Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 38

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 38
NÍTRATMAGN í GRASI OG FÓÐURKÁLI INNGANGUR Þess eru nokkur dæmi, að hátt nítratmagn í fóðurjurtum hafi valdið dauða búfjár, einkum nautgripa. Virðist þessa helzt hafa orðið vart í Norður-Am- eríku, og bandarískir og kanadískir vísindamenn liafa unnið mest rannsókn- arstörf á þessu sviði. Telja þeir, að fóðurjurtir, er innihalda meira en 0,2% af nítratköfnunarefni (NO3—N), geti verið hættulegar lífi og heilsu búfjár- ins (sjá t. d. Bradley, et. al., 1940). Sumir telja, að minna nítratmagn, eða frá 0,1 til 0,15% NO3—N, geti haft skaðleg áhrif, þótt ekki sé það lífshættu- legt (Muhrer et. al., 1956). Stewart og samverkamenn (1958) drápu tilrauna- kú með því að gefa henni tæp 8 g af NO3—N fyrir hver 100 kg af lifandi vigt. Sund (1959) komst að eftirfarandi niðurstöðum við rannsóknir í Wisconsin: 1) Kýr létu kálfum vegna mikils nítratmagns í illgresisjurtum, er uxu i beitilandinu. 2) Þrjár kvígur drápust, er þeim voru gefin 20 g af NO3—N í tvo daga í röð. 3) Þrjár kvígur létu kálfum á 3—5 dögum við daglega inngjöf af 14 g af NOa-N. 4) Þrjár kvígur, sem í samfellt sex vikur fengu daglega 8 g af NO3—N, sakaði ekki. Hér skal drepið á danskar og sænskar rannsóknir á nítratmagni jurta af krossblómaætt. Chresten Sörensen (1960) rannsakaði nítratmagn í fóðurróf- um í Danmörku, bæði í káli og rót, við breytilegt áburðarmagn og komst m. a. að þessum niðurstöðum: Kg N/ha sem NaNOs .................. 0 62,4 124,8 187,2 249,6 312,0 % NOa-N í þurrefni káls, 1950 0,11 0,094 0,18 0,32 0,42 % NOs-N í þurrefni káls, 1954 0,131 0,166 0,434 0,409 0,520 0,671 Nítratmagn rótanna í þessum tilraunum var miklu lægra en í kálinu og mest 0,22%. Þessar tölur sýna, hve nítratmagn í káli fóðurrófna er háð á- burðarmagni. Sture Eriksson og Folke Vestervall (1960) efnagreindu raps á mismunandi tímum sumars við mismunandi áburðarmagn og komust m. a. að þessum niðurstöðum: Kg N á ha sem kalksaltpétur, (CaN03)2: ......... 0 62 124 186 % NO3—N af þurrefni; meðaltal 6 sláttutíma .... 0,14 0,31 0,41 0,56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.