Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 38

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 38
NÍTRATMAGN í GRASI OG FÓÐURKÁLI INNGANGUR Þess eru nokkur dæmi, að hátt nítratmagn í fóðurjurtum hafi valdið dauða búfjár, einkum nautgripa. Virðist þessa helzt hafa orðið vart í Norður-Am- eríku, og bandarískir og kanadískir vísindamenn liafa unnið mest rannsókn- arstörf á þessu sviði. Telja þeir, að fóðurjurtir, er innihalda meira en 0,2% af nítratköfnunarefni (NO3—N), geti verið hættulegar lífi og heilsu búfjár- ins (sjá t. d. Bradley, et. al., 1940). Sumir telja, að minna nítratmagn, eða frá 0,1 til 0,15% NO3—N, geti haft skaðleg áhrif, þótt ekki sé það lífshættu- legt (Muhrer et. al., 1956). Stewart og samverkamenn (1958) drápu tilrauna- kú með því að gefa henni tæp 8 g af NO3—N fyrir hver 100 kg af lifandi vigt. Sund (1959) komst að eftirfarandi niðurstöðum við rannsóknir í Wisconsin: 1) Kýr létu kálfum vegna mikils nítratmagns í illgresisjurtum, er uxu i beitilandinu. 2) Þrjár kvígur drápust, er þeim voru gefin 20 g af NO3—N í tvo daga í röð. 3) Þrjár kvígur létu kálfum á 3—5 dögum við daglega inngjöf af 14 g af NOa-N. 4) Þrjár kvígur, sem í samfellt sex vikur fengu daglega 8 g af NO3—N, sakaði ekki. Hér skal drepið á danskar og sænskar rannsóknir á nítratmagni jurta af krossblómaætt. Chresten Sörensen (1960) rannsakaði nítratmagn í fóðurróf- um í Danmörku, bæði í káli og rót, við breytilegt áburðarmagn og komst m. a. að þessum niðurstöðum: Kg N/ha sem NaNOs .................. 0 62,4 124,8 187,2 249,6 312,0 % NOa-N í þurrefni káls, 1950 0,11 0,094 0,18 0,32 0,42 % NOs-N í þurrefni káls, 1954 0,131 0,166 0,434 0,409 0,520 0,671 Nítratmagn rótanna í þessum tilraunum var miklu lægra en í kálinu og mest 0,22%. Þessar tölur sýna, hve nítratmagn í káli fóðurrófna er háð á- burðarmagni. Sture Eriksson og Folke Vestervall (1960) efnagreindu raps á mismunandi tímum sumars við mismunandi áburðarmagn og komust m. a. að þessum niðurstöðum: Kg N á ha sem kalksaltpétur, (CaN03)2: ......... 0 62 124 186 % NO3—N af þurrefni; meðaltal 6 sláttutíma .... 0,14 0,31 0,41 0,56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.