Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 15

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 15
FISKIFRETTIR 17. desember 2004 15 Fyrsti Halldór Sigurðsson ÍS-14. Halldór Sigurðsson IS-14, annar báturinn með því nafni. Núverandi Halldór Sigurðsson ÍS-14, þriðji og hugsanlega síðasti báturinn með því nafni. faldlega ekki upp á þessum stað. Bæði var vont að fá hráefni og svo voru ægilegar lægðir í hörpudisk- inum. Þegar við byrjuðum í hon- um, þá seldist ekki neitt á annað ár. En við vorum alltaf að basla þarna eitthvað því að hrefnuveiðarnar áttu að hefjast aftur eftir fjögur ár, sagði þáverandi sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgrímsson. Það var reyndar Halldóri Ás- grímssyni að þakka að við stofnuð- um Félag hrefnuveiðimanna. Hann stakk upp á því til þess að hann gæti verið í formlegu sambandi við einhverja ákveðna menn út af þess- um málum. Við höfum alla tíð ver- ið í sambandi við ríkisstjórnina hverju sinni. I félaginu eru sjö að- ilar sem voru við veiðar þegar þeim var hætt. Tveir vildu ekki vera með en hinir hafa allir verið í félaginu síðan.“ Konráð hefur verið formaður Félags hrefnuveiðimanna frá upp- hafi. „Já, þeir eru ekki búnir að reka mig enn“, segir hann. „Það hlýtur nú að koma að því.“ Rækjuveiðar 1 Djúpi úr sögunni? „Ég hef ekki trú á því, eins og núna horfir, að ég eigi eftir að veiða rækju meira. Við Óli byrjuð- um að veiða rækju strax árið 1970. Fengum bátinn 1969 og fórum á snurvoð um haustið. Eftir áramótin fengum við leyfi á rækjuna. Þá var rækja inn um allt ísaljarðardjúp og út um allt og rækjubátarnir hérna taldir í tugum. En síðan hefur þetta alltaf smátt og smátt verið að drag- ast saman. Veiðisvæðið alltaf minnkað jafnt og þétt.“ Þegar Konráð er spurður hver á- stæðan fyrir rækjubrestinum sé að hans mati segir hann að því sé væntanlega ekki auðsvarað. „Við skulum byrja á einum ákveðnum firði í ísaljarðardjúpi, Álftafirði. Ætli það hafi ekki verið 1959 sem rækjan þar hverfur. Þar höfðu rækjubátarnir áður verið að veið- um á hverjum degi. Það hefur aldrei fengist rækja í Álftafirði síðan. Svo hverfur hún líka í Seyð- isfirði. Kannski að það hafi nú samt einhvern tímann fengist rækja þar síðan. Svo fer hún að minnka í Skötufirði og hverfur bæði í Mjóafirði og inni í ísafirði. Síðan hverfur hún inni á Borgar- eyjarsvæðinu. I utanverðu Djúp- inu. í Jökulfjörðunum. Það er svo skrítið að það var engin rækjuveiði í Jökulfjörðum hér á árum áður. Ég var með Pétri Geir Helgasyni haustið 1969, minnir mig, þegar hann fann rækj- una í Jökulfjörðunum. Við vorum að koma innan úr Hrafnfirði og höfðum ekki fengið eina rækju. Þar hafði veiðst rækja í gamla daga. Svo segir Pétur Geir um kvöldið þegar komið var myrkur: Það er best að kasta hérna fyrir innan Gat- hamarinn og prófa eitt hal. Við fengum eitthvað milli tvö og þrjú tonn um nóttina og allt í myrkri. Síðan var rækja veidd þar alveg þangað til hún hvarf. Rækju er ekki hægt að geyma í sjónum ef það er mikill fiskur. Það virðist vera alveg á hreinu. En ég er hræddur um að menn hafi veitt of mikið líka. Það var aldrei fiskur í Álftafirðinum fyrr en núna. Ekki heldur inni í ísafirði fyrr en núna. Aldrei í Mjóafirði. Þar sem ekki var neinn fiskur, þar held ég að rækjan hafi verið veidd upp. Ég hef það á tilfinningunni að þegar rækjumassinn er kominn niður fyr- „Þetta er nú bara grobbmynd“, segir Konni. „Hún var tekin eftir að ég var svo lánsamur að vinna tvær skíða- göngur í röð í mín- um aldursflokki, Fossavatnsgönguna og Harðargönguna.“ ir eitthvað ákveðið, þá sé eins og hann nái sér ekki upp aftur. Menn segja mér að rækja hafi náð sér upp aftur á ákveðnum svæðum í Djúp- inu hér áður. En þá voru allt önnur veiðarfæri og allt önnur tæki og tækni en í dag. Núna vegur bara einn hleri hálft tonn. Þú sérð í tækj- unum hvert einasta kvikindi sem fer inn í trollið. Ef þú siglir yfir einhvern massa af rækju, þá sérðu það í tækjunum uppi í brú. Þá ferðu bara rétt fram fyrir, snýrð við og kastar á kösina. I gamla daga tog- aði maður langar leiðir og vissi ekkert hvað kom í trollið. Núna er svo auðvelt og þægilegt að klára allt. En ég held að þetta vinni saman, veiðarnar og fiskurinn. Ef mikið er af fiski, þá verður bara að gera upp við sig hvort það eigi að veiða rækjuna eða láta fiskinn éta hana. Og núna er fiskur alls staðar. Sjór- inn hlýnar og ég er ekki bjartsýnn varðandi framtíðina í rækjunni." Æðarfuglinn í Þernuvík Halldór Sigurðsson IS-14, hinn þriðji í röðinni og hugsanlega sá síðasti, liggur bundinn í ísaljarðar- höfn í vetur. Hrefnu-Konni, eða jafnvel Rækju-Konni, eða einfald- lega Konni Eggerts, er heima og bregður sér á gönguskíði helst á hverjum degi. Guðmundur Kon- ráðsson, sem á bátinn með pabba sínum og hefur verið með honum á rækjunni, er kominn á togarann Stefni hjá Hraðfrystihúsinu-Gunn- vöru. „Já, það er ekki bjartara yfir þessu en þetta“, segir Konráð. „Við ætluðum að selja bátinn í haust og hætta formlega en hættum við það á síðustu stundu og ákváðum sjá aðeins til hvað verður úr þessu.“ Framhald á bls. 17 /atfid a//l is Box 1517-121 Reykjavík Sími: 552 9844 • Fax: 562 9840 LÖNDUN EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.