Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Side 25

Fiskifréttir - 17.12.2004, Side 25
FISKIFRETTIR 17. desember 2004 25 FRÉTTIR Dísilverkstæði Framtaks-Blossa: Viðurkennt þjónustu- verkstæði fyrir BOSCH Dísilverkstæði Framtaks-Blossa var nýlega viðurkennt sem sér- hæft þjónustuverkstæði „BOSCH Diesel Center“ fyrir allar gerðir eldsneytiskerfa sem framleidd eru af BOSCH. Framtak-Blossi er eina verkstæðið á Islandi sem hefur hlotið þessa viðurkenningu í dag, að því er Kristján Hermannsson hjá sölu- og markaðsdeild Framtaks sagði í samtali við Fiskifréttir. Kristján sagði að Framtak- Blossi hefði nýlega tekið að sér þjónustuhliðina fyrir BOSCH fyrir dísilþjónustu á íslandi en Bílanaust væri eftir sem áður umboðsaðili. Settur hefur verið upp nýr og full- kominn tækjabúnaður á verkstæði Framtaks-Blossa, þar með er talinn nýr stillibekkur fyrir allar gerðir af BOSCH eldsneytiskerfum fyrir dísilvélar, ásamt búnaði til bilana- greiningar. Allt þetta krefst mikill- ar þjálfunar starfsmanna. Ný tækni í eldsneytiskerfum „Common Rail“ er verulega frábrugðin eldri kerfum og menn þurfa nú að til- einka sér sífellt aukna notkun raf- og tölvustýringa. Tæknistjóri BOSCH í Skandinavíu, Steen Ki- elstrup, kom fyrir skömmu til ís- lands til að taka út verkstæði Fram- taks-Blossa og kenna starfsmönn- um á hinn nýja stillibekk. Kristján sagði að um 50% allra nýrra einkabíla í Evrópu væru dísilbílar og um 95% nýrra at- vinnubíla. Dísilbílum ætti örugg- lega eftir að fjölga hér á landi. Ný tækni í eldsneytiskerfum dísilvéla hefur einnig rutt sér til rúms í vél- um sem tengjasta sjávarútvegi, bæði vélum fyrir báta og skip sem og fyrir vinnuvélar. Færeyski kvótinn í rússneskrí lögsögu: Dregst saman um 2000 tonn Gengið hefur verið frá tvíhliða samningi á milli Færeyja og Rússlands um gagnkvæmar veiðiheimildir. Samkvæmt hon- um fá færeysk skip leyfi til að veiða 12.340 tonn af þorski og ýsu, 1000 tonn af flatfiski og 500 tonn af rækju í rússneskri lög- sögu í Barentshafi á næsta ári. Að sögn Björn Kalsö, sjávarút- vegsráðherra Færeyja, er þetta um 2000 tonnum minni kvóti en fær- eysk skip mega veiða í rússnesku lögsögunni á þessu ári. I staðinn fá Rússar að veiða 160 þúsund tonn af kolmunna og 7000 tonn af mak- ríl í færeysku lögsögunni. Kvóti þcirra í ár var 125 þúsund tonn af kolmunna og 8600 tonn af makríl. Rússnesku skipin ná ekki kolmunnakvóta ársins. Færeyska útvarpið segir að í næstu viku verði sest að samninga- borðinu með Norðmönnum. Skip.is greindi frá. Jan Mayen: Veðurathugun rekin áfram Norska veðurstofan hefur hætt við áform um að leggja nið- ur veðurathugunarstöð sína á Jan Mayen. Enn er hins vegar ó- vissa með framhald veðurmæl- inga á Vonarey í Barentshafi. Þetta kemur fram á Skip.is Á heimasíðu samtaka norskra útgerðarmanna kemur fram að Thomas Kobro í norska strand- og sjávarútvegsráðuneytinu hafi greint samtökunum frá því að unn- ið sé að því að útvega ijármagn til þess að áfram verði hægt að manna veðurathugunarstöðina á Jan Mayen. Norska veðurstofan hafði lýst því yfir að þar sem ákveðið hefði verið að leggja niður Loran C stöðina á eyjunni þá gæti stofan ekki staðið straum af rekstrar- kostnaði við veðurathugunarstöð- ina en stöðin og Loran C stöðin hafa verið reknar sameiginlega fyr- ir fé frá tveimur ráðuneytunum. Nýi stillibekkurinn hjá dísilverkstæði Framtaks-Blossa. Steen Kilstrup, tæknistjóri BOSCH í Skandinav- íu, er lengst til vinstri á myndinni. (Mynd/Fiskifréttir: Hari). ■I YDRK Refrigeration Kælismiðjan Frost ehf. Höfuðstöðvar: Fjölnisgötu 4b * 603 Akureyri Sími: 461 1700 * Fax: 461 1701 Útibú: Miðhrauni 22b * 210 Garðabær Sími: 544 8220 * Fax: 544 8224 www.frost.is * frost@frost.is Kælismiðjan Frost ehf. er skipað reyndum starfsmönnum og er leiðandi í tæknilausnum og sérfræðiþjónustu fyrir kæliiðnað á íslandi. Fagmennska í fyrirrúmi Varmaskiptar Lokar og stjórnbúnaður GUNTNER DAN-doors Iðnaðar-, kæli- og frystiklefahurðir Kæli- og frystikerfi Varmadælur Loftræstikerfi Tölvukælar Skrífstofukæiar Varahlutir Verktaka Þjónusta Hönnun Fjargæsla Bakvakt HELPMAN

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.