Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 28

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 28
28 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 29 LUÐUVEIÐAR AMERIKUMANNA Texti: Kjartan Stefánsson „Þessar veiðar stóðu yfir í 13 ár en síðasta árið var veiðin iítii. Þeir rétt skruppu hingað og fóru svo. Það er hægt að þurrka miðin upp með línu þegar hart er sótt og um tak- markaðan stofn er að ræða.“ bærlega vel útbúnar til siglinga og íslendingar voru undrandi á því hvernig þeir gátu siglt á móti vind- inum, hvað þeir sigldu hratt og hvað var auðvelt að stjórna skipun- um. Á miðunum þegar mannskap- urinn var á doríunum að leggja lín- um. Þau báru svo langt af öðrum erlendum skipum sem hér voru.“ Veiddu aðallega út af Vestfjörðum Valdimar var spurður hvers Skonnortan Concord við bryggju í höfninni í Gloucest- er. Skipstjóri hennar, John Babtiste Duguo, var einn af brautryðjendum lúðuveiða Ameríkumanna á Islandsmið- urn. Hann eignaðist son hér á landi og afkomendur hans hafa tekið upp nafnið Diego. una voru aðeins skipstjórinn og kokkurinn um borð. Stundum lágu þeir ekki við stjóra heldur voru á siglingu í kring á meðan. Það er vel gert að sigla slíkum skipum, sem voru á bilinu 60 til 160 tonn að stærð, með aðeins tveimur mönn- um um borð. Það vakti mikla at- hygli hér á landi hvað þetta voru glæsileg skip og auðveld í meðför- Siglingaafrek Valdimar tók fram að það hefði verið siglingaafrek hjá Ameríku- mönnum að sigla alla þessa leið milli íslands og Bandaríkjanna en um ísasvæði var að fara og það um hávetur. „Flestir komust klakklaust i höfn en þó er vitað um tvö skip sem fórust í hafi á leiðinni til ís- lands. Þessar skonnortur voru frá- Lúðuveiðar Ameríkumanna á íslan Þá þu enginn að drekk söl að ty Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í ummæli Islendings sem var á sjó með amerískum lúðuveiðimönnum er sóttu stíft á íslandsmið á ár- unum 1884-1897. Ameríkumennirnir höfðu lengst af bækistöð á Þing- eyri við Dýrafjörð. Þessara ára er oft minnst í hillingum sem upp- gangs- og framfaratíma. Víst er að íslendingar lærðu margt gott af Ameríkumönnum en Kanarnir, eins og þeir voru oftast kallaðir, voru samt ákaflega umdeildir á sínum tíma. Þeir voru sakaðir um að spilla tiskimiðum fyrir vestan, drykkjulæti og slagsmál milli þeirra voru tíð í landlegum og siðferði á Þingeyri varð að blaðamáli. Konur sem lentu í svokallaðri „Ameríkugleði“ fengu þunga dóma í fjölmiðlum og af almenningi. Valdimar H. Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði, hefur kynnt sér samskipti Islendinga og Amer- íkumenn vandlega og skrifaði um þau MA-ritgerð í sagnfræði við Há- skóla íslands árið 2002 sem ber nafnið „Dýrfirðingar og amerískir Iúðuveiðimenn“. Hér á eftir verður rætt við Valdimar um athuganir hans á þessu áhugaverða tímabili. miðum 1884-1897: Amerísku lúðuveiðimennirnir komu allir frá Gloucester sem er hafnarborg Boston í Bandaríkjun- um. Þeir sigldu hingað á glæsileg- um skonnortum og veiddu frá þeim á línu á doríum, litlum flatbotna bátum. Nánari lýsingu á veiðunum er að finna í rammagrein hér til hliðar. Valdimar sagði að ástæðan fyrir því að Kanarnir sóttu á ís- landsmið hefði verið sú að þeir voru búnir að tæma lúðumiðin við Nýfundnaland en þeir höfðu aðal- lega veitt lúðuna á Miklabanka. (Grand Bank). Þingeyri miðstöð frá árinu 1886 „Ameríkumenn reyndu lika fyr- ir sér á Grænlandsmiðum en farið var að sneiðast um veiðina þar. Góður markaður var fyrir lúðuna í Bandaríkjunum þannig að mikils var um vert að finna ný mið. Þeg- ar þeir fréttu af því hjá enskum sjómönnum að mikið væri af lúðu á Islandsmiðum kviknaði áhugi þeirra á veiðum hér. Þeir sendu hingað þrjú skip til að byrja með árið 1884. Eitt þeirra hafði bæki- stöð í Reykjavík, skonnortan Concord sem John Diego var skip- stjóri á, en hin tvö á ísafirði. Þessi fyrsti leiðangur gekk mjög vel - eitt skipanna kom til dæmis með um 160 þúsund pund af lúðuflök- um til Gloucester árið 1884 eftir íslandsferðina - og eftir það fjölg- aði skipunum. Fljótlega varð Þingeyri miðstöð fyrir lúðuveiðar Ameríkana á íslandsmiðum. Ein- hverjar skonnortur komu inn á Dýrafjörð árið 1885. Ekki eru þó til nákvæmar heimildir um hvaða hlutverki Þingeyri gegndi það ár en strax árið eftir var verslun Grams á Þingeyri farin að af- greiða skipin að öllu leyti. Gram kaupmaður var jafnframt gerður að bandarískum konsúl árið 1887. Þessar veiðar stóðu yfir í 13 ár en síðasta árið var veiðin lítil. Þeir rétt skruppu hingað og fóru svo. Það er hægt að þurrka miðin upp með línu þegar hart er sótt og um takmarkaðan stofn er að ræða,“ sagði Valdimar. Listaverð flotaolía - skv. heimasíðum: Atlantsolía 36,30 kr. pr/líter Shell 39,20 kr.pr/líter Esso 39,20 kr. pr/líter Olís ekki uppgefið Verð eru með vsk. Listaverð: 13.12.2004 AO ATLANTSOLÍA Finnur Jónsson: 591 3120 Valdimar H. Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði, hefur rannsakað samskipti Dýrfirðinga við Ameríkumenn þegar lúðuveiðar þeirra stóðu sem hæst. (Mynd/Fiskifréttir: Hari). Ameríkumenn á lúðuveiðum frá doríum á Miklabanka seint á 19. öldinni. Sams konar veiðar voru stundaðar hér á landi. Lúðan hefur væntanlega verið stærri á Islandsmiðum. Hvernig fóru veiðar Ameríkumanna fram? Þeir útlendingar sem veiddu hér við land fyrr á öldum veiddu yf- irleitt á handfæri beint frá borðstokki skipa sinna. Þegar amerísku lúðuveiðimennirnir fóru að venja komu sínar á íslandsmið seint á 19. öld vakti það mikla athygli að þeir veiddu á línu sem lögð var frá doríum sem síðan voru teknar um borð þegar skipið var á siglingu. Greinargóða lýsingu er að finna á þessum veiðum í tímaritinu Ægi, 11. tbl. frá árinu 1940 í grein eftir Lúðvík Kristjánsson. Hér á eftir verður stuðst við þá lýsingu. Fyrst þegar skipin komu til Þingeyrar létu þau á land til geymslu ýmis konar varning, kol, salt, veiðarfæri og matvæli. Saltið var geymt í tunnum. Þessi varn- ingur var yfirleitt ætlaður skip- verjum en hluti af honum var seldur landsmönnum. Skipin sóttu svo salt og tunnur þegar þau komu inn á Dýrafjörð aftur en það gerðu þau yfirleitt á hálfs- mánaðar fresti. 3-5 þúsund önglar í lögn Hverri skonnortu fylgdu 6-10 doríur. Tveir menn voru á hverri doríu og var annar þeirra formað- ur. Fyrstu árin voru eingöngu er- lendir doríuformenn en síðar tóku íslendingar, sem reru með Amer- íkumönnum, við stjórn á flestum þeirra. Skipin héldu sig aðallega út af Vestfjörðum. „Þegar komið var á miðin, var tekið til við að beita. Var því hagað á þá lund, að borð voru sett upp og lágu þau fram og aftur eftir þilfarinu, ann- að stjórnborðsmegin og hitt bak- borðsmegin. Við hvort borð voru 10 menn, eða 5 sín hvorum meg- in. Uppi á borðunum lágu lóðim- ar sem verið var að beita. Hverri doríu fylgdu 4 stykki, eins og það var kallað, en í hverju stykki voru 7 línur. Ein lína var 50 faðma löng og voru á henni 18 önglar. Doríu-félagar urðu jafnan að beita þær lóðir, sem þeir lögðu, nema ef svo bar undir, að þeir höfðu orðið mjög seint fyrir, vegna mikils afla, og komu þá aðrir þeim til aðstoð- ar,“ segir í Ægisgreininni. Sam- kvæmt því hafa verið um 500 öngl- ar í hverri doríu og línan samtals 1.400 faðmar. Hver skonnorta hef- ur því getað lagt um 3-5 þúsund öngla allt eftir fjölda doría. Þegar lokið var við að beita, sem venju- lega var síðari hluta dags, var byrj- að að leggja lóðirnar. Reru þá dor- íurnar út frá skipinu i allar áttir eft- ir ákveðnu kerfi. Róið um fjórðungs mílu Lögninni er lýst þannig: „Doríu- formaðurinn var alltaf í skutnum og lagði en hásetinn reri út lóðina. Þurfti oft að taka vel í árarnar, því að það var illa séð, ef lagt var slakt. Lætur nærri að doríu-hásetarnir hafi orðið að róa um fjórðungs mílu í hvert sinn, sem lagt var. Framan af sumri var lóðin ekki lát- in liggja nema í 4 stundir, því að þá var talið að fiskurinn væri á göngu, en síðar, þegar hann var lagstur, lágu þær í 6 stundir.“ Þegar beðið hafði verið í 4-6 stundir hófst drátt- urinn: „Lóðardrættinum var hagað þannig, að annar maðurinn stóð fram í barka í doríunni og dró lín- una á rúllu, en lét hana þó jafnóð- um falla niður með kinnungnum, svo að afturí-maðurinn gæti dreg- ið hana inn, hrist af henni beituna og hringað hana niður í skutinn. Afturi-maðurinn innbyrti allt sem á lóðinni var. Væru mikil þyngsli á lóðinni, var hún dregin með lít- illi handvindu." Þegar lúða kom á lét fremri maðurinn þann aftari vita. Undir eins og hann náði til lúðunnar var hún dauðrotuð með trékefli, fest á hana bönd og hún innbyrt. Tveir um hverja lúðu í aðgerðinni Þegar búið var að draga línuna var haldið til skips. Ef veður var vont hjálpuðust allir við að losa fiskinn úr doríunni en annars sáu doríufélagarnir um það. I góðu veðri var undir eins beitt aftur. Að því loknu hófst aðgerðin. „Flatn- ingsborðin voru mörg og lágu þau skáhallt af þilfarinu og upp á borðstokkinn. Efst á borðinu var gat og tréhæl stungið þar í. Járn- krók var stungið í flyðrusporðinn og flyðran síðan dregin upp á borðið og króknum fest á tréhæl- inn. Tveir menn voru við aðgerð á hverju borði og stóð annar að framan en hinn að aftan. Flökin voru tekin af í einu lagi frá sporði og fram að höfuðsmóti." Flyðruflökin voru söltuð í stafla í lestinni án þess að vera þvegin. Flökin voru jafnan látin liggja í vikutíma en síðan voru þau rifin upp og staflað á ný. Rafabeltin voru söltuð í stórar ámur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.