út og köstuðum nánast í blankandi logni. Veðrið brast á svo snögglega að það voru komin tólf vindstig þegar við vorum búnir að sleppa út hundrað föðmunum og komnir í botninn. Þetta var ægilegt veður og ástandið ljótt. Eiginlega ekki hægt að lýsa því. Þá hétum við á eitt- hvað, mig minnir að það hafi ver- ið Strandarkirkja. Við vorum fljót- ir að borga þegar við komum í land.“ Enn fleira riQast upp í huga Konráðs Eggertssonar. „Ég lenti einu sinni í því þegar við vorum á skel á Halldóri Sigurðssyni inni í Jökulfjörðum. Við vorum í Hest- eyrarfjarðarkjaftinum og komnir með fullan plóg. Það var blæjalogn og sjórinn sléttur eins og augað eygði. Við vorum að hífa. Plógur- inn kominn upp í bómu. Það var dálítið mikill leir í honum. Bátur- inn byrjaði að hallast og ég öskraði slaka! En það kom eitthvert fát á manninn við spilið og hann hífði í staðinn fyrir að slaka. Ég setti í botn í stjór til að keyra bátinn upp en hinn sem var með um borð stökk að spilinu og sló á fullt aftur á bak. Þá var lunningin að fara í kaf. Þeir hafa margir farið á þenn- an hátt. Þetta slapp hjá okkur á síð- ustu sekúndunum. Á eftir sátum við bara og horfðum hver á annan. Þarna hefðum við allir drepist. í blankandi logni og sólskini. Eng- inn bátur nálægt.“ okkur, sýndist helst eins og þetta væri einhver prammi. Ég bað Ola að rétta mér kíkinn og sá þá að þetta var bátur á hvolfi og tveir menn á kjölnum. Þá voru einmitt Bergmann heitinn Þormóðsson á Ver og Guðmundur Gíslason með honum að keyra fyrir framan okk- ur. Ég hleyp öskrandi fram á og þeir slá af og spyrja hvað sé um að vera. Ég segi þeim að það sé bátur á hvolfi þarna fyrir innan. Þá var aldeilis slegið í og vélin í Ver fékk að finna fyrir því. Beggi hafði á- reiðanlega aldrei áður gefið í botn því að hann fór alltaf svo vel með alla hluti og hafði örugglega ekki vitað fyrr hvað Ver gat gengið. Við Oli höfðum áður talað um hvað við myndum gera ef við þyrft- um einhvern tímann að sleppa troll- inu fyrirvaralaust af einhverjum á- stæðum. Þess vegna vorum við með tvo belgi tilbúna aftur á. Ég hnýtti belgina sinn við hvorn vírinn og svo settum við á fulla ferð. Virarnir slitnuðu bara frá þegar þeir voru komnir á enda en héngu í belgjunum á sjónum. Þeir sem voru þarna í kring skildu ekkert í því þegar við settum á fullt og skildum trollið eftir. Við vorum komnir á staðinn þar sem báturinn var á hvolfi ekki lengra á eftir Ver en það, að þeir voru að enda við að taka inn seinni mann- inn. Eftir það hafa ekki liðið marg- ar mínútur þangað til báturinn var sokkinn. Ég veit ekki hvort nokkur annar hefði séð þetta en ég. Að minnsta kosti hafði enginn orðið var við þetta og aðrir vissu ekki hvað var um að vera fyrr en allt var um garð gengið.“ Langskólagangan er ekki allt Snemma á unglingsárum var „Þetta var ægilegt veður og ástandið Ijótt. Við hétum á Strandarkirkju að mig minnir og vor- um fljótir að borga þegar við komum í land“ Konni með Vilmundi Reimarssyni í Bolungarvík og þeim bræðrum og frændum á Sædísinni, þeim merka báti sem núna er í eigu Byggða- safns Vestfjarða. „Á Sædísinni vor- um við bæði á netum í Djúpinu og á snurvoð á víkunum hérna fyrir norðan og hér í kring. Við sóttum meira að segja reka. Ætli ég hafi ekki verið með Vilmundi eða við- loðandi hann í ein tvö eða þrjú ár. Meðal annars fór ég með Vilmundi á vertíð í Keflavík veturinn 1959-60. Ég var þar þegar togari frá Hafnar- firði fórst og líka vitaskipið Her- móður. Þarna bjuggum við í bragga. Það var fjörugt braggalífið þá fyrir strák á þessum aldri. Svo fór ég á síld með Kristjáni Jenssyni skipstjóra í Bolungarvík á Víkingi, sem var 75 tonna bátur. Ég náði í skottið á því að vera á síldveiðum með snurpubát. Gaman að hafa tekið þátt í því. Það var mikið fjör í landlegum á Siglufirði og víðar.“ Veturinn 1961-62 var Konráð með Jóni Eggert Sigurgeirssyni á Heiðrúninni frá Bolungarvík. „Þá var ég búinn að vera á sjó með Halldóri Hermannssyni einn vetur þegar ég var sautján ára. Hann var skipstjóri á Guðnýju veturinn sem hún kom hingað. Ég var vélstjóri hjá honum og kominn með réttindi. Siggi Sveins á Góustöðum var þá Barónstíg 5 101 Reykjavik Simar551 1280 og 551 1281 Fax 552 1280 PflOPULSION SYSTEMS Vdemp w a.s danish engineennqATianne Hpovwer i ehf. Óskum útgerðarmönnum og sjómönnum um land allt GLEÐILEGRA JÓLA OG FENGSÆLS KOMANDIÁRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.