Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 2
2 FISKIFRETTIR 17. desember 2004 SJAVARUTVEGUR KARLINN I BRUNNI FISKMARKAÐIR Allir markaðir (Islandsmarkaöur) dagana 5.-11. des. 2004 (Tölur fyrir slægðan fisk eru á undan tölum fyrir óslægðan fisk) Meðal- Lægsta Tegund Magn verð verð kg kr./kg kr./kg Hæsta verð kr./kg ÞORSKUR 259.537 183,42 58,00 251,00 ÞORSKUR 248.631 150,10 72,00 220,00 ÝSA 145.494 118,56 46,00 177,00 ÝSA 199.145 98,11 42,00 136,00 UFSI 65.030 42,98 5,00 60,00 UFSI 2.143 33,24 6,00 38,00 LÝSA 3.540 68,89 45,00 75,00 LÝSA 677 46,13 20,00 50,00 GULLKARFI ósl. 49.081 75,38 5,00 114,00 LANGA 12.517 83,55 19,00 110,00 LANGA 1.724 65,01 19,00 76,00 BLÁLANGA 4.039 55,19 24,00 78,00 BLÁLANGA 208 39,81 18,00 60,00 KEILA 52.670 50,41 21,00 89,00 KEILA 2.067 45,48 10,00 57,00 STEINBÍTUR 11.642 185,39 27,00 250,00 STEINBÍTUR 1.349 129,13 63,00 163,00 TINDASKATA 60 67,50 19,00 116,00 TINDASKATA 6.016 9,34 ,00 18,00 HLÝRI 25.971 188,86 50,00 234,00 HLÝRI 630 156,07 52,00 235,00 SKÖTUSELUR 17.175 298,64 33,00 361,00 SKÖTUSELUR 3 148,00 148,00 148,00 SKATA sl. 88 102,05 32,00 124,00 ÓSUNDURLIÐAÐ sl 142 45,00 45,00 45,00 LÚÐA 2.788 676,29 318,00 1.016,0C LÚÐA 8 659,00 659,00 659,00 GRÁLÚÐA sl. 1.027 225,13 184,00 230,00 SKARKOLI sl. 18.874 217,71 8,00 305,00 ÞYKKVALÚRA sl. 1.515 310,05 5,00 430,00 LANGLÚRA sl. 653 97,90 75,00 100,00 STÓRKJAFTA sl. 5 7,00 7,00 7,00 SANDKOLI 3.396 65,46 5,00 79,00 SANDKOLI 181 29,00 29,00 29,00 SKRÁPFLÚRA 1.606 54,87 5,00 65,00 SKRÁPFLÚRA 287 8,82 5,00 50,00 SÍLD ósl. 20 160,00 160,00 160,00 SV-BLAND ósl. 163 83,04 47,00 93,00 GRÁSLEPPA ósl. 1 45,00 45,00 45,00 RAUÐMAGI ósl. 63 68,73 10,00 87,00 SANDHVERFA sl. 18 685,56 650,00 715,00 HROGN/ÞORSKUR 238 68,68 49,00 110,00 KINNFISK/ÞORSKU 24 579,00 579,00 579,00 GELLURsl. 530 573,95 248,00 629,00 NÁSKATA 464 34,98 27,00 40,00 NÁSKATA 4 5,00 5.00 5,00 UNDÞORSKUR 28.499 107,18 24,00 144,00 UNDÞORSKUR 16.846 87,34 45,00 102,00 UNDÝSA 7.192 76,57 28,00 91.00 UNDÝSA 9.085 66,01 20,00 87,00 LAX sl. 1.039 263,93 100,00 330,00 FLÖK/ÞORSKUR 200 595,00 540,00 700,00 HVÍTASKATA sl. 333 29,79 5,00 36,00 LIFUR 2.023 32,00 28,00 55,00 1 206.672 131,64 Auglýsingar 569 6623 „Við fengum um 400 tonn af loðnu í tveimur hölum á föstu- daginn og laugardagmorgun- inn og erum nú inni á Jökul- fjörðum að frysta loðnu,“ sagði Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF, í samtali við Fiskifréttir í byrjun vikunn- ar er hann var spurður um veiðina á loðnumiðunum. Maron gat þess að fyrra holið hefði verið tekið í mjög erfiðu veðri. „Það er ekki óskastaðan að veiða loðnu hér. Við köstuðum í þokkalegu veðri en það versnaði snögglega þannig að við gátum ekki híft. Við toguðum þvi aðeins lengur á meðan veðrið gekk yfir en það var svo mikil loðna á ákveðnum bletti að trollið rifnaði. Við náðum aðeins 200 tonnum. Maron Björns- son, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF (Mynd: Hafþór Hreiðarsson). Ennþá meirí óvissa en í fyrra — i upphafi vetrarvertíðar á loðnu Við tókum annað tog á sama bletti og fengum 200 tonn á fimm tímum.“ Ljóst að loðnan mælist ekki á réttum tíma Maron sagði að loðnan væri ágæt til vinnslu en ómögulegt væri að segja til um ástand loðnu- stofnsins miðað við gang veið- anna til þessa. Þeir hefðu að vísu séð talsvert mikið af loðnu en að- eins á þeim bletti sem þeir voru á. Fá skip eru á miðunum og veðrið er slæmt norðaustan þeirra þannig að engir eru að leita á þeim slóðum. „Vertíðin leggst samt vel í mig að öðru leyti en því að mér sýnist að stjórn veið- anna ætli að fara nákvæmlega í sama far og í fyrra. Það tókst ekki að mæla stofninn í haust og mér sýnist að við ætlum að fara inn í þessa vertíð með jafnvel enn meiri óvissu en í fyrra. Mín skoð- un er sú að okkur takist bara ekki að mæla neina loðnu fyrr en kom- ið er langt fram í febrúar og þá er vertíðin búin. Ég held að það sé hverjum manni ljóst að ef við ætl- um að reyna að lifa á þessari grein þarf að setja fastan loðnu- kvóta og fara varlega í þeirri tölu. Það má þá auka við kvótann ef mikið magn mælist" Mátti leita betur á norðaustursvæðinu Fram kom hjá Maroni að þrátt fyrir að farið hefði verið yfir þokkalega stórt leitarsvæðið í haust hefði samt mátt gera betur. „Talsvert svæði djúpt norður og norðaustur af landinu var skilið eftir. Ég er óhress með það. Skipin höfðu sum hver nógan tíma til að halda leitinni áfram. Þau þurftu ekki að flýta sér í land. Að þessu sinni fengu leitarskipin ágæta greiðslu en hvert skip fær tvo loðnutúra fyrir viðvikið. Það er eðlilegt að greiða þeim fyrir leitina enda ekki hægt að vera hálfan mánuð á sjó og fá ekkert fyrir það. ekki ljóst hvað mátti veiða fyrr en 23. febrúar. Ég segi því að það eigi að setja strax á 500 þúsund tonna kvóta og ekki seinna en fyrir ára- mót þannig að menn geti skipulagt sig. Ég hef engar áhyggjur af loðn- unni. Þótt ekki hafi tekist að mæla stofninn er ljóst að talsvert fannst af loðnu á stóru svæði norður með Grænlandskantinum allt norður í „Ég get ekki annað séð en að farsæl- ast sé að LÍÚ taki yfir hafrannsóknir. Útgerðarmenn stóðum straum af kostnaði við smíði Árna Friðrikssonar RE á sínum tíma og við ættum alveg eins að geta annast rekstur hans.“ Vitað var að Árni Friðriksson RE og Huginn VE voru að finna loðnu norður á 70. gráðu og austur undir 22. gráðu. Það hefði því mátt leita betur á norðaustursvæðinu." 500 þús. tonna kvóta strax — Ef gefinn verður út fastur loðnukvóti hvað telur þú að hann eigi að vera stór? „Ég myndi sætta mig við um 500 tonna fastan heildarkvóta þótt það sé reyndar lægri tala en ég hef nefnt áður. Menn hljóta að sjá að þetta er nauðsynlegt vegna þess að við höfum ekki náð neinum tökum á því mæla loðnuna fyrr en í lok vertíðar. Við getum ekki horft upp á það aftur sem gerðist á síðustu vertíð þegar heilu verstöðvarnar misstu af loðnuvertíðinni. Þá var Scoresbysund. Þá tókst ekki heldur að kanna stór svæði vegna íss,“ sagði Maron. Hann benti einnig á að göngumynstur loðnunnar hefði breyst mikið eins og reyndar göngumynstur annars uppsjávar- fisks eins og síldar og kolmunna. Þessir fiskar halda sig mun norðar en áður. LÍÚ taki yfir hafrann- sóknir Maron sagði að efla þyrfti rann- sóknir og að það væri óviðunandi að bæði skip Hafrannsóknastofn- unar lægju bundin við bryggju þessa dagana. „Ég er ekki aðeins að tala um þörfina á að rannsaka loðnuna betur. Nú er til dæmis gríðarlegur uppgangur í síldinni. Við fundum fyrir þessu fyrst í fyrra en síldin virðist hafa náð sér ennþá betur á strik í ár. Við erum ekki að nýta þennan stofn eins vel og hægt er. Reyndar er það algjört slys að ekki skuli hafa verið gef- inn út viðbótarkvóti í síld. Þetta ástand er til háborinnar skammar. Ég get ekki annað séð en að far- sælast sé að LÍÚ taki yfir haf- rannsóknir. Við stóðum straum af kostnaði við smíði Árna Friðriks- sonar RE á sínum tíma og ættum alveg eins að geta annast rekstur hans.“ Fimm daga að veiða tvo síldarkvóta Maron tók fram að hann væri ekki eingöngu að tala um rann- sóknir á íslensku sumargotssíld- inni. „Norsk-íslenska síldin hefur veiðst í bland við aðra sild á ver- tíðinni. Enginn veit hvað mikið er af henni og þær litlu athuganir sem gerðar hafa verið á lönduð- um afla segja lítið. Norsk-ís- lenska síldin gæti þess vegna ver- ið í torfum utan við það svæði sem síldveiðiflotinn var á. Enginn hefur kannað þetta vegna þess að síldveiðin var meiri en nóg á tak- mörkuðum svæðum. Til dæmis voru gríðarlegir síldarflekkir á Hvalbakssvæðinu. Hjá okkur voru veiðarnar algert aukaatriði. Við gátum gengið að síldinni vísri og eyddum aðeins fimm sól- arhringum á vertíðinni til þess að veiða tvo síldarkvóta. Það þurfti ekki að hafa meira fyrir veiði- skapnum en raun ber vitni. í ljósi þess hve mikið er af síld er átak- anlegt að horfa upp á það hvernig rannsóknum á henni er hagað og veiðum stjórnað,“ sagði Maron Björnsson. Ffski FRETTIR Útgefandi: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ritstjórn: Áskrift og innheimta: Áskriftarverð fyrir hvert tölublað: Framtíðarsýn hf. Guðjón Einarsson Sími: 569 6625 Sími: 511 6622 Mýrargötu 2 101 Reykjavík gudjon@fiskifrettir.is Fax: 569 6692 Fax: 569 6692 Greitt m. greiðslukorti: 371 kr/m.vsk Greitt m. gíróseðli: 421 kr/m.vsk Skip.is - fréttavefur Fiskifrétta Ritstjórnarfulltrúi: Kjartan Stefánsson Sími: 569 6624 Eiríkur St. Eiríksson Sími: 569 6610 Fax: 569 6692 Lausasöluverð: 495 kr/m.vsk kjartan@fiskifrettir.is Fax: 569 6692 Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir Auglýsingar: Sími: 569 6623 Prentvinnsla: Gutenberg hertha@fiskifrettir.is Fax: 569 6692
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.