Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 40

Fiskifréttir - 17.12.2004, Blaðsíða 40
40 FISKIFRETTIR 17. desember 2004 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 41 VEIÐARFÆRI Guðmundur Gunnarsson fylgist með veiðarfærum í tilraunatankin- um í Hirtshals í síðustu viku. Flottrollið er það veiðarfæri sem hvað mest hefur stækkað á síð- ustu árum. Nýjustu Gloríu-flottroll Hampiðjunnar eiga lítið sameig- inlegt með þeim flottrollum sem voru í notkun á áttunda og níunda áratug nýliðinnar aldar. Maðurinn á bak við þróun Gloríutrollanna er Guðmundur Gunnarsson forstöðumaður þróunardeildar Hamp- iðjunnar, sem með liðsinni samstarfsmanna sinna og áhugasamra togaraskipstjóra hefur skapað gríðarlega öflugt og afkastamikið veiðarfæri, fyrst fyrir úthafskarfaveiðar og síðar einnig fyrir veiðar á kolmunna, loðnu og síld. Fiskifréttir hittu Guðmund, þennan „guð- föður“ Gloríunnar, að máli og báðu hann að rekja sögu flottrollsins sem veiðarfæris í stuttu máli. „Upphaf flottrollsveiða með einu skipi má í raun rekja til ís- lands þegar menn fóru að veiða þorsk á Selvogsbanka á árunum milli 1950 og 1960 í svonefnda Breiðljörðsvörpu. Þeir tóku þá efra byrði Mars-trollsins, sem var tog- aratroll þess tíma, og settu á það hliðarbyrði þannig að komin voru fjögur byrði í stað tveggja. Síðan voru þeir með neðri grandarann festan við hlerann en efri grandar- inn fór upp á togvírinn. Þeir notuðu svo hallamæla til þess að ganga úr skugga um hvar trollið væri í sjón- um. Vissulega var þetta frumstæð- ur útbúnaður en það veiddist gríð- arlega vel með þessum trollum. Veiðarnar voru eingöngu stundaðar á Selvogsbanka á vertíðartímanum þegar þorskurinn var uppi í sjó yfir hraununum. Þetta gekk á ákveðnu tímabili en síðan hvarf fiskurinn af þessari slóð og þá var þessum veið- um hætt. Mjög stór fiskur fékkst í trollið, sennilega sama stærð og seinna var tekin í þorskanótina áður en hún var bönnuð,“ segir Guðmundur. Tvílembingsveiðar Nokkru áður en Islendingar hófu þessar flottrollsveiðar á Selvogs- banka höfðu tvílembingsveiðar með flottrolli verið stundaðar í Norðursjó, Skagerak og þar um kring um nokkurra ára skeið. Upp- hafsmaður þeirra var danskur mað- ur á Skagen að nafni Robert Larsen en hann byrjaði slíkar veiðar árið 1945. Notuð voru tveggja byrða troll. Þjóðverjar, sem áttu öflugasta flotann á Norður-Atlantshafi í kringum 1960, fóru síðan að sýna flottrollsveiðum mikinn áhuga og árið 1963 gerðu þeir fyrstu tilraun sína með svokallaða fjögurra byrða vörpu. Hún var 1200 möskvar að stærð og hver möskvi 200 mm. í dag miðast stærð á trolli við strekkt ummál á neti. Þá er möskvastærðin margfolduð með möskvafjöldan- um. Þessi fyrsta þýska flotvarpa var samkvæmt þeirri mælingu 240 metrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að stærstu Glor- íutrollin í dag eru 3.600 metrar eða 15 sinnum stærri. Þjóðverjar koma á íslandsmið „Þetta fyrsta troll sem Þjóð- verjarnir bjuggu til var reynt á síld bæði við Noreg og eins í Skagerak og Kattegat. Arið 1965 voru þeir komnir með það til Islands og not- uðu það á síld bæði við suðaustur- og suðvesturhorn landsins. Ástæða þess að þeir komu hingað til síld- veiða var hrun í síldveiðum þýska strandveiðiflotans. Skipin sem komu á Islandsmið voru bæði verksmiðjutogarar og venjulegir síðutogarar. Þeirra á meðal var Karlsefni sem svo hét síðar eftir að skipið var keypt til Islands en það hét áður Jochen Hohman og tók þátt í þróuninni á þessu trolli,“ seg- ir Guðmundur. Þorskveiðar í flottroll Eftir að norsk-íslenska síldin hrynur og hverfur verður smáhlé á flottrollsveiðunum, en upp úr 1970 þegar skuttogararnir fara að þyrp- ast til landsins koma sumir þeirra með þýsk flottroll með sér. Trollin Fyrsta úthafskarfaholið sem heppnaðist eftir 11 daga byrjunarerfiðleika. Myndin er tekin um borð í Haraldi Kristjánssyni HF hinn 1. maí 1989. (Mynd: Páll Eyjólfsson). Flotvörpubyltingin — rætt við Guðmund Gunnarsson forstöðumann þróunartí sildar Hampiðjunnar og ,,guðföður“ Glóríutrollsins um byltingarkennda þróui flottrolla á íslandi unum Haraldi Kristjánssyni HF og Sjóla HF. Togararnir voru með flottroll sem sett voru saman í Hampiðjunni og voru 1152 metrar að stærð. Einnig voru meðferðis þýsk troll eins og notuð voru á þorskveiðunum. Við byrjuðum á því að fara út í miðja skipakösina þar sem útlendingarnir voru að veiðum, Rússar, Búlgarar og fleiri. Rússarnir vildu ekkert við okkur tala en við náðum strax í byrjun á- gætissambandi við búlgörsku skip- in og fengum hjá þeim upplýsingar um hvers konar veiðarfæri þeir væru með, á hvaða dýpi þeir væru að fiska og fleira. Út frá því gátum við farið að staðsetja veiðina. Hins vegar fengum við engar teljandi upplýsingar um það hversu mikið þeir væru að fiska. Við byrjuðum þess vegna á því að sigla yfir troll- unum sem hinir voru að toga til þess að gera okkur grein fyrir því á hvaða dýpi þeir væru að toga með trollið. Að því loknu kom að því að við köstuðum sjálfir." Ellefu daga vandræði Og Guðmundur heldur áfram: „Strax í fyrstu atrennu lentum við í bölvuðum vandræðum með trollið og þannig gekk það í ellefu daga samfleytt. Það var því farið að fara verulega um mann þegar þetta sló loksins saman hjá okkur. Þegar við byrjuðum að toga í rólegheitum á eðlilegri togferð brunuðu Rússarn- ir fram úr okkur. Þeir voru á afl- meiri skipum og með minni troll og við gátum ekki haldið í við þá. Þessi fyrsti túr var æði lærdóms- ríkur. Við töldum okkur vera komna með veiðarfæri sem veiddi þennan karfa með ekki síðri ár- angri en hinir. Þá um haustið fór stýrimaðurinn á Haraldi Kristjáns- syni HF með þetta sama troll til karfaveiða í Skerjadýpinu og út- fiskaði gjörsamlega hina togarana sem voru með gömlu þýsku flottrollin. Þar með hófst uppgang- ur þessa veiðarfæris sem gengið hefur undir nafninu Gloría," segir Guðmundur. Gloríunafnið - Hvaðan er Gloríunafnið kom- ið? „Nafngiftina má rekja til erfið- leikanna sem við áttum í með troll- ið í ellefu daga þarna á Haraldi voru notuð á þorsk fyrst og fremst við Vestfirði og í litlum mæli við Suðausturland. Mikill þorskafli fékkst í flottrollin, oft upp í 40 tonn í holi. Seinna meir fóru að heyrast raddir um að tæpast gæti það talist skynsamleg nýting á þorskstofnin- um að moka fiskinum upp með flottrolli á sumrin þegar hann væri laus í holdi og þegar ekki hæfist undan að vinna hann í fiskvinnslu- húsunum þannig að hráefnið skemmdist. Einnig þótti sýnt að flottrollið dræpi töluvert af smá- fiski. Fljótlega eftir að kvótakerfið var tekið upp og draga þurfti veru- lega úr þorskveiðum lögðust flottrollsveiðar á þorski af. Þess má geta að þorskveiðar í flottroll voru bannaðar við Noreg á þeirri ástæðu að með því væri drepið alltof mik- ið af smáfiski. Það bann er enn í gildi. Hins vegar byrjuðu Norð- menn að veiða kolmunna í flottroll árið 1974 og var þýska trollið fyr- irmyndin að fyrstu norsku flottroll- unum. Teikningin sýnir hvernig flottrollin fóru sífellt stækk- andi. Úthafkarfaveiðar hefjast Undir lok 9. áratugarins fara nokkrir íslenskir togaraútgerðar- menn að líta 1 kringum sig eftir viðbótarverkefnum fyrir skip sín sem liggja þurftu bundin við bryggju hluta úr ári. Rússar höfðu frá árinu 1982 stundað karfaveiðar djúpt suðvestur af íslandi og fleiri austantjaldsþjóðir bættust í hópinn skömmu síðar. Færeyingar reyndu einnig fyrir sér á þessum veiðiskap en árið 1989 fara fyrstu íslensku togararnir á miðin og var Guð- rnundur Gunnarsson þar með í för. „Við fórum á Sjólastöðvarskip- Texti: Guðjón Einarsson tíma voru flottrollsveiðar á síld einnig leyfðar. Árið seinna var svo farið að veiða kolmunna í þessi troll. „Til að byrja með var út- hafskarfaútgáfan af Gloríunni not- uð á uppsjávarfiskinn en síðar var farið að þróa sérstök troll fyrir hann. Nú eru 1000-1400 metra troll notuð á síld og loðnu en 1408 til 2048 metra troll á kolmunnann. í kolmunnatrollunum eru hafðir sömu stóru möskvarnir og eru í út- hafskarfatrollunum en möskvarnir aftan til eru smærri. Opið á kolmunnatrollunum er 140 metra Trollinu gefið nafn. Páll Eyjólfs- son skipstjóri á Haraldi Krist- jánssyni HF (til vinstri) og Guð- mundur Gunnarsson niðri á dekki að gera við trollið í til- raunatúrnum. Einmitt þarna og á þessari stundu var trollinu var gefið Gloríunafnið. breitt og 80 metra hátt, en á stærstu úthafskarfatrollunum er opið 130 metra breitt og 110 metra hátt,“ segir Guðmundur. Þankaðlarnir koma til sögunnar „Mikilvægasta nýjungin í þess- um trollum hjá okkur er svo þankaðlarnir en Hampiðjan hefur orðið sér úti um einkaleyfi á þeirri uppfinningu. Eiginleikar þankaðl- anna eru þeir að netið þenur sig sjálft út þegar það lendir í straumn- um. Við það hverfur allur titringur í köðlunum þegar þeir eru dregnir í gegnum sjóinn. Þar með verður minni mótstaða og fiskurinn verð- ur miklu minna var við trollið, — sem sagt styggðaráhrifin á fiskinn minnka til muna. Jafnframt verður öll meðhöndlun trollsins miklu auðveldari með tilkomu þankaðl- anna. Þegar trollinu hefur verið kastað og hlerarnir eru ennþá uppi sést á höfuðlínu- mælinum að nánast strax er komin mynd á rammann. Áður þurftu menn kannski að slaka trollinu 200 faðma niður og stoppa þangað til þeir fengju mynd. Þantrollið greiðist sem sagt strax í sjónum þannig að hægt er að renna því inn og út á auðveldan og þægilegan hátt. Fær- eyskur skipstjóri sem kominn er með þetta troll á kolmunnann sagði mér að hann þyrfti ekki að senda nema tvo menn upp á dekk til þess að taka trollið. Þetta er að okkar mati albesta efni sem hægt er að nota í flottroll. Það hefur fram að þessu aðeins verið notað í flottroll fyrir uppsjávarfiskinn en núna erum við að byrja að nota það í út- hafskarfatrollin líka,“ sagði Guð- mundur Gunnarsson. Hér sést hversu gríðarstórt opnunin er á stærstu Gloríutrollunum. Kristjánssyni HF í upphafi. Við lentum í smááfalli í síðasta halinu þannig að trollið rifnaði. Ég og Páll Eyjólfsson skipstjóri vorum niðri á dekki að gera við trollið. Samtímis vorum við að velta fyrir okkur ýmsum nöfnum á það því allar trollgerðir heita einhverj- um nöfnum. Þá segir Páll allt í einu: „Þið þarna hjá Hampiðjunni hafið gert bölvaðar gloríur með þetta troll, maður.“ Þá sagði ég: Þarna er komið upplagt nafn á trollið: Gloría!“ Þótt það að gera gloríur sé neikvæðrar merkingar á íslensku hefur þetta nafn allt aðra skírskotun þegar við kynnum troll- ið í kaþólskum löndum [gloria = lofsöngur eða geislabaugur]. Á þessum tíma var trollið 1152 metrar að stærð og stærstu möskvar 32 metrar sem þótti æði stórt stökk. Til samanburðar má nefna að stærstu möskvarnir á trollunum sem komu frá Þýskalandi á sínum tíma voru 1,8 metrar.“ Trollin og möskvarnir stækka enn „Þróunin heldur svo áfram á næstu árum. Fljótlega uppgötva menn að nýju nýrri togararnir eru mun kraftmeiri en þeir eldri þótt aðalvélar skipanna séu álika mörg hestöfl. Til dæmis voru bæði Har- aldur Kristjánsson HF og Venus HF með 3.000 hestafla vélar en Haraldur var með toggetu upp á 45 tonn á meðan togkraftur Venusar var aðeins 24 tonn. Skýringin var stærri skrúfa á nýrri skipunum og skrúfuhringur auk þess sem raf- magn var fengið frá vélinni fyrir vinnsluna um borð. í framhaldi af þessu fara skipstjórar minni skip- anna að velta því fyrir sér hvernig þeir geti náð sama árangri og hinir. Niðurstaðan verður sú að stækka möskvana svo trollið yrði léttara í drætti. Þá stækkum við stærstu möskvana úr 32 metrum í 64 metra og stækkum trollin úr 1152 metr- um í 1400, svo í 1700 og loks í 2048 metra. Guðmundur Jónsson skipstjóri á Venusi var mjög á- hugasamur um þessar breytingar enda á kraftminna skipi og þegar við vorum búnir að koma hlutun- um í lag, eftir heilmiklar „gloríur“ og bras auðvitað, sýndi hann yfir- burði í veiði. Frá þessum tíma höfum við stækkað trollinn ennþá meira, upp í 2560 metra, 3000 metra og loks Stórir möskvar í skutrennu. 3600 metra. Siðastnefnda trollið var útbúið fyrir Páll Eyjólfsson sem nú er skipstjóri á Heinaste við Afríkustrendur en hann hefur verið þátttakandi í þessari þróun frá upp- hafi. Þær gerðir sem notaðar eru í úthafskarfanum eru 2048 metra troll fyrir aflminni skipin og 2560 metrar og 3000 metrar fyrir þau kraftmeiri." Glorían í uppsjávarfiskinn Gloríutrollin höfðu verið í notk- un í þó nokkur ár í úthafskarfaveið- um þegar þessi gerð trolla var inn- leidd í veiðar á uppsjávarfiski. Árið 1996 er fyrst gefið leyfi til veiða á loðnu í flotvörpu og á sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.