Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 21

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 21
19 LINURIT 2. Áhrif fosfóráburðar á fosfórupptöku grass. Tölur í svigum aftan við nöfn tilraunastöðvanna tákna magn köfnunarefnisáburðar í kg N á ha. Línuritin eru gerð eftir meðallagstölum í töflum 5, 6 og 7. The ejject oj phosphorus on phosphorus uptake by grass. Ntímbers in parentheses, follozv- ing the experimental sites names, indicate kg of nitrogen applied to a hectare. The graph is constructed from the mean values oj Tables 5, 6 and 7. „Kg P/ha í grasi" means total phos- phorus pr. hectare in grass. spildur, er töflurnar taka til. Hinsvegar er allmikill munur á heildarupp- töku tilraunastaðanna fyrir hvern tiltekinn fosfóráburðarskammt, og má ætla að einkum valdi breytilegur jarðvegur, en sumpart mismunandi veður- far. Töflur 11 og 12 (bls. 26—27) tilgreina meðallagstölur fyrir fosfórmagn grass- ins í þessum tilraunum, en tafla 13 greinir frá nokkrum jarðvegseiginleik- um. Sámsstaðatilraunirnar sýna t. d., að fyrir sambærilegan skammt fos- fóráburðar taka grösin á mýrajörðinni (Sámsst. (70 N)) upp allmiklu meira fosfórmagn en grös móajarðvegsins (Sámsst. (120 N)), þrátt fyrir það að móajörðin fær miklu stærri köfnunarefnisskammt. Kemur hvortveggja til, að fosfórmagn grassins á mýratúninu er að öðru jöfnu heldur meira (sjá töflur 11 og 12), og að mýrajörðin gefur meiri uppskeru að öðru jöfnu. Langmestan fosfór taka grösin upp á Reykhólamýrinni; fosfórmagn grassins er hátt (tafla 12) og uppskera mikil. Jarðvegurinn í tilrauninni á Skriðu- klaustri er fínsendinn, en allríkur að lífrænum efnum (tafla 13), og gefur

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.