Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 34

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 34
34 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 LUÐUVEIÐAR AMERIKUMANNA Þingeyri um 1885. Árið 1886 varð staðurinn miðstöð fyrir amerísku lúðuveiðimennina. Gramsverslunin var í stærsta húsinu fyrir miðri mynd- inni. (Mynd: Úr árbók Ferðafélags íslands árið 1999). mætti horfa um of á það sem mið- ur þótti hafa farið í samskiptum Is- lendinga og amerísku lúðuveiði- mannanna. „Fjöldi Islendinga var með þeim til sjós, lærði margt af þeim í sjómennsku og bar þeim vel söguna. Margar frásagnir íslenskra sjómanna af veru þeirra um borð í amerísku skonnortunum bera vitni um það. Verður þeim mjög tíðrætt um mataræði og þrifnað. I fyrstu voru íslensku sjómennirnir alveg gáttaðir þegar þeir komu um borð. Fannst þeim sem þeir sætu í stór- veislu daglega. Haft er eftir Þor- valdi Þorvaldssyni í bókinni Frá ystu nesjum I, sem Gils Guð- mundsson ritaði, að landanum hafi, eins og það er orðað, þótt það nokkuð hart fyrst í stað að mega ekki vaða um hásetaklefann slor- ugur upp fyrir haus og hafa ekki einu sinni leyfi til að hrækja á gólf- ið! En þetta vandist og þótti mörg- um gott að búa við snyrtimennsku þegar frá leið.“ Innleiddu gúmmístígvélin Ein af athyglisverðustu nýjung- unum sem amerísku lúðuveiðar- arnir innleiddu á Vestfjörðum voru gúmmístígvél. Valdimar sagðist ekki hafa kannað það sérstaklega hvenær Islendingar yfirleitt hefðu kynnst þessum þarfa fótabúnaði en hann fullyrti að þarna hefðu Dýr- firðingar í fyrsta sinn frá því á landnámsöld haft möguleika á því að ganga þurrum fótum um mýrar og móa. „Gúmmístígvélin voru al- gjör bylting enda voru þau dýrmæt eign hvers og eins. Þetta má sjá i skjölum þar sem verið er að gera upp dánarbú fólks. Þá voru gúmmístígvél til dæmis seld á sama verði og harmóníka. Fyrir utan stígvélin seldu Ameríkumenn íslendingum einnig sjóstakka og sjóhatta. Það var líka mikil bylting að losna við skinnsauminn til sjós.“ Rífleg árslaun á einum mánuði Fram kom hjá Valdimar að ís- lendingar og þá einkum Dýrfirð- ingar hefðu haft umtalsverðar tekj- ur af veru Ameríkumanna hér. Kanarnir voru vel stæðir. Þeir versluðu mikið hjá Gram og voru ósínkir á peninga. Þeir héldu einnig uppi hótelinu. Jafnframt keyptu þeir talsverða þjónustu. Vit- að er að konur tóku föt af þeim í þvott. Síðast en ekki síst greiddu þeir há laun til Islendinga sem voru hjá þeim um borð. „Mér er ekki kunnugt um heimildir sem greina frá ráðningu Islendinga í skiprúm hjá Könum fyrr en kemur fram á árið 1889. Vera kann að einhverjir íslendingar hafi verið ráðnir fyrr. íslensku sjómennirnir fengu ýmist 100 krónur á mánuði eða 100 doll- ara yfir sumarið en það samsvaraði 360 íslenskum krónum. Auk þess fengu menn frí hlífðarfot og fleira. Talið er að árskaup karla í vist hafi verið 40-60 krónur um þessar Flyðra hékk á hverju járni — frásögn af ævintýralegum afla hjá amerískum lúðuveiðimönnum á Diego-blettinum Aflinn hjá amerísku lúðuveiðimönnunum gat oft orðið ævintýra- legur. Um það má víða finna frásagnir. Einna skemmtilegustu lýs- ingu á þessu er að finna í kaflanum „Á sprökuveiðum“ í bókinni Frá ystu nesjum I eftir Gils Guðmundsson. Eru þar rakin brot úr end- urminningum Þorvalds Þorvaldssonar sem getið er um í viðtalinu við Valdimar Gíslason hér að framan. í upphafi kaflans er sagt frá því að Þorvaldi stóð til boða að fara með Ameríkumönnum á fyrstu árum þeirra hér en hann hafði ekki tök á því að þiggja það þá. Síðan segir: „Ekki leið á löngu uns Þorvaldur átti eftir að hafa nánari kynni af Ameríku- mönnum. Vorið 1889 var hann orðinn vinnumaður hjá Olafi Guðmundssyni bónda í Hólum í Dýrafirði. Fyrsta ameríska skonnortan sem það vor sigldi inn á Dýraíjörð hér „Concord", og var skipstjórinn John Diego, sá hinn sami og komið hafði inn á Bolungarvík nokkrum árum áður. Nú var heppnin með Þorvaldi. Hann var frískur og fær og hús- bóndi hans vildi fyrir alla muni koma honum í skiprúm hjá Kön- um. Þetta tókst líka vafninga- laust. Þorvaldur var ráðinn sem há- seti hjá Diego og sigldi nú út til sprökuveiða í fyrsta sinn.“ Hæfileg hleðsla 10-12 sprökur Þorvaldur getur þess að lúðu- veiðum Ameríkumanna sé mjög vel lýst í grein Lúðvíks Kristjáns- sonar í Ægi sem stuðst er við hér að framan. Því sleppum við hér að endursegja frásögn Þorvaldar af veiðiaðferðinni að öðru leyti en því að árétta hér hvernig drættinum var hagað. Af því má ráða hversu gíf- urlegur aflinn var í frásögninni hér að neðan: „Þegar spraka var á lóð- inni lét dráttarmaðurinn hana eiga sig, því það heyrði undir þann, sem í skutnum var, að ráða niðurlögum hennar. Rotaði hann sprökuna ut- anborðs með dálítilli trékylfu, greip síðan ífæruna og kippti veið- inni inn í bátinn. Hæfilega hleðslu í doríu töldu menn 10-12 fullvaxn- ar sprökur (100-150 kg) auk smá- sprekis og annars fisks, sem alltaf var nokkur. Oft kom það fyrir, þeg- ar aflahrotur voru, að doríurnar voru orðnar hlaðnar áður en drætt- inum lauk. Var þá tví- og þríróið til sömu línunnar, og þótti slíkt ágæt veiði.“ Annálaður afli Hefst þá lýsing Gils á aflahrot- unni miklu: „Eins og áður er getið, var Þorvaldur Þorvaldsson nú orð- inn háseti hjá John Diego. Fyrstu vikurnar, sem þeir voru á veiðum, reyndu þeir á ýmsum stöðum, en afli var mjög tregur. Síðari hluta fimmtudags í vikunni fyrir hvíta- sunnu lögðust þeir norður á Djúp- álskanti á 90 faðma vatni. Tóku þeir þegar að beita línur sínar og lögðu um nóttina. Á föstudaginn var afli ágætur. Hver doría tví- og þríhlóð, svo nú urðu menn að láta hendur standa fram úr ermum. Síð- ari hluta laugardags var lagt í ann- að sinn. Veður mátti heita gott, dá- lítill austan andvari, en bára engin. Legið var yfir í tæpar þrjár klukku- stundir. Þegar farið var að draga línuna þessa aðfaranótt hvíta- sunnudags, hófst sú örasta og ó- hemjulegasta veiði, sem Þorvaldur vissi nokkru sinni dæmi til, enda var afli þessi annálaður meðal allra sprökuveiðara, í langan tíma á eft- ir. Með blettum var mergðin svo mikil, að flyðra hékk næstum því á hverju járni. Sem dæmi þess, hver gífurlegur aflinn var, má nefna það, að ein dorían var búin að hlaða þegar hún hafði dregið fyrsta snær- ið, en á því voru 18 önglar! Er nú ekki að orðlengja það, að þarna fylltu doríurnar sig hvað eftir ann- að, sumar jafnvel sex sinnum áður en búið var að draga línuna á enda. Klukkan tólf á hvítasunnudag voru allir komnir að. Þá var skemmtilegt um að litast á „Concord“. Allt þil- farið fullt stafna á milli, og hver doría hlaðin af bráðfeitri, fagur- gljáandi spröku.“ Diego-blettur Frásögn Gils heldur hér áfram: „Var nú tekið til óspilltra mál- anna við að gera til aflann og koma honum í salt. Meðan á því stóð spilltist veðrið. Var þá tekið til segla og haldið inn á Dýra- fjörð. Voru flestir orðnir þreyttir og syfjaðir, þegar þessari hrotu lauk, enda hafði vel verið unnið, því búið var að afla um þriðjung í skútuna. Rafabeltin ein af sprökum þeim, sem veiddust þessa tvo daga, fylltu 27 tunnur. Síðar fór Diego oft á þennan stað, og aflaði stundum ágætlega, þótt aldrei yrði veiðin neitt svipuð og í þetta skipti. Staðurinn sá, þar sem hinn mikli afli fékkst, var upp frá því nefndur eftir Diego skipstjóra og kallaður Diego- blettur. Man Þorvaldur ennþá eft- ir miðinu, eins glöggt og þessir atburðir hefðu skeð í gær. Djúp- miðið var rétt ljóst Hornbjarg, en norðurmið Ostindurinn í Bolung- arvík að koma fram undan Stiga- hlíð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.