Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Síða 11

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Síða 11
9 voru 136 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk, er tilraunin hófst. Ærnar í A-flokki fengu 100 g af síldarmjöli á dag hver, en ærnar í B-flokki 50 g. Að öðru leyti fengu ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit. 2. Ærnar voru vegnar fimm sinnum á tilraunaskeiðnu. Lömb til- launaánna voru vegin á fæti 24. sept. 3. Lagt var stærðfræðilegt mat á árangur tilraunarinnar. 4. Tilraunin sýndi, að 9.71 F.E. af síldarmjöli, sem ærnar í A-flokki fengu fram yfir ærnar í B-flokki, höfðu ekki áhrif á þrif ánna á tilraunaskeiðinu, og enn fremur, að mjög lítill og ekki raunhæfur munur var á þunga lambanna á fæti 24. september. II. KAFLI Tilraun í Miðtúni veturinn 1952—1953. 1. Tilhögun og framkvæmd. Tilraun þessi er endurtekning á tilraun, sem gerð var í Miðtúni veturinn 1950—1951 og sagt er frá í kafla I hér að framan. Tilraunin hófst 3. febrúar, og henni lauk 23. maí. 1 henni voru 112 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk, er tilraunin hófst. Ánum í A-flokki var gefið 100 g af síldarmjöli, en ánum í B-flokki 50 g að meðaltali hvern dag á tilraunaskeiðinu. Að öðru leyti fengu ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit. Fram til 10. febrúar voru ærnar látnar liggja úti, en reknar heim að kveldi og síldarmjölið gefið. Þann 10. febrúar er byrjað að hýsa ærnar, en mjög lítið hey gefið fram undir 20. marz. Til 1. apríl fá ærnar engan annan fóður- bæti en síldarmjölið, en þá er farið að gefa hveitiklíð, 10 g að meðal- tali á dag hverri á, og var því haldið óbreyttu til loka tilraunaskeiðsins 23. maí. Ánum var beitt stöðugt, er veður leyfði. Þær voru allar vegnar fjórum sinnum á tilraunaskeiðinu og auk þess haustið eftir. Lömb tilraunaánna voru öll vegin á fæti 23. sept., og fall vegið sér af hverju sláturlambi 26. sept. Hvorki heyið né síldarmjölið var efnagreint, en heyið var allt óhrakin og vel verkuð taða. Við útreikning á fóðurgildi þess, sjá töflu 6, er reiknað með meðaltalstölum viðkomandi fóðurefna, það er, að í fóðureininguna þurfi 2 kg af töðu, 0.75 kg af síldarmjöli o. s. frv. (Halldór Vilhjálmsson, 1929, og Pétur Gunnarsson, 1955). í A-flokki urðu þrjár ær geldar og ein í B-flokki. Við uppgjör til- raunarinnar var þeim sleppt, og koma því til uppgjörs 53 ær í A-flokki og 55 ær í B-flokki.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.