Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 7

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 7
I. IÍAFLI Tilraun í Miðtúni veturinn 1950—1951. 1. Tilhögun og framkvæmd. Eins og vikið er að í inngangi hér að framan, var tilgangurinn með þessari tilraun að finna, hvað væri hæfileg dagsgjöf af síldarmjöli handa ám með beit. Tilraunin hófst 29. desember, og henni lauk 23. maí. í henni voru 136 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk, er tilraunin hófst. Ánum í A-flokki var gefið 100 g', en ánum í B-flokki 50 g af síldarmjöli hvern dag á tilraunaskeiðinu. Að öðru leyti fengu ærnar í báðum flokk- um sama fóður og jafna beit. Framan af tilraunaskeiðinu var ánum ekki gefinn annar fóðurbætir en síldannjölið, en 2. apríl var farið að gefa þeim maísmjöl til viðbótar. Byrjað var að gefa ánni 25 g á dag', sem var smáaukið í 40 g til 10. apríl, og var þá einnig bætt við 15 g af hveiti- klíði handa hverri á. Þessari dagsgjöf af fóðurbætinum var haldið óbreyttri til loka tilraunaskeiðsins 23. mai. Ánum var beitt stöðugt, er veður leyfði og' náðist til jarðar eða þara. Þær voru allar vegnar mánaðarlega á tilraunaskeiðinu eða alls fimm sinnum og auk þess haustið eftir. Lömbin undan tilraunaánum voru öll vegin á fæti 24. september. í A-flokki drápust þrjár ær, og tvær létu lömbum í B-flokki. Til uppgjörs tilraunarinnar komu því 65 ær í A-flokki og 66 ær í B-flokki. 2. Fóðureyðsla á tilraunaskeiðinu. Heyið, sem tilraunaærnar fengu, var allt taða frá sumrinu 1950. Hún var efnagreind, og til efnagreiningar voru tekixr þrjú sýnishorn. Tafla 1 sýnir efnamagn töðunnar, hve mörg kg þurfti í eina fóðurein- ingu og' g meltanlegrar hreineggjahvítu í hverri fóðureiningu. Einnig var síldarmjölið, sem ærnar fengu, efnagreint, og sýnir tafla 2 efna- magn þess, hve mörg kg þurfti í eina fóðureiningu og g' meltanlegrar hreineggjahvítu í hverri fóðureiningu. Tafla 1. Efnagreining töðunnar. Sýnishorn I % Vatn ......................... 15.00 Hráeggjahvíta ................. 8.70 Hráfita ....................... 1.95 Aska .......................... 7.60 Tréni ........................ 31.39 Önnur efni ................... 35.36 Sýnishorn Sýnishorn Meðaltal sýnishorna II III I, II og III % % % 15.00 15.00 15.00 9.05 6.68 8.14 2.10 2.28 2.11 7.35 7.35 7.44 29.70 29.54 30.21 36.80 39.15 37.10 Sanitals 100.00 100.00 100.00 100.00

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.