Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 39

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 39
38 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 LUÐUVEIÐAR AMERIKUMANNA Guð minn góður, eins og veturínn sé skollin á — litið í skipsbók skonnortunnar Concord í íslandsferð árið 1890 Skonnortan Concord var eitt þeirra skipa frá Gloucester sem sigldi flestar ferðir til að veiða lúðu á íslandsmiðum á árunum 1884-1897. Eins og fram kemur í viðtalinu hér að framan við Jóhann Diego komst hann yfir dagbók sem Alex D. Bushie, stýrimaður á Concord, hélt þegar skipið var hér að veiðum á árinu 1890. f dagbókinni lýsir Alex háskalcgri siglingu á milli Bandaríkjanna og íslands, lúðuveið- um hér við land við erfið skilyrði, lífinu um borð og samskiptum við íslendinga. Hér á eftir verður gripið niður í valda kafla í dagbókinni og í end- ursögninni er stuðst við íslenska þýðingu Jóhanns Diego. Skipstjór- inn á Concord er langafi Jóhanns eins og fram er komið, John Baptiste (Dugas) Duguo, og er hann yfirleitt nefndur gamli mað- urinn í bókinni. ... ekki annað en umtalið eitt Concord leggur af stað frá Gloucester miðvikudaginn 26. mars árið 1890 og dagbókin hefst á þessum orðum: „I dag er brottfar- ardagur og við siglum af stað klukkan ellefu þennan morgun." Skömmu síðar segir: „Framundan er löng sigling og yfir úfið úthaf að fara. I áhöfn okkar eru aðeins níu menn. Hinn helmingur áhafnarinn- ar bíður komu okkar á íslandi því þangað er för okkar heitið. Þar ætl- um við að stunda lúðuveiðar í sum- ar.“ Færslu dagsins lýkur með trega: „Allt er hljótt um borð og það vomir einsemd yfir mann- skapnum. Menn vita sem víst er að bráðum verða þeir ekki annað en umtalið eitt heima hjá stúlkunum þeirra." Störfin um borð A leiðinni til íslands hrepptu þeir á Concord ýmis veður en að mestu leyti gekk siglingin vel. Alex lýsir einkum veðri og vindum í dagbókinni en einstaka sinnum bregður hann upp myndum af líf- inu um borð. Þannig segir til dæm- is strax fimmtudaginn 27. mars: „í gærkvöldi, svona á milli klukkan átta og tíu, tókum við þrír okkar í spiL.Við gerðum það bara svona til að drepa tímann. Þá spiluðum við nokkurs konar póker. Ég náði af þeim heilum dollar og þrjátíu sentum.“ Ekki virðast störfin um borð vera mikil önnur en að fylgjast með rá og reiða. Eitt af skyldustör- funum á útleiðinni er að huga að veiðarfærum. Sú vinna hefst á fimmta degi siglingarinnar: „Þegar morgunverðinum var lokið fórum við að setja öngla á tauma. Það eru okkar fyrstu verk er lúta að veiðar- færum sem við allir tökum þátt í. Þar er mikið verk óunnið og þarf því helst að vera lokið áður en við tökum land á ný. En okkur entist ekki langur tími við önglana að þessu sinni. Klukkan tíu slitnaði framstagið af frammastrinu. Um leið skemmdist málmbaulan með staglykkjunum sem mastursstögin eru fest við fremst á bugspjótinu.“ Hnísur og borgarís Föstudaginn langa bar upp á 4. apríl. Þá taka þeir eftir því að all- stór hópur af hnísum er á svamli allt í kring um skipið. „Korteri seinna erum við búnir að ná einni þeirra inn á skipsdekkið. Hún var temmilega stór. I dag er föstudag- urinn Iangi og því hátíðisdagur um borð. I formiðdaginn dunduðum við okkur við að flá hnísuna. Gamli maðurinn hirti allt lýsi sem hann gat náð úr dýrinu. Lyktin af henni var sérlega megn og óþægi- leg. Lifrin og hjartað bragðast mjög vel, eru nánast eins og úr svíni. Kjötið er hins vegar ósköp seigt.“ Sama dag er skrifað í dag- bókina: „...við höfðum haft borg- arís í sjónmáli allan tímann. Nú skríðum við allnærri meðfram ein- um slíkum. Vindur er hægur af vestri. Ég verð því fegnastur þegar við verðum lausir við þessa „köldu gæja“. Það fer hrollur um mig því mér líkar engan veginn að þurfa að sigla svona innan um þá.“ Þess má geta að Concord var þá stödd á siglingarleið sem Iiggur litlu norð- ar en sá staður sem risafarþega- skipið Titanic sökk eftir árekstur við borgarísjaka með hörmulegum afleiðingum í aprílmánuði rúmum tveimur áratugum síðar. Fuglaveiðar á Þingeyri I birtingu föstudaginn 11. apríl sjá þeir Látrabjargið teygja sig upp úr haffletinum. Ferðin hafði gengið vel og tók hún þá ekki nema sextán daga. Daginn eftir eru þeir komnir inn á Dýraijörð. Þegar þangað er komið segir Alex að fyrsta verk gamla mannsins hafi verið að setja niður eina doríu og bregða sér á fuglaveiðar. Skaut hann þrettán fugla, líklega æðarfugl. Síðan seg- ir: „Litli Jón, eins og við köllum hann, kom um borð ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann hefur verið með okkur í mörg ár og gert það gott. Gamli maðurinn gerði upp við hann 108 króna mismun sem rétti af hlut hans frá því í fyrra.“ Hann segir einnig frá því að þeim hafi borist fréttir um að veturinn hafi verið harður á íslandi. Vænt- anlega eru þeir spenntir að koma sér á veiðar en þeir fara sér samt að engu óðslega. Fleiri skip eru kom- in og þeir verða að bíða eftir því nokkra stund að komast að bryggju hjá Gramsversluninni á Þingeyri. Drykkja og bindindi Skipstjórinn fer í land sunnu- daginn 13. apríl og færir tveimur mönnum hjá Grams versluninni gjafir, skó, skyrtu og húfu. „Við fórum einnig í landi um stund í gærkvöld," segir Alex síðan í dag- bókinni. „Við vorum svo komnir aftur um borð um níu og vorum allir allsgáðir. Þrír af strákunum sóru þess eið að taka ekki sopa í þessari veiðiferð. Ég og sá gamli erum þeir einu sem megum taka sjúss um borð þegar okkur lystir. Það gerum við þó aðeins ef það er viðeigandi. Ég vona bara að strák- arnir geti staðið við sitt og haldi sig frá víni í sumar því þá verður allt svo miklu léttara og betra. Á- höfn Nelsons var ansi vel slompuð allan daginn í gær. í gærkvöld þeg- ar þeir áttu að vera að lesta salt um borð voru aðeins fimm eða sex menn við vinnu. Hinir voru að drekka og slæpast." Ef enginn kjaftar frá er ekkert að óttast Mánudaginn 14. apríl eru allir úr islensku áhöfninni komnir um borð. Þann dag er einnig dregið um á hvaða doríum þeir eiga að vera en einn Islendingur er á hverri doríu. Vegna veðurs dregst nokkra daga að unnt sé að halda til veiða. Þeir leggja loks af stað en þurfa að krussa til baka og leita vars inni á Dýrafirði. Meðan þeir bíða færis fer gamli maðurinn aftur á veiðar, - og hann skýtur æðarfugl sem var þá eins og nú ólöglegt. Þessu er lýst þannig: „Þegar klukkan var nær ijögur hafði veður létt svo að sá gamli fór ásamt tveimur Islend- ingum á skytterí. Það er æðarfugl um allan sjó en hann má alls ekki veiða. Tíu króna sekt liggur við þegar slíkt veiðibrot er frarnið í fyrsta skipti. Hins vegar er sektin 100 krónur þegar brotið er framið í þriðja sinn og að auki eru skotvopn og skotfæri gerð upptæk. En ef enginn er til að kjafta frá þá er ekk- ert að óttast. Ég held líka að bráðin verði að finnast, í það minnsta fið- ur eða fjaðrir, ef bera á sök á ein- hvern.“ Veslings heimamennirnir Mánudagur 21. apríl eru þeir komnir aftur út en þurfa enn að leita vars og að þessu sinni inni á Skutulsfirði. Þar lágu þegar við festar tvær aðrar amerískar skonnortur, J.W. Bray og Comm- onwelth. Miðvikudaginn 23. apríl fara þeir í land á ísafirði. „Það sem okkur fannst eftirtektarverðast að sjá var allur sá fjöldi skipverja af öðrum skipum sem ráfaði um í reiðileysi. Margir þeirra voru út úr drukknir. Vesalings heimamennirn- ir sem þarna búa. Þeir hljóta að líta á amerísku sjómennina sem æði ó- vægna rusta. Þannig koma þeir sem eru mest áberandi - og það eru flestir þeirra sýnist mér - fyrir sjón- ir innfæddra. Eitt er þó víst. Eng- inn úr okkar áhöfn á hlut í svona hegðun. Okkur blöskraði svo mjög að sjá þetta að við drifum okkur sem skjótast um borð aftur og sett- umst enn að spilum." Alex minnist sáralítið og svo til ekki neitt á íslensku strákana um borð allt sumarið. Hann hrósar á einum stað ungu mönnunum fyrir hvað þeir eru duglegir að læra enskuna. Hann getur þess einnig að íslendingarnir kunni ljöldann allan af spilum, álíka mörg og Amerík- Upphafssíða skipsbókarinnar sem Alex D. Bushie skrifaði í ís- landsferðinni 1890. anarnir, og þeir séu fljótir að læra þeirra spil. Selur innfæddum vað- stígvél og olíugalla Föstudaginn 25. apríl er loksins komið blíðskapar veður, hægur vind- ur og sólskin. Það er stór floti fiski- skipa frá ýmsum þjóðum sem leggur úr höfn frá Isafirði þennan morgun. Á meðan áhöfnin á Concord gerir klárt til brottfarar þennan morgun skýst gamli maðurinn á land til að at- huga hvort hann geti ekki selt inn- fæddum stígvél eða olíugalla. Hann er með mikinn vaming til að selja. Hann selur 12 pör af stígvélum. Concord fer síðan út og nemur stað- ar um fimmtán mílur frá landi. Alex segir í bókinni að austurhöfða ísa- fjarðardjúps hafi þá borið í austsuð- austur frá þeim. Akkeri þeirra liggur á níutíu faðma dýpi og þeir kalla þetta svæði Ræsið. Þeirra fýrsta verk er að gera tvö handfæri klár til að veiða þorsk í beitu. Lítið gerði þorsk- urinn þó vart við sig. Þeim tekst að- eins að innbyrða tólf fiska. Fengu sextíu lúður í fyrstu lögn Eftir þessa bræludaga er það sem sagt fyrst laugardaginn 26. apríl sem allt er gert klárt, nokkrar doríurnar settar niður og fyrstu lín- urnar lagðar. „Þegar klukkan var svo um fjögur í eftirmiðdaginn rér- um við aftur út til að draga línuna. Áður en við ýttum frá sagði gamli maðurinn að það væri gott ef við fengjum nægan fisk til að beita lín- una á ný og þá fyrir allar doríurnar. Okkur tókst þetta og gott betur. Við drógum sextíu góðar lúður og nóg af öðrum fiski í beitu til viðbótar og það allt góðan fisk,“ segir Alex en hann getur þess ekki hvað lúð- urnar eru þungar en miðað við að meðalþyngdin hafi verið 70-80 kíló má ætla að fyrsta lögnin hafi gefið um það bil 4,5 tonn. Seinna um daginn þurfti áhöfnin að moka „Margir þeirra voru út úr drukknir. Vesalings heimamennirnir sem þarna búa. Þeir hljóta að líta á amerísku sjómennina sem æði óvægna rusta. Þannig koma þeir sem eru mest áberandi - og það eru flestir þeirra sýnist mér - fyrir sjón- ir innfæddra FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 39 fram pönnu af salti til að ganga frá þeim afla sem kominn var, þ.e. flaka og salta, og stafla flökunum í lest. Rafabeltin, þ.e. feitasti hluti lúðunnar, uggarnir og næstu hlutar, voru söltuð í ámur. Góður ádráttur Alex er að vonum ánægður með aflann og mánudaginn 28. apríl skrifar hann: „Aflinn var góður og við náðum í talsvert af góðri lúðu, fengum um hundrað og fimmtíu.“ Þriðjudaginn 29. apríl er veiðin einnig góð en þá voru þeir á um fimmtíu faðma dýpi út af Isafjarð- ardjúpi. „Þetta var góður ádráttur, vel yfir hundrað fiskar og þurftu sumar doríurnar að losa tvisvar en aðrar oftar,“ segir Alex í bók sinni. Daginn eftir er gert að aflanum. „Um fjögur drifum við okkur á lappir, fengum okkur morgunverð og tókum síðan til óspilltra mál- anna þar sem frá var horfið daginn áður. Við flökuðum og söltuðum fiskinn og bjuggum um hann niðri í lest.“ Næsta dag fimmtudaginn 1. maí fara þeir aftur út að draga lín- una. Að þessu sinni hafa þeir að- eins sextíu fiska upp úr krafsinu. Daginn eftir eru þeir með eitt hundrað og fimmtíu góða fiska. Þar næsta dag fá þeir sextíu fiska á grunnsævi, á þrjátíu og tveimur föðmum og um átta mílur frá landi. 160 lúður af stærstu gerð Eftir ágætisbyrjun dregur úr veiðinni um stund. Sunnudaginn 4. maí er þess getið að hafísinn sé ekki langt undan og aflinn þá er ansi tregur, aðeins fjörutíu fiskar. Nokkrum dögum seinna kemur fram að stærsti hluti aflans hafi verið steinbítur. Samt fengu þeir einar þrjátíu góðar lúður. Daginn eftir glaðnar yfir veiðinni. „Þegar klukkan var komin fram yfir mið- nættið felldum við segl og lögð- umst við akkerisfestar. Allar dorí- urnar voru settar út og lagði hver þeirra sínar þrjú stykki af línum. Við fórum svo aftur út og vitjuðum rétt undir sjö í morgun. Að þessu sinni fengum við góðan afla, hund- rað og sextíu lúður af stærstu gerð- inni. Þegar aflinn var kominn á dekk, gengum við frá honum í lest- inni en lyftum svo akkeri og létum reka smá stund áður en akkerið var látið síga á ný.“ Þennan góða afla fengu þeir norður af Hornbjargi. merísk skonnorta á Miklabanka í kringum árið 1890. Ameríkumenn Unduðu lúðuveiðar á íslandsmiðum á slíkum skipum. Allir bláedrú Föstudaginn 9. maí er Concord komin að mynni Dýrafjarðar og þar með lýkur fyrstu veiðiferðinni. Þeir byrja á því að ganga frá aflan- um sem fékkst kvöldið áður, um fimmtíu lúðum. „Klukkan fjögur höfðum við lokið við að gera að og ganga frá öllum afla um borð. Þá vorum við líka búnir á þrífa skipið og okkur sjálfa. Fleira munum við ekki taka fyrir í dag,“ skrifar Alex. Daginn eftir færir hann í dagbókina að þeir hafi landað þeim afla sem átti að geyma í landi. „Klukkan þrjú höfðum við lokið öll- um verkum. Þá var ; ífjg logn svo að við skellt- um okkur í land okkur til ánægjuauka. Gleð- skapurinn var þó enginn á \ ^ okkar mönnum. Engu að síður áttum við notalegt kvöld _ -: í landi og allir voru bláedrú. Ég get bara með engu móti sleppt því að hafa um það orð því það er fáséð atferli hjá sjómönnum að þeir séu ekki slompaðir í landi. Jafnvel þeim gamla er brugðið. Hann er á engan hátt viss hvemig hann á að bregðast við þessu.“ Kettir læknisins Alex skrifar einnig i dagbókina þennan sama dag: „Einu var ég næstum búinn að gleyma. Það er um lækninn sem býr hérna á Þing- eyri. Hann á fjóra ketti og þá afar fallega. Það merkilega og dular- fulla við þá er að þeir fylgja honum alltaf eftir eins og hundar. Þeir fara einnig um fjöll og firnindi. Þeir fara hvert sem hann fer. Hvort sem hann fer fótgangandi eða á hest- baki, þá fylgja þeir honum eftir. Hann fer kannski einnar mílu leið upp til fjalla og sest þar niður, þá eru þeir innan tíðar búnir að ná honum og setjast í kring um hann. Þeir koma og fara og gera allt sem hann vill. Slíku athæfi á maður ekki að venjast með ketti. Ekki svona dags daglega alla vega.“ Farið á Diego-blettinn Sunnudaginn 11. maí er haldið frá Þingeyri í næstu veiðiferð skips- ins. Lýsing á henni er svipuð og á fyrri ferðinni, mest er skrifað um veður og aflabrögð. Verður því farið hér fljótt yfir sögu. Heldur er veðr- ið hryssingslegt sem fyrr en aflinn er mun minni en áður. Þeir fara inn á Breiðafjörð og veiða þar þorsk í beitu. Lítið er þar af lúðu og þeir bera næst niður út af Patreksfirði. Nokkrum dögum seinna taka þeir stefnuna á Diego-blettinn á Halan- um en þegar þeir koma þangað er önnur skonnorta þar fyrir. Von- brigðin leyna sér ekki: „McKenzie er nú akkúrat á blettinum okkar með lóðin sín. Þetta erbara lítið svæði en þar er hellingur af fiski. Við erum of hræddir til að leggja ofan í þá. Þeir eru alveg vísir með að skera á allt hjá okkur ef við ögrum þeim. Það að við skyldum ekki vera komnir þarna á undan á ég erfitt með að sætta mig við. Nú eru það þeir sem fá fiskinn þarna og að það skyldu hafa verið við sem sýndum þeim hvar hann er að fá! McKenzie verð- ur kominn heim þann fjórða. Þá mun hann stæra sig af þessu og segja hvernig hann kenndi þeim hinum að veiða við Island.“ Ártal rist á kvið lúðunnar Þeir gefast upp á því að bíða eft- Doríuveiði á Miklabanka. Hér er líklega verið að draga þorsk um borð. ir því að komast á Diego-blettinn eins og miðin voru kölluð af Amer- íkumönnum. Fimmtudaginn 29. maí eru þeir í Aðalvík og þar kem- ur fyrir svolítið athyglisvert. „I afl- anum sem við drógum í morgun fundum við eina litla lúðu, svona tveggja feta langa. Á hvítum kvið hennar var markað með skurði, sem var vel gróinn, ártalið 1885. Hún hlýtur að hafa verið afar smá þegar það var gert. Mér skilst að þeir frönsku geri mikið af því að merkja þær svona.“ Hríðarveður í byrjun júní Þriðjudagur 3. júní leita þeir vars í Dýrafirði. Þá var komið hríð- arveður. Daginn eftir skrifar Alex: „Allar hlíðar eru nú þaktar snjó og það er sannkallaður vetur enn á þessum morgni. Þannig mun það hafa verið hér alla síðustu viku. Daginn eftir: „Hér inni á firðinum er enn þétt snjókoma og vindurinn af austnorðaustri en ekki hvasst. Engu að síður er útlitið eins og um hávetur sé að ræða. Á hverri nóttu myndast ísing á öllu alls staðar og smálækirnir botnfrjósa.“ Föstudaginn 20. júní liggja þeir rétt utan við Patreksfjörð. Þá er greint frá viðskiptum skipstjórans við íslendinga: „All mikill rosi var í veðrinu að sjá fyrir utan. Við fengum heimsókn af nokkrum Is- lendingum í eftirmiðdaginn og einnig litu um borð til okkar Frans- menn. Við fórum svo einnig á land til að skoða okkur um. Gamli mað- urinn keypti þar af íslendingi um tvö þúsund pund af lúðuflökum. Hann greiddi fyrir með gúmmístíg- vélum og olíustökkum.“ Eins og vetur væri skollinn á Segja má að veðrið hafi verið í aðalhlutverki þetta sumar. Það snjóaði 4. júní og í lok júní var enn vetrarlegt: „Um klukkan eitt var veðrið að stillast en þá tók að slydda. Samt settum við doríurnar út og fórum að draga. Þetta var langbesti dráttur í meira en mánuð. Við fengum meira en hundrað fiska og þegar við vorum allir komnir á dekk hófum við að flaka og leggja niður...Vindur var af norðaustri og regnskúrir, stundum slydda. Hugsið ykkur bara, og það er svona stutt í fjórða júlí.“ Segja má að sumarið hafi verið stutt því 3. ágúst skrifar Alex eina ferðina enn að hann gangi á með slyddu. Daginn eftir má lesa þetta: „Útlitið var eins og kominn væri vetur á ný og erfitt er að segja hvenær hann muni ganga niður á ný því svona veðurlag getur eins f' vel staðið yfir í allt að mánuð í senn. Og hér er fiskurinn tregur svo það er ekki mikinn pening upp úr þessu að hafa.“ Um miðjan ágúst má finna þessa veðurlýsingu í dagbókinni: „I morgun var hann virkilega hvass og leit, guð minn góður, út eins og veturinn væri skollinn á.“ Tólf konum smalað ílautarferð Nú líður að lokum úthaldsins. Þeir taka stefnuna inn á Dýrafjörð 22. ágúst og fara að búa sig til heim- ferðar. Sunnudaginn 24. ágúst er hljóðið heldur betra í stýrimannin- um: „Nú var besta veður í morgun, hlýtt og stillt. Að loknum morgun- verði fórum við í land og þar eð nú er sunnudagur var fátt við að vera annað en leggja sig í grasið. Gram gamli og nokkrir vinir hans smöl- uðu saman tólf konum í lautarferð með okkur, og fórum við svona fimmtán mílur upp með ánni. Þang- að riðu allir á hestum. Það var myndarleg strolla sem þarna reið fram dalinn. Klukkan átta um kvöldið voru allir komnir til baka úr lautarferðinni. Einhverjir hljóta að hafa skemmt sér þar um stund en í lokin hlýtur það að hafa verið nokk- uð hráslagalegt því það var farið að hvessa af austri og nógu kalt til að klæðast þykkri yfirhöfn.“ ... eitt það aumasta sumar Föstudaginn 29. ágúst er gert upp við Islendingana. „Níu menn úr áhöfn okkar snéru nú hver heim til sín vel klyfjaðir og klárir og á- nægðir með sinn hlut.“ Þótt íslend- ingarnir hafi verið ánægðir er Alex stýrimaður alls ekki kátur. Hann segir í dagbókinni: „Þetta hefur verið eitt það aumasta sumar sem um getur í langan tíma.“ Mánudag- inn 1. september leggja þeir af stað út úr höfninni á Þingeyri og er komnir til Gloucester sunnudaginn 28. september. Lýkur þar með frá- sögninni af íslandsferð Concord árið 1890. Þess má svo geta í lokin að í gömlum skýrslum frá Gloucester má lesa að Concord hafi landað 120 þúsund pund af lúðuflökum þetta sumar. í sömu heimild er get- ið um fjögur önnur skip sem komu með 140-160 þúsund pund af lúðu- flökum hvert frá íslandsmiðum árið 1890.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.