Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Page 31

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Page 31
29 að láta fosfórmagnið hækka tiltölulega hægar en köfnunarefnismagnið. Þetta hefði og tvímælalaust mátt gera án þess að uppskera minnkaði, eða að fos- fórmagn grassins yrði of lágt frá fóðuríræðilegu sjónarmiði. Samanburöur á niðurstöðum pottatilrauna og vallartilrauna. Þær pottatilraunir, er að framan getur, eru fyrstu hérlendar áburðarrann- sóknir í Mitscherlich pottum, sem komið er fyrir á víðavangi. Er þær hófust var því ókunnugt um hagnýtt gildi þeirra, eða að hve miklu leyti unnt yrði að heimfæra niðurstöður slíkra tilrauna við túnrækt. En samanburður á þess- um niðurstöðum og framangreindum niðurstöðum vallartilrauna tilrauna- stöðvanna bendir raunar til þess, að áburðarrannsóknir í Mitscherlich pott- um gefi önnur svör og hafi af þeim sökum takmarkað giidi. Skulu hér nefnd nokkur atriði til stuðnings þessari áiyktun. 1. Þrif grasanna í pottunum virtust í lakara lagi miðað við köfnunarefnis- skammtinn, er svaraði til 150 kg af köfnunarefni á ha. Það varð tiltölu- lega fljótt vart köfnunarefnisskorts, og spretta varð ætíð hverfandi lítil eftir að grösin voru skorin. 2. Fosfórmagn grassins var mjög lágt miðað við það, sem algengast er um grös á túnum, sem ekki eru í mjög miklu fosfórsvelti. Kemur þessi munur berlega í Ijós, ef bornar eru saman tölurnar í dálkum nr. 2 í töflum 2 og 3 og í töflum 11 og 12. Ekki getur skýring þessa mikla mismunar verið sú, að fosfórupplausn var borin í pottana. Til samanburðar var notað kornað þrífosfat, og gaf það ekki meira fosfórmagn í grasi pottanna en upplausnin. 3. „Fosfórjafnvægi“ þeirra potta, sem fengu fosfóráburð er nam 90 kg P2O5 á ha, reyndist 20—30%, en í vallarreitum með sambærilegu fosfórmagni var það nálega tvisvar sinnum meira, eða 40—60%. Þetta táknar, að grös vallarins skiluðu um tvöfalt meira fosfórmagni en grös pottanna, miðað við sambærilegan árlegan fosfórskammt. Af framangreindum samanburði er Ijóst, að niðurstöður umræddra potta- tilrauna, varðandi nýtingu og þörf fyrir fosfóráburð, gefa ranga mynd af fos- fórbúskap túna. Að vísu er ekki um sams konar jarðveg að ræða í potta- og vallartilraununum, né heldur urn sama umhverfi, en mismunur sá, er um ræðir í töluliðum 2 og 3 hér að framan, er svo ótvíræður, að fyrrnefnd ályktun um hagnýtt gildi pottatilraunanna er greinilega nærri sanni. Ástæður þessa mismunar eru að vísu ókunnar, en nærri liggur að ætla, að ólík hitaskilyrði í potti, sem stendur í 75 cm hæð yfir jörðu og í jarðvegi túns- ins, valdi hér mestu um. Mikil vökvun með köldu Gvendarbrunnavatni (6— 8°C) getur og hugsanlega hafa haft óhagstæð áhrif. En þrátt fyrir umrædda annmarka tilrauna í Mitscherlich pottum, geta rannsóknir með aðstoð þessara potta haft nokkuð gildi við afstætt eða relatíft mat á verkun áburðar eða íburðar, eins og t. d. varðandi áhrif áburðarkalks.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.