Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 7
5 2) Eru jarðvegstegundir þær, sem notaðar voru við þessar tilraunir, breyti- legar að því er þessi atriði varðar? Hinn geislavirki fosfóráburður var lagaður á þann hátt, að hæfilegu magni af geislavirku monokalsíumfosfati var bætt í upplausn af sama efni með þekktum styrkleika. Geislamagn upplausnanna var jafnan nálægt 0.4 millicurie1) í lítra þegar borið var á. Hluti af upplausninni var geymdur og notaður við ákvörðun á því fosfórmagni í grösum, er stafaði frá áburðinum. Efnarannsóknir voru gerðar á efnarannsóknastofu Búnaðardeildar, en á- kvörðun á geislamagni var framkvæmd undir yfirumsjón prófessor Þor- björns Sigurgeirssonar og með mælitækjum hans, fyrstu árin á rannsókna- stofu jarðvegsrannsókna, en hin síðari á rannsóknastofu Eðlisfræðistofnunar Háskólans. Geislaákvarðanirnar voru gerðar á ösku af grassýnishornum. Áhrif fosfóráburffarmagns á sprettu og fosfórupptöku. Tafla 2 greinir frá helztu niðurstöðum varðandi áhrif vaxandi magns af fosfóráburði á vöxt og fosfórupptöku vallarfoxgrass í tvennskonar jarðvegi, móajarðvegi frá Núpum í Olfusi og mýrajarðvegi, er tekinn var vestan Ing- ólfsfjalls í Ölfusi. Fosfórmagn það, er fyrsti dálkur töflunnar tilgreinir, svarar til 60, 90 og 120 kg P2O5 á ha. Um niðurstöðutölur töflunnar skal vakin athygli á eftirfarandi: 1) Fyrir báðar jarðvegstegundirnar eykst uppskera við vaxandi fosfórmagn, og er þessi uppskerumunur raunhæfur en ekki háður tilviljunum (dálkur 1), þ. e. uppskerumagnið vex ótvírætt, þegar fosfórmagnið eykst úr 60 í 90 kg P2O5 á ha og eins er það er aukið úr 90 í 120 P2O5 á ha. Uppskeran eykst álíka mikið fyrir þessar tvær jarðvegstegundir, miðað við sama áburðar- magn. Sumarið 1958 var mjög lítil uppskera í pottunum með mýrajarðvegi, og er ástæðan ókunn og óljós. 2) Fosfórmagn grassins vex þegar áburðarmagnið er aukið úr 82.8 mg P í 124.2 mg P í pott, en helzt svo óbreytt þó að fosfóráburðurinn sé aukinn í hæsta skammt, 165.6 mg P í pott (dálkur 2). Þetta er raunar ekki í fullu samræmi við niðurstöður vallartilrauna, er gerðar hafa verið á tilrauna- stöðvum jarðræktarinnar; þar eykst fosfór grassins að jafnaði með áburðar- magni allt að 120 kg P2O5 á ha, en stærri fosfórskammtar hafa ekki verið notaðir í umræddum tilraunum (sjá töflu 12, bls. 27). Dálítill hluti af þeim gögnum er liggja fyrir um þetta efni hefir verið birtur (Björn Jóhannesson, 1956. Árni Jónsson 1955—56, bls. 16, 41, 61 og 83, og 1957—58, bls. 41). Það er athyglisvert, að fosfórmagn grassins í pottatilraununum er nokkuð breyti- legt frá ári til árs. Þessu veldur væntanlega að verulegu leyti þroskastig grass- ins þegar það er slegið og ef til vill sumpart breytilegur áburðartími. 3) Heildarmagn þess fosfórs, sem grasið safnar i blöð og stöngla, vex með auknu fosfóráburðarmagni, en munur jarðvegstegundanna varðandi þetta atriði er lítill og óviss (dálkur 3). *) „Millicurie" er mælieining fyrir útgeislunarmagn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.