Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 49

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 49
48 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 49 VEIÐISKÁPUR Sigurður Magnússon, vinur og félagi Kjartans, á handvað með fulla kvippuna af eggjum. Sigurður fórst í bjarginu árið 1964. Reynir var mikill aflabátur í höndum Kjartans Sigmundssonar. Löngu seinna sökk hann í róðri undir Grænuhlíð en áður hafði Kjartan keypt Sólrúnu, þriðja og síðasta fiskibátinn sem hann gerði út. Válynd veður og naumlega sloppið Þegar Kjartan var með Sólrúnu sannaðist það eitt sinn sem oftar, að ekki verður ófeigum í hel kom- ið. Þá var Kjartan í rækjutúr innst í Djúpinu og með honum á bátnum var Þorbergur Jóhannesson frá Skarði í Skötufirði. Frost var mik- ið, líklega tíu eða tólf stig, og bremsan á spilinu virkaði ekki sem skyldi. „Við erum búnir að hífa hlerann upp og erum að taka rópinn. Við stöndum báðir við hlerann og höll- um okkur út á hann en þá hlunkast hlerinn allt í einu niður og við för- um báðir í einu á hausinn í sjóinn. Báturinn er á rólegri ferð með stýr- ið í borði eins og jafnan var gert þegar trollið var tekið inn þannig að hann fór í hring. Beggi gat synt á móti bátnum og náð sér upp, hann var ungur og hraustur, en ég var í svo þungum galla að ég komst ekki upp sjálfur en Beggi náði mér upp í bátinn." Leifar ísbjarnarins fræga minna einna helst á beinagrind af manni. Ekki eru það síst „hendurnar“ sem valda því. Reynir við bryggju í Grunnavík. „Þá var skammturinn sem mátti veiða kannski 700 kíló á dag og við fengum það stundum í einu hali. Svo stækkaði trollið smátt og smátt og veiðin var rosaieg. Þetta hélt allt áfram að stækka þangað til veiðin var eyðilögð.“ Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík - Sími 588 2600 - Fax 588 2601 vonar og vara en dýrið hreyfði sig ekki neitt.“ Bjarndýrið var geysistórt. Þeir félagar flógu björninn í fjörunni á Horni og gerðu að honum og hirtu feldinn og kjötið. Hjartað steiktu þeir og átu. „Við töldum okkur hafa heyrt að menn yrðu svo sterk- ir af því að éta bjarndýrshjarta.“ Þegar til ísaijarðar kom seldu þeir þjarndýrskjöt úr bátnum við bryggju þangað til sýslumaður lét stöðva söluna og það sem eftir var af kjötinu var gert upptækt. Yfir- völd munu hafa talið varasamt að éta kjötið og voru á kreiki einhverj- ar sögusagnir um að í Noregi hefðu menn drepist af því að éta bjarn- dýrakjöt. Beinagrindin og einhverjar aðrar rytjur af bjarndýrinu munu enn vera á sínum stað á Horni. Hramm- arnir minna á mannshendur og því var líkast að þarna lægju leifar af manneskju. „Einu sinni sem oftar fór ég með hóp frá Ferðafélagi ís- lands norður að Horni og sýndi fólkinu beinagrindina. Það hélt að þetta væru mannabein. Ég sagði konunum í hópnum að svona gæti nú stundum verið hættulegt að fara þarna um. Þær urðu alveg rosalega Handaverk Kjartans Sigmundssonar í brekkunni við Seljalandsveginn á Isaflrði: Nýsmíðuð kæna og lít- ill sumarbústaður fyrir ofan. þoka og súld. Þegar við komum inn á leguna sáum við dýr á ferli í landi. Gerðum við okkur þegar ljóst að þar væri bjarndýr á ferð. Er dýrið sá okkur tók það á rás út eft- ir bökkunum og flýttum við okkur í land og eltum það. Eftir nokkurn spöl beygði dýrið niður í fjöru og við komumst upp fyrir það. Við læddumst að því þar til við vorum komnir í um 60 metra íjarlægð. Þá hleypti Kjartan af riffli sínum og dýrið féll. Þá skutum við hinir til skelkaðar. En á eftir sagði ég þeim sannleikann. Ég man að þegar við vorum að flá framfæturna á sínum tíma, þá var þetta alveg eins og mannshandleggur með hendi.“ Heimsmet í vissri grein skotfimi? Þegar Kjartan skaut sjálfan sig í bakið á þriggja faðma færi með haglabyssu eins og áður var vikið að (hann telur sig áreiðanlega eiga Heklutindur, fyrsti báturinn sem Kjartan Sigmundsson átti og gerði út. Ekki síst þegar þess er gætt hversu mikið frostið var, þá er ljóst að hér hefúr verið um undraverða björgun að ræða. Annars segist Kjartan yfirleitt ekki hafa lent í neinu sérstöku eða neinu sérstak- lega slæmu. „A árunum á milli 1960 og 1970 var hann reyndar oft að skella á með stormi kannski á fimm mínút- um. Maður var þá oft í vandræðum að ná trollinu inn því að þetta var tekið á höndum á þeim árum. Ég var norður í Jökulfjörðum á Reyni þegar tveir rækjubátar fórust hérna í Djúpinu. Það voru einmitt stærstu bátarnir, Gullfaxi og Eiríkur Finns- son. Ég hætti við að fara vestur heldur fór inn á Lónafjörð, sem betur fór, og lagðist þar undir eyr- ina og það bjargaði okkur. Við vor- um tveir á bátnum eins og alltaf á rækjunni. Það var svo sem allt í lagi þarna inni á Lónafirði en veðr- ið var alveg rosalegt. Á leiðinni þarna inn misstum við trollið út. Það flaut út en við náðum því aftur inn.“ Atu hjartað úr birninum Isbjarnardrápið fræga átti sér stað á Horni í Hornvík árið 1963. Þá var Kjartan einu sinni sem oftar í bjargferð ásamt Trausta heitnum bróður sínum, Stíg Stígssyni frá Horni og Ole Olsen. Þeir félagar voru á bátnum Reyni og tóku land neðan við Hornbæinn og sáu þá bjarndýr snuddandi ekki allsfjarri. Þeir voru með skotvopn meðferðis og skemmst er frá því að segja, að Kjartan drap björninn á sextíu metra færi með einu skoti úr litlum kíkislausum riffli. Kúlan hitti dýrið aftan við eyrað og björninn steinlá. Kjartan segir reyndar af hógværð sinni að það hafi verið tilviljun að hann hitti svona nákvæmlega á réttan stað. í fréttaviðtali í Tímanum eftir þennan atburð segist Stíg Stígssyni þannig frá: „Leiðindaveður var, R60-25 vörulyftari þýsk hágæði í fyrsta sæti VEIAVERf R 60 - 25 vörulyftari er vel hannaður og vandaður að allri gerð. Sérútbúinnfyrirfiskvinnslu ef óskað er. Fullkomin viðgerðar og varahlutaþjónusta, tryggir lágmargs rekstrarkostnað. Þýsk gæði eins og þau gerast best. 1| JDi <XAÁX, 1994-2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.