Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 27

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 27
FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 27 j NV- -/-Nh % / é % | Áhöfn Helgu ÞH á Siglufirði árið 1959. Myndin er frá fyrstu árum Snorra í skipamyndatökum. líflegar myndir af skipum. Síðan er sér flokkur fyrir skip sem ekki eru fiskiskip. Þar eru flutningaskip, gömul skemmtiferðaskip, strand- ferðaskip, fragtskip, hvalveiðiskip og önnur sem hafa siglt framhjá á meðan beðið var eftir fiskiskipun- um. Það er því nær öll flóran á vefnum.“ Hægt að panta á vefnum Vefurinn er þannig uppbyggður að hægt er að skoða myndirnar á honum. Fólk getur síðan tekið upp nafn og númer og sent tölvupóst til baka með pöntun ef það vill fá keypta mynd. Ekki er hægt að greiða fyrir myndirnar með greiðslukorti beint í gegnum vef- inn enn sem komið er, en líklegt er að það verði síðar. Þó að skipa- myndirnar séu margar á vefsíð- unni snorrason.is, þá eru þær þó aðeins fjórðungur af þeim mynda- fjölda sem þar er að finna. Mynd- irnar eru af ýmsum öðrum toga. Þar er um að ræða mjög fölbreytt myndefni úr söfnum Snorra og Hauks. Má þar m.a. nefna flug- myndasafn Snorra sem spannar 60 ára tímabil. Úr ýmsum áttum Auk skipamynda sem Snorri og Haukur hafa sjálfir tekið, þá eru þarna líka komnar inn myndir sem Snorri er búinn að viða að sér í gegnum tíðina úr ýmsum áttum. „Þarna eru myndir alveg frá 1924. Til dæmis myndir af gömlu Foss- unum við bryggju á ísafirði og myndir af fleiri gömlum skipum,“ sagði Snorri. „Síðan hef ég viðað að mér ýmsum öðrum myndum úr sjávarútveginum, t.d. öllum síðu- togurunum. Þótt á vefnum sé fyrst og fremst að finna fiskiskip eins og áður er komið fram hefur ég myndað mörg önnur íslensk og er- lend skip í leiðinni eins og geng- Byrjaði að mynda 1959 „Ég byrjaði að mynda skipin árið 1959 og er enn að. Haukur hefur svo komið inn í þetta sein- ustu árin enda atvinnumaður í ljós- myndun. Hann hefur hjálpað mér við þetta, gagnrýnt og oft lagað smávegis til hjá mér, og hann er þó prímus mótor í þessum tölvumál- um, „ sagði Snorri og bætti því við að flugið hefði mikið hjálpað sér í gegnum tíðina við öflun skipa- mynda víða um land. Myndaði hann t.d. mikið þegar hann flaug Douglas vélum Flugfélags íslands sem oft voru leigðar til gæsluflugs, m.a. í fyrsta þorskastríðinu. „Þetta var oft á tíðum mjög áhugavert og skemmtilegt. Þá myndaði ég tölu- vert bresku togarana. Eitt sinn náði ég líka skemmtilegum myndum af Færeyingum á tveim skútum að veiðum við Kolbeinsey. Þeir voru fyrir innan landhelgislínu, en við náðum engu radiosambandi við þá. Þá tókum við það til bragðs að fljúga fram og aftur við hliðina á þeim til að reka þá útfyrir. í gegn- um tíðina hefur það verið mjög áhugavert og skemmtilegt að kynn- ast sjómönnum og útgerðarmönn- um í gegnum ljósmyndunina. Ég held enn áfram að mynda skip, þótt lítil hreyfing sé orðin á þessu síð- ustu árin og hingað komi aðeins eitt og eitt nýtt skip á stangli. Síð- ast vorum við að mynd færeysku togarana tvo sem smíðaðir voru hjá Ósey í Hafnarfirði og Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Safnið sem er á vefnum er bæði í svart/hvítu og lit. Samt tek ég enn mikið af svart/hvítum myndum, - þær end- ast betur,“ sagði Snorri Snorrason. Fiski FRETTIR Þessa mynd festi Snorri á filmu af Skúmi GK 22 í innsiglingunni í Grindavík árið 1986. Vilhelm Þorsteinsson EA kemur nýr til landsins. Þessa mynd tók Haukur Snorrason. FRYSTI& KÆLIÞJÓNUSTAN Eigum á lager SflBROE, DORIN og COPELAND vélar Vagnhöfða 10 • Sími 567 3175 • Fax 587 1226 GSM 897 5740 • 897 5741 • 897 5742 • frysti@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.