Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 33

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 33
32 LÚÐUVEIÐAR AMERÍKUMANNA FISKIFRETTIR 17. desember 2004 FISKIFRETTIR 17. desember 2004 33 Hvað veiddu þeir mikið?: 14.700 tonn af lúðu upp úr sjó — er líkleg veiði Ameríkumanna á íslandsmiðum miðað við þær töiur sem fyrir liggja Skonnorturnar frá Gloucester eru heillandi rannsóknarverkefni fyrir fleiri en íslenska fræðimenn. Einn þeirra sem hefur kynnt sér sögu bandarískra lúðuveiðimanna sem veiddu hér við land á ofan- verðri 19. öld er John Morris, læknir og prófessor í Massachusetts í Bandaríkjunum. Afabróðir Morris var við lúðuveiðar við ísland og drukknaði hér. Lík hans fannst og er hann grafinn í íslenskri mold. Morris hefur tekið saman ýmsan fróðleik um siglingar skonnort- anna í ritgerð sem hann nefnir „Sótt á lúðumið við Island“. Morris segir í ritgerð sinni að á þessu tímabili hafi alls um 45 skonnortur frá Gloucester farið samtals um 100 ferðir til Islands. Meðallengd skipanna var 86,6 fet, meðalburðargeta 102,7 tonn og meðalaldur 6 ár. Þessi skip voru í eigu 23 útgerða í Gloucest- er. Meðalútgerð í borginni átti um 9 skip en lagði aðeins 2 þeirra í Islandsferðir. Af þeim 45 skipum sem sigldu til Islands fóru 27 að- eins í eina veiðiferð. Þrjú skip sigldu 5 sinnum eða oftar. Vinn- inginn átti skonnortan Arthur D. Story sem sigldi 12 sinnum til ís- lands. Metið 240 þús. pund af flökum Morris segir að fyrsta árið, árið 1884, hafi meðalveiði skonnortanna þriggja verið 145 þúsund pund af söltuðum lúðuflökum á skip. Hann seg- ir einnig að fyrsta fjögurra ára tímabilið sem þessar veiðar voru stundaðar hafi meðala- fraksturinn á skip verið rétt tæplega 100 þúsund pund af söltuðum lúðuflökum fyrir utan söltuð rafabelti í ámum og eitthvað af söltuðum þorski. Aflinn eykst síðan og skipunum fjölgar jafnframt. Árið 1890 nafngreinir hann til dæmis 4 skonnortur sem komu með frá 140 þúsund pundum af lúðuflökum upp í 160 þúsund pund. Nokkur dæmi eru um að aflinn hafi farið yfir 200 þúsund pund af flökum í úthaldinu. Morris greinir frá því að met hafi ver- ið slegið árið 1889 þegar ein skonnortan landaði um 223 þúsund pundum af flökum. Því meti var svo hnekkt árið 1891 en þá kom ein skonnorta með 240 þúsund pund af lúðu- flökum frá Islandsmiðum. Það met stendur væntanlega enn! Dregur úr veiðinni Á árunum 1894 og 1895 fara lúðuveiðarnar að dragast veru- lega saman. Þau ár var meðal- veiðin 95 þúsund pund af flökum á skonnortu. Árið 1896 er mjög lélegt og hamlaði ís við ströndina veiðum. Lítið var hægt að veiða nær landi en 40 mílur. Loks árið 1897 voru skipin lítið sem ekkert á veiðum á Islandsmiðum. Nefnir Morris dæmi af einni skonnortu sem veiddi hér 10 þúsund pund miðað við flök en fór síðan á önn- ur mið einhvers staðar út af Ný- fundnalandi. Þess má einnig geta hér að í annarri heimild, skýrslu fiskveiði- nefndar Bandaríkjanna frá árinu 1884, þar sem lýst er fyrsta leið- angrinum til Islands kemur fram að söltuðu lúðuflökin séu reykt eftir að þeim er landað í Gloucester. Reykt lúðuflök eru þekkt afurð í Þýskalandi enn þann dag í dag. Rafabeltin sem virðast hafa verið pækilsöltuð um borð voru seld beint sem „pickled fish“ eins og segir í skýrslunni. Meðalafli á skip liklega rúm 60 tonn af lúðu Ekki liggur nákvæmlega ljóst fyrir hvað amerísku lúðuveiði- mennirnir veiddu mikið í heild við Island. Hins vegar eru til miklar upplýsingar um landanir einstakra skipa í Gloucester frá ári til árs sem Morris hefur safhað saman. Út frá þeim má nálgast tölur um heildarveiðina svona nokkurn veginn. Ganga má út frá því að meðalaflinn á hvert skip hafi ver- ið 135 þúsund pund öll árin - sem er ekki úr vegi þar sem flestar ferðirnar voru farnar þegar veiðin var sem mest. Það gerir um 61,3 tonn af söltuðum lúðuflökum á skip að meðaltali á ári. Leitað var til Sigurjóns Arasonar, efnaverk- fræðings hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, um hvaða stuðla væri eðlilegt að nota við um- reikning í afla upp úr sjó, bæði hvað varðar nýtingu við flökun og rýrnun um borð vegna söltun- ar. Hann sagði að flakanýtin gæti verið um 65% og verkunarnýting um 65%. Þannig er heildarnýting við söltun á lúðu um 42-45%. Út úr 100 tonnum upp úr sjó ættu að fást um 44 tonn af afurð eða það þarf um 240 tonn af lúðu til að framleiða 100 tonn af söltuðum flökum. Ef við gefum okkur að meðalaflinn í úthaldinu öll árin hafi verið 61,3 tonn af söltuðum lúðuflökum þýðir það að afli upp úr sjó hafi verið um 147 tonn á skip samkvæmt nýtingar- og verkunarstuðlum. Vitað er að veiðiferðirnar voru um 100 að tölu. Eftir því að dæma hafa amerísku skonnorturnar veitt samtals um 14.700 tonn af lúðu upp úr sjó á íslandsmið- um á árunum 1884-1897 fyrir utan annan fisk, þorsk, stein- bít og smálúðu sem notaður var í beitu. Sumt af þessum meðafla var einnig verkað i salt en öðru var hent. Mettúrinn frá árinu 1891, 240 þúsund pund (109 tonn) af söltuðum lúðuflökum, hef- ur samkvæmt ofangreindum nýtingar- og verkunarstuðlum verið um 245 tonn af lúðu upp úr sjó. Fluttu íslenska hest- inn með sér Athygli vekur að í saman- tekt Johns Morris kemur fram að Ameríkumenn hafi haft með sér hesta frá íslandi og eru að minnsta kosti tvær heimildir til þar um. í annarri þeirra segir frá því þegar verið var að útbúa skonnortu til að fara á Islands- mið. Meðal útbúnaðarins voru stíur til að flytja hesta í. I þessum frásögnum er jafnframt farið lof- samlegum orðum um íslenska hestinn. Valdimar H. Gíslason og John Morris í kirkjugarðinum á Söndum við leiði afa- bróður Morris sem drukknaði hér við land þegar hann var á amerískri skonnortu. (Mynd: Jóhann Diego). Fiskverkakonur hjá Gramsverslun á Þingeyri öðru hvoru megin við aldamóin. (Mynd: Hermann Wendel, úr bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi II). ungar stúlkur," sagði Valdimar. Þessi grein dró dilk á eftir sér með- al annars vegna þess að yfirvöld töldu sig ekki geta horft framhjá drápi á æðarfugli - hvað sem öðr- um sakargiftum leið - vegna þess að um skýlaust lögbrot var að ræða ef rétt reyndist. Gekk svo langt að Landshöfðinginn skipaði svo fyrir að fram færu réttarhöld þar sem meint æðarfuglsdráp Ameríkan- anna hér á landi var kannað. Lauk þeim með því að ekkert sannaðist á ir fleiri útlendingar geri mikið illt. Þar sem þorskurinn hefir þvílík œti, þá er ekki að undra þó hann gangi minna aó landinu. “ Áður hafði Sighvatur lýst því hvernig línur Ameríkananna lágu mjög víða og að úrgangi af lúðu svo og ýmsum fiski, sem veiddist sem meðafli, hafi verið hent fyrir borð úti á miðunum. Valdimar sagði að Sighvatur hefði verið hræddur um að þorskurinn legðist í brottkastið það djúpt úti að Vestfirðingar næðu „Sighvatur skrífaði merkilega grein í ísafold árið 1891 og vakti hún hörð viðbrögð. í greininni ber hann þungar sakir á Ameríku- menn fyrir að spiiia fiskgengd á Vestfjarðar- miðum, drepa æðarfugi í stórum stíl og tál- draga ungar stúlkur.11 þá. Enginn íslendingur sem kallað- ur var til vitnis var fús til að nafn- greina þá sem æðarkollurnar veiddu, ekki einu sinni Sighvatur sjálfur. Féll þetta mál þá niður. Engu að síður er ljóst að Ameríku- menn skutu hér æðarfugl. Það kemur meðal annars fram í dagbók stýrimannsins á Concord frá 1890 sem frá er sagt annars staðar hér í Fiskifréttum. Hann segir það hafa verið fyrsta verk skipstjórans þegar þeir komu til Dýrafjarðar að setja út doríu og fór hann á henni til að skjóta æðarfugl. Brottkast og ofveiði Um lúðuveiðar Ameríkumanna segir Sighvatur í áðurnefndri grein: Það er líka sannfœring allra hjer vestra, að það sjeu einmitt Amer- íkumenn, sem sjeu hið versta átu- mein í fiskveiðum vorum, þó marg- ekki lengur til hans á sínum opnu bátum. „Einnig sakaði Sighvatur þá um að eyða lúðunni sem íslend- ingar höfðu hag af því að veiða. Hér er brottkast og ofveiði til um- ræðu eins og nú í dag 113 árum síðar. Eg tel að það hafi verið nokkuð almennt viðhorf á Vest- fjörðum að veiðar Ameríkumanna væru skaðlegar. Kristinn Guð- laugsson, bóndi og félagsmála- frömuður á Núpi, gagnrýndi þá einnig í endurminningum sínum og taldi að veiðar þeirra hefðu spillt aflabrögðum íslendinga,“ sagði Valdimar. Með hnífa á lofti Nærri má geta að Ameríkumenn settu svip sinn á Þingeyri. Þegar flest var sigldu hingað 13 skonnortur á ári og 16-20 manns voru í áhöfn hverrar þeirra. Eitt- hvað af þeim voru íslendingar. í landlegum voru Kanarnir jafnvel fleiri en íbúar bæjarins. Valdimar tók fram að þótt íslenskir sjómenn bæru amerískum skipsfélögum sín- um vel söguna hvað varðar snyrti- mennsku og vinnubrögð um borð í skonnortunum þá viðurkenndu þeir að þetta væru engir englar. Þar var misjafn sauður í mörgu fé, margir drykkfelldir, róstugjarnir og laus höndin að beita kutanum ef svo bar undir. Slógust Kanarnir eingöngu innbyrðis. Einn sjónarvottur lýsir því svo að þeir hafi notað hnífa til árása og höfðu oft sinn í hvorri hendi. Til marks um drykkjuskap- inn gat Valdimar þess að árið 1893 hefðu til dæmis verið seldir 9.600 pottar af öli á Þingeyri en ölsalan sama ár var aðeins 1.900 pottar á Patreksfirði og 1.500 pottar á Bíldudal. „í skjölum Grams kemur fram að hann kvartaði sáran undan konsúlsstarfinu og vildi helst losna úr því enda var oftast leitað til hans til að skakka leikinn þegar upp úr sauð. Einni skipshöfninni lýsir hann jafnvel sem hálfgerðum ó- þjóðalýð," sagði Valdimar. Sódóma og Gómorra íslands Nokkrar konur á Þingeyri eign- uðust börn í lausaleik með amer- ískum sjómönnum og sumar fleiri en eitt. Hneykslaði það marga. „- Þetta ástand varð landsfrægt og það gekk svo langt að Þingeyri var stimpluð sem Sódóma og Gómorra íslands. Um þetta var skrifað í öll helstu blöð landsins. Fullyrt var að kynsjúkdómar væru þar vaðandi og þar ríkti ólifnaður hinn mesti. Vertshús var byggt á Þingeyri árið 1881. Þangað fjölmenntu Kanarnir í landlegum. Jóhannes Ólafsson keypti það um 1890 og skírði hót- elið Niagara. Sigurður, sonur Jó- hannesar Ólafssonar, segir mjög skemmtilega frá lifnaðinum þar í viðtölum sem tekin voru við hann síðar. I landlegum voru haldin böll á hótel Niagara. Þar var fjölmenni og drykkja sem endaði gjarnan með slagsmálum. Sigurður segir frá því að konurnar hafi sótt mikið í Kanann. Þeir voru hreinir, klædd- ust fínum fötum og lyktuðu vel. Is- lendingarnir áttu erfitt með að keppa við þá, lúsugir og illa þefj- andi. Þetta hús stendur enn á Þing- eyri með sömu ummerkjum og þá. Það er í eigu Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri og segja má að annar bragur sé þar nú en var á sínum tíma.“ Máttu ekki hrækja á gólfið Valdimar tók skýrt fram að ekki ESSO aðföng bjóða allar helstu rekstrarvörur fyrir fiskvinnslu, sjávar- útvegsfyrirtæki, verktaka og verkstæði. Með einu símtali getur þú pantað allar rekstrarvörur sem þú þarft hjá reynslumiklu fagfólki. Hringdu í þjónustuver ESSO i sima 560 3400. Olíufélagið ehf. i Suðurlandsbraut 18 i Þjónustuver s. 560 3400 i www.esso.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.