Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 19

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 19
18 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 ÞROUNARAÐSTOÐ „Ég kom heim til íslands síðastliðinn vetur eftir tíu ára starf við þróunarverkefni á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Is- lands í sunnanverðri Afríku, þar af sjö ár í Malaví og þrjú ár í Úganda. Hvorugt landanna liggur að sjó en þau hafa samt að- gang að fiskmiðum, annars vegar í Malavívatni og hins vegar í Viktoríuvatni. Staða útvegs í þessum Iöndum er þó talsvert ólík. Hinn hefðbundi fiskimaður í Malaví er einyrki á eintrján- ingi sem stundar sjálfsþurftarveiðar, fiskar ofan í fjölskyldu / / sína og notar afganginn af aflanum í vöruskipti. I Uganda er einnig mikill fjöldi einyrkja en auk þess eru stundaðar þar at- vinnuveiðar og töluverður hluti aflans er unninn í fiskvinnslu- húsum til útflutnings á Evrópumarkað. íslenskir athafnamenn hafa nokkuð komið við sögu útvegs í Úganda á síðustu árum, bæði í fiskframleiðslu og útflutningi, svo og sölu á tæknibúnaði til fiskvinnslu,“ sagði Árni Helgason starfsmaður Þróunarsam- vinnustofnunar íslands (ÞSSÍ) í samtali við Fiskifréttir. Fiskimál fátæku Árni er fiskilíffræðingur að mennt og vann hjá Veiðimálastofn- un að námi loknu, en einnig starf- aði hann að fiskeldi og verkefnum er vörðuðu ferskvatnsfisk. Árni réði sig til ÞSSÍ árið 1994 og fór til starfa í upphafi sem fiskimálaráð- gjafi SÁDC, þróunarbandalags ríkja í syðsta hluta Afríku, með að- setur í Malaví, og síðar sem um- dæmisstjóri stofnunarinnar þar í landi og í Úganda. Nokkru fyrr hafði verið hrint af stað í Malaví allstóru þróunarverkefni sem eink- um sneri að Malavívatni, en ÞSSÍ kom að því ásamt Alþjóðabankan- um og Norræna þróunarsjóðnum. íslendingar höfðu einkum með fiskirannsóknir og rekstur rann- sóknarskipað gera og var Árni verkefnisstjóri íslenska hluta verk- efnisins um árabil. Togskip smíðuð á íslandi „Verkefnið sem stóð yfir á ár- unum 1992 til 1999 tók til allra hliða fiskimála. Malavívatn er gríðarstórt, tæplega 600 kílómetra langt og allt að 80 kílómetra breitt. Mikill fjöldi manna hefur lífsvið- urværi sitt af veiðum í vatninu. Markmiðið með verkefninu var að benda á leiðir til að hámarka það sem fæst úr auðlind vatnsins. Þró- unarsamvinnustofnun Islands vann einnig að því að bæta aðstæður í fiskimannasamfélögunum í kring- um Malavívatn með því að byggja skóla og heilsugæslustöð og sinna sjómannafræðslu og gerð sjókorta af vatninu. í tengslum við verkefn- ið voru smíðuð tvö lítil togskip í Slippstöðinni á Akureyri. Annað þeirra var rannsóknaskipið Ndunduma , sem Islendingar lögðu til, en hitt keypti malavískt fyrir- tæki með víkjandi lánum frá Nor- ræna þróunarsjóðnum til þess að stunda atvinnuveiðar á vatninu,“ segir Árni. Vannýttir fiskistofna á djúpu vatni „íslenskir fiskifræðingar önnuð- ust rannsóknir á vatninu á rann- sóknaskipinu. Þeir komust að því að sóknin í fiskinn á grunnslóð var mikil en hins vegar fundust fiski- stofnar á djúpu vatni sem ekkert höfðu verið nýttir. Jafnframt var staðfest að þessir stofnar væru aðr- ir en þeir sem héldu sig uppi við ströndina. Vandinn er hins vegar sá að Malavímenn eiga ekki skip og veiðarfæri til þess að nýta fiskinn á dýpri slóðinni ef frá er talið tog- skipið Kandwindwi sem smíðað var á íslandi. Það veiðir eingöngu á daginn og kemur ef til vill með 3-4 tonn að landi á dag. Að öðru leyti byggist að heita má öll útgerð frá Malaví á veiðum kanóa, eintrján- inga, sem einn maður eða tveir róa. Þessir bátar eru um 70 sentimetar í þvermál og 3-4 metra langir. Bát- arnir hafa farið minnkandi með ár- unum því trjáskortur er í Afríku. Áður fyrr gátu landsmenn hoggið stórt tré og gert úr því 15-20 metra langan bát sem tóku 15-20 menn. Því er ekki að heilsa lengur og því eru kanóarnir alltaf að minnka." Bannað að nota eingirnisnet Að sögn Árna er ekki vitað hversu mikill fiskur kemur úr Malavívatni en giskað á að aflinn sé 40-50 þúsund tonn á ári. Veið- — rætt við Árna Helgason að- stoðarframkvæmdarstjóra Þróunarsamvinnustofnunar íslands, sem unnið hefur við þróunarstörf í sunnanverðri Afríku síðustu 10 árin arnar eru stundaðar með lagnetum og handfærum. Bannað er að nota eingirnisnet og aðeins leyft að nota íjölgirnisnet eins og gömlu þorska- netin voru. Þetta er þáttur í íhalds- samri fiskveiðistefnu sem gengur út á að nota ekki of öflug veiðar- færi. Að auki eru nokkuð um veið- ar með ádráttarnetum með strönd- um fram og kastnetum sem kastað er frá bátum. Aflinn er í samræmi við veiðarfærin, bátarnir koma að landi eftir daginn eða nóttina með örfá kíló af fiski sem nægir fyrir ljölskyldu fiskimannsins. Ef ein- hver afgangur er má nota hann til vöruskipta. Kafari snurpar Að undanskildum 2-3 togbátum sem veiða með botntrolli á djúpslóð er eina undantekningin frá þessum hefðbundnu veiðum útgerð svokallaðra plankabáta en það eru flatbytnur byggðar úr tveggja tommu plönkum sem lagð- ir eru hver ofan á annan. Þessir bát- ar eru með litlum dísilvélum og stunda annað hvort tvílemb- Bátasmíði í Malaví. ingsveiðar með litlum trollum eða veiðar með nót. Aflinn er smáfisk- ur á stærð við hornsíli sem heitir usipa, torfufiskur sem heldur sig við yfirborðið. Bátarnir laða hann til sín með ljósum á nóttunni, leggja kringum hann nót og síðan fer kafari niður og snurpar. Þessar veiðar komast næst því að teljast atvinnuveiðar í Malaví en aðeins 10-15 útgerðir hafa leyfi til að stunda þær. Engin fiskvinnsla er í Malaví í okkar skilningi þess orðs. Eina verkunin sem eitthvað kveður að er sólþurrkun en þannig er t.d. smá- fiskurinn usipa verkaður. Að auki er svolítið um reykingu og söltun. Obbinn af fiskinum sem veiðist í vatninu er smávaxinn. Alls búa 12 milljónir manna í Malaví, þar af 200-300 þúsund í fiskimannasamfélögum. Fiski- FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 19 Texti: Guðjón Einarsson Myndir: Árni Helgason menn eru taldir vera í kringum 30 þúsund talsins. Lítið vitað um veiðiálag - Hvað er vitað um veiðiþol fiskistofna í vatninu? „Það er ekkert vitað með vissu, en yfirleitt er það svo í löndum á þessu svæði að á grunnu vatni er jafnan yfirálag á fiskistofnunum en á dýpra vatni er lítið veitt. Miðað við stærðina á vatninu liggur vandinn fremur í veiðimynstrinu en heildará- laginu. Vísbendingar eru um að sumir fiskistofnar á ákveðnum svæðum séu ofveiddir. Stjómvöld hafa hins vegar ekki tök á því að stýra veiðunum. Sjáist menn með ó- lögleg veiðarfæri er kannski tekið á því en það segir sig sjálft að þegar þúsundir báta fara út á hverjum degi verður eftirlitið ekki mikið.“ Hefðbundinn fiskibát- ur á Viktoríuvatni. Kerfið vanmáttugt - Er ástœða til að œtla að rann- sóknir Islendinga á vatninu verði nýttar? „Ég á von á því að sá dagur komi að farið verði að huga að öfl- ugri nýtingu á fiskinum í vatninu. Þá munu upplýsingarnar sem feng- ist hafa með rannsóknunum koma að gagni, bæði hvað varðar stýr- ingu veiðanna og hvað veiðanlegt sé. Sem stendur hefur hins vegar ó- sköp lítið gerst. Þegar við byrjuð- um að starfa í Malaví var þar ein- ræðisstjórn Hastings Banda. Stjórnsýslan var í fostum skorðum og járnagi ríkti. Á síðustu árum, eftir að lýðræðislegu fjölflokka- kerfi var komið á 1994, losnaði um hlutina í nýfengnu frelsi, aginn minnkaði og stjórnsýslan molnað mjög mikið niður. Pólitíkin er rugl- ingsleg og spilling er ríkjandi. Margir vel þjálfaðir starfsmenn hafa horfið á braut úr stofnunum og ráðuneytum og óvant fólk tekið við. Kerfið er þar af leiðandi van- máttugt til þess að koma hreyfingu á hlutina. Þar að auki er landið gjörsamlega á kúpunni og algjör- lega háð þróunaraðstoð erlendis frá.“ #4Tóbaksverð hrapar #lAð sögn Árna er Malaví eitt af allra fátækustu löndum heims, nánar tiltekið í 165. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir 177 fá- tækustu ríki í heiminum. Landið er um 100 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli eða um fimmtungi minna en Island. Um 25 þúsund ferkílómetrar fara undir vatnið þannig að eftir er 75 þúsund fer- kílómetra land þar sem 12 milljón- ir manna búa. Malaví er því þétt- býlt. Þar eru engar umtalsverðar auðlindir, að fiskinum í vatninu frátöldum, og þótt jarðvegurinn sé að ýmsu leyti góður til ræktunar er hann næringarsnauður og þarf mikla áburðargjöf. íbúarnir rækta fyrst og fremst maís fyrir sig sjálfa, en meginútflutningsframleiðslan hefur ávallt verið og er enn í dag tóbak. Vandinn er hins vegar sá að tóbaksverð hefur verið að hrapa ár eftir ár vegna samdráttar í eftir- spurn. Bara á þeim tíma sem ég var í landinu lækkaði kílóverð á tóbaki niður í aðeins 20% af því sem það var 5-6 árum fyrr. Tóbak er að fara úr tísku og Malavíbúar súpa seyðið af því. Efnahagur landsins er afar bágborinn eins og áður sagði og möguleikarnir takmarkaðir. Það er helst að fiskurinn í vatninu geti gefið meira en hann gerir nú.“ Tók þrjá til fjóra dag að hringja Árni var inntur eftir umskiptun- um við það að flytjast frá íslandi til eins fátækasta lands í heimi. „Jú, auðvitað voru þetta mikil umskipti en mér leið ákafle^a vel í Malaví og reyndar líka í Úganda siðar. Það var almennt mjög auðvelt Malavíbátarn- ir tveir sem smíðaðir voru á Islandi, ann- ar til fiski- rannsókna en hinn til al- mennra veiða. Rannsóknir ís- lenskra fiski- fræðinga á vatninu leiddu í ljós að á djúpu vatni væri að finna ónýtta fiski- stofna. (Mynd: Stefán Þórar- insson). Konur að selja eldivið. Malaví er í 165. sæti á lista Sameinuðu þjóð- anna yfir 177 fátækustu ríki heims. að vinna með Malövum og tiltölu- lega auðvelt að nálgast þá. Hins vegar gátu hlutir sem þykja sjálf- sagðir á Islandi verið æði snúnir þarna suður frá. Eins og til dæmis að hringja. Fyrsta árið sem ég var í Malaví kom það fyrir að ég þurfti að bíða í 3-4 daga eftir að fá afgreitt símtal til Islands. Oft á tíðum var þetta vegna þess að alþjóðasímakerfið hreinlega lokaði á Malaví vegna þess að reikningurinn hafði ekki verið borgaður. Einnig kom það iðulega fyrir að raf- magnið fór af lang- tímum saman. Lengsta rafmagns- lausa tímabilið sem ég bjó við var fimm vikur samfellt. Raf- línurnar inn í höf- uðborgina biluðu. Engir varahlutir voru til og engir peningar til að kaupa þá. Svo menn sátu bara og biðu í svartri borg í fimm vikur þar til úr rættist.“ Skortur á neysluvörum „Fólk sem starfar á vegum þró- unarstofnana býr almennt við miklu mciri forréttindi og öryggi en hinn almenni borgari í viðkomandi lönd- um. Hins vegar er auðvitað allt miklu fábrotnara en við eigum að venjast. Það gildir um matarúrval eins og annað. Sem dæmi get ég nefnt að íyrsta daginn sem ég kom til Malaví fór ég í kjörbúð til þess að kaupa inn til heimilisins. Þetta var býsna stór búð en í 20 metra löng- um hillum beggja vegna gangsins var eingöngu gróft salt. Þar að auki var til svolítið af sápu og eitthvað af brauði. Sennilega hafa ekki verið nema 50 vöruteg- undir i þessari stóru verslun. Það var gjarnan sagt að ef maður sæi eitthvað sem maður þyrfti væri rétt að kaupa mikið af því, vegna þess að það yrði ör- ugglega ekki til næst þegar maður ætlaði að kaupa það. Svona var ástandið þegar ég kom fyrst til Malaví en það hefur gjörbreyst síðan. Þá má nefna að þarna er allur matur ferskur því ætli menn t.d. að kaupa kjúkling fá þeir hann á fæti og slátra honum ekki fyrr en hann fer í pottinn. Að þessu leyti eru hinar svokölluðu þróunarþjóðir komnar lengra en við í geymslu matvæla!“ Malaría viðvarandi sjúkdómur Árni segir að það komi tiltölu- lega fljótt í ljós hvort fólk sem ræð- ur sig til þróunarstarfa í Afríku eða annars staðar geti sætt sig við þær aðstæður sem þar er boðið upp á eða ekki. „Annað hvort getur fólk þetta eða ekki. I Malaví herja til dæmis margvíslegir sjúkdómar og læknis- þjónusta er takmörkuð. Ef menn fá eitthvað alvarlegra en hefðbundna kveisu þarf að leita út fyrir landið, t.d. til Suður Afríku og geta liðið 1- 2 sólarhringar áður en fólk kemst á viðunandi sjúkrahús. Malaría er t.d. hættulegur sjúkdómur sem er algengur í Malaví, en til staðar eru góð lyf bæði til forvarna og með- ferðar ef fólk veikist. Ef brugðist er við á réttan hátt og nógu snemma er algengast að veikin gangi yfir á nokkrum dögum. Ég hef sjálfur fengið malaríu án nokkurra frekari eftirkasta að ég finn, en kannski þarf maður að spyrja að leikslok- um. Ég var með litla krakka úti í Malaví, allt niður í 14 mánaða gamla, en ég man ekki eftir þvi að þeir fengju nokkru sinni sjúkdóma eða sýkingar. Islenskir þróunar- starfsmenn hafa yfirleitt verið afar heppnir að þessu leyti, en þó urð- um við fyrir hörmulegum missi fyrir nokkrum árum þegar einn starfsmanna okkar lést eftir að hafa veikst alvarlega við störf í Afríku." Ekki hættulegra en annars staðar „Maður er stundum spurður hvort því fylgi almennt öryggisleysi að búa í löndum eins og Malaví en ég fann ekki fyrir því. í Malaví hef- ur reyndar ekki verið stríð en þar er náttúrlega bæði rænt og ruplað eins og annarsstaðar í heiminum. Á þeim sjö árum sem ég bjó í landinu var fjórum sinnum bortist inn hjá mér meðan við sváfum og öllu stolið úr stofunni. Slíkt er auðvitað bæði ergilegt og svolítið áhyggju- efni en samt hluti af þeim veruleika sem við búum við. Um hættuna á því að verða fyrir árásum gildir það sama þar og annars staðar, — mað- ur á að halda sig frá ákveðnum stöð- um á ákveðnum tímum, rétt eins og í Reykjavík. Ef menn haga sér í samræmi við aðstæður kemur yfir- leitt ekkert fyrir þá. Það er svo aftur annað mál að Malaví er þéttbýlt land og það er „Tóbak er að fara úr tísku og Malavíbúar súpa seyðið af því. Það er helst að fiskur- inn i vatninu geti gefið meira en hann nú gerir“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.