Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 17

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 17
FISKIFRETTIR 17. desember 2004 17 VEIÐAR Framhald af bls. 15 A B Y R G Ð O R Y G G I T R A U S T En það er ein útgerðin, ef útgerð skal kalla, sem Konráð Eggertsson er að minnsta kosti ekki hættur með. Það er æðarræktin í sum- arparadís hans og fjölskyldunnar inni í Þernuvík við Djúp. Snemm- sumars má sjá Hrefnu-Konna rölta þar í móunum með halarófu af æð- arungum á eftir sér. Líkt og barna- börn Konráðs Eggertssonar þekkja kollurnar í Þernuvík og ungarnir þeirra hvaða hlýja og nærfærni býr innra með þessum hvatvísa og stundum dálítið hávaðasama og hrjúfa vestfirska sjóara. „Við tökum alltaf á móti því sem kemur og vill verpa. Fyrsta kollan verpti hjá mér inni í Þernuvík tveggja ára gömul árið 1991 og verpir enn. Hefur komið og orpið á hverju ári. Það er alltaf verið að segja að æðarkollurnar verpi helst alltaf í sama hreiðrið en við erum alveg búin að afsanna það. Hugs- anlega verpa þær tvisvar í sama hreiðrið en yfirleitt alltaf færa þær sig, kannski um tuttugu þrjátíu metra í hvert skipti. En eru alltaf á sama svæðinu. Sumar færa sig að- eins lengra. Það er ein sem verpir kannski alveg uppi við bústað eitt árið en niðri á nesi árið eftir. Þetta sjáum við af því að við merkjum þær allar og fylgjumst með hvar þær verpa. Elsta kollan okkar er svo spök að þó að hún heyri að við séum að koma labbandi, þá lítur hún ekki við. Við getum gengið að henni hvenær sem er og tekið hana upp og gert við hana hvað sem okkur sýnist. Hún treystir okkur fullkomlega.“ Það mildast allir með árunum ... Það er eins og Konráð Eggerts- son sé orðinn dálítið mildari með árunum þótt enn sé hann manna hvatlegastur í öllu fasi. „Já, maður er nú orðinn heldur rólegri en áður var. Þar hjálpast líklega ýmislegt að. Kannski einhver vottur af skyn- semi. Þegar ég var skipstjóri á Hrönninni var bara farið á sjóinn í hverju sem var og ekki spáð í neitt annað en að fiska. Svo var kominn kvóti á alla veiði. Það kom snemma kvóti á rækjuna í Djúpinu og eftir það sóttu menn ekki eins grimmt. Það voru ekki allir sáttir við þetta í byrjun en ég held að mönnum hafi líkað það vel þegar frá leið.“ Og það er líka eins og Konni sé allur orðinn hógværari í málflutn- ingi. Skammirnar frá honum í garð stjómvalda út af hvalveiðibanninu óma ekki lengur um land allt á sama hátt og áður, með eða án út- varps. Konráð hlær þegar á þetta er minnst og segir. „Það mildast allir með árunum og setja hlutina kannski svolítið öðruvísi frá sér.“ Og svo fer hann að tygja sig til að „vinglast eitthvað" á skíðunum. Texti: Hlynur Þór Magnússon Meöan þið sinniö ykkar starfi... erum við til þjónustu reiðubúin - Þú getur treyst því! Flskl FRETTIR Áskríft Auglýsingar 569 6622 569 6623 Ritstjórn 569 6625
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.