Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 25

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 25
FISKIFRETTIR 17. desember 2004 25 FRÉTTIR Dísilverkstæði Framtaks-Blossa: Viðurkennt þjónustu- verkstæði fyrir BOSCH Dísilverkstæði Framtaks-Blossa var nýlega viðurkennt sem sér- hæft þjónustuverkstæði „BOSCH Diesel Center“ fyrir allar gerðir eldsneytiskerfa sem framleidd eru af BOSCH. Framtak-Blossi er eina verkstæðið á Islandi sem hefur hlotið þessa viðurkenningu í dag, að því er Kristján Hermannsson hjá sölu- og markaðsdeild Framtaks sagði í samtali við Fiskifréttir. Kristján sagði að Framtak- Blossi hefði nýlega tekið að sér þjónustuhliðina fyrir BOSCH fyrir dísilþjónustu á íslandi en Bílanaust væri eftir sem áður umboðsaðili. Settur hefur verið upp nýr og full- kominn tækjabúnaður á verkstæði Framtaks-Blossa, þar með er talinn nýr stillibekkur fyrir allar gerðir af BOSCH eldsneytiskerfum fyrir dísilvélar, ásamt búnaði til bilana- greiningar. Allt þetta krefst mikill- ar þjálfunar starfsmanna. Ný tækni í eldsneytiskerfum „Common Rail“ er verulega frábrugðin eldri kerfum og menn þurfa nú að til- einka sér sífellt aukna notkun raf- og tölvustýringa. Tæknistjóri BOSCH í Skandinavíu, Steen Ki- elstrup, kom fyrir skömmu til ís- lands til að taka út verkstæði Fram- taks-Blossa og kenna starfsmönn- um á hinn nýja stillibekk. Kristján sagði að um 50% allra nýrra einkabíla í Evrópu væru dísilbílar og um 95% nýrra at- vinnubíla. Dísilbílum ætti örugg- lega eftir að fjölga hér á landi. Ný tækni í eldsneytiskerfum dísilvéla hefur einnig rutt sér til rúms í vél- um sem tengjasta sjávarútvegi, bæði vélum fyrir báta og skip sem og fyrir vinnuvélar. Færeyski kvótinn í rússneskrí lögsögu: Dregst saman um 2000 tonn Gengið hefur verið frá tvíhliða samningi á milli Færeyja og Rússlands um gagnkvæmar veiðiheimildir. Samkvæmt hon- um fá færeysk skip leyfi til að veiða 12.340 tonn af þorski og ýsu, 1000 tonn af flatfiski og 500 tonn af rækju í rússneskri lög- sögu í Barentshafi á næsta ári. Að sögn Björn Kalsö, sjávarút- vegsráðherra Færeyja, er þetta um 2000 tonnum minni kvóti en fær- eysk skip mega veiða í rússnesku lögsögunni á þessu ári. I staðinn fá Rússar að veiða 160 þúsund tonn af kolmunna og 7000 tonn af mak- ríl í færeysku lögsögunni. Kvóti þcirra í ár var 125 þúsund tonn af kolmunna og 8600 tonn af makríl. Rússnesku skipin ná ekki kolmunnakvóta ársins. Færeyska útvarpið segir að í næstu viku verði sest að samninga- borðinu með Norðmönnum. Skip.is greindi frá. Jan Mayen: Veðurathugun rekin áfram Norska veðurstofan hefur hætt við áform um að leggja nið- ur veðurathugunarstöð sína á Jan Mayen. Enn er hins vegar ó- vissa með framhald veðurmæl- inga á Vonarey í Barentshafi. Þetta kemur fram á Skip.is Á heimasíðu samtaka norskra útgerðarmanna kemur fram að Thomas Kobro í norska strand- og sjávarútvegsráðuneytinu hafi greint samtökunum frá því að unn- ið sé að því að útvega ijármagn til þess að áfram verði hægt að manna veðurathugunarstöðina á Jan Mayen. Norska veðurstofan hafði lýst því yfir að þar sem ákveðið hefði verið að leggja niður Loran C stöðina á eyjunni þá gæti stofan ekki staðið straum af rekstrar- kostnaði við veðurathugunarstöð- ina en stöðin og Loran C stöðin hafa verið reknar sameiginlega fyr- ir fé frá tveimur ráðuneytunum. Nýi stillibekkurinn hjá dísilverkstæði Framtaks-Blossa. Steen Kilstrup, tæknistjóri BOSCH í Skandinav- íu, er lengst til vinstri á myndinni. (Mynd/Fiskifréttir: Hari). ■I YDRK Refrigeration Kælismiðjan Frost ehf. Höfuðstöðvar: Fjölnisgötu 4b * 603 Akureyri Sími: 461 1700 * Fax: 461 1701 Útibú: Miðhrauni 22b * 210 Garðabær Sími: 544 8220 * Fax: 544 8224 www.frost.is * frost@frost.is Kælismiðjan Frost ehf. er skipað reyndum starfsmönnum og er leiðandi í tæknilausnum og sérfræðiþjónustu fyrir kæliiðnað á íslandi. Fagmennska í fyrirrúmi Varmaskiptar Lokar og stjórnbúnaður GUNTNER DAN-doors Iðnaðar-, kæli- og frystiklefahurðir Kæli- og frystikerfi Varmadælur Loftræstikerfi Tölvukælar Skrífstofukæiar Varahlutir Verktaka Þjónusta Hönnun Fjargæsla Bakvakt HELPMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.