Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 50

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 50
48 Reynslan er því áþekk hér og annars staðar: Nítratmagn í fóðurkáli er að öðru jöfnu mikið liærra en í grasi og væntanlega oftast meira en 0,2% NO3 —N hér á landi, því að óráðiegt er talið að bera mikið minna á en sem svarar til 150 kg N á ha, ef tryggja á viðhlítandi sprettu. En rétt mun að varast að bera mjög mikið köfnunarefni á fóðurkál, vegna eitrunarhættu af völdum nítrats. Ályktanir. Rannsóknir þær sem þegar hafa verið gerðar varðandi nítratmagn í fóður- jurturn og áhrif þess á þrif búfjár, hafa leitt í ljós þessar niðurstöður: Skaðsemi nítratsins er liáð tveim meginatriðum: 1) Magni nítratsins í fóðrinu. 2) Öðrurn óþekktum þcetti eða þáttum, sem virðast hafa úrslitaþýðingu um áhrif nítratsins. Á meðan þessir „aðrir þættir“ eru óþekktir, verður ekki dæmt um það eftir nítratmagni fóðursins einu saman, hvort það kunni að reynast hættu- legt heilsu og lífi búfjárins. Lítið nítratmagn ætti þó að vera ósaknæmt, en hins vegar er óvíst hvort tiltölulega mikið eða talsvert magn kann að reyn- ast saklaust, skaðlegt eða jafnvel banvænt. Vegna þessarar óvissu er rétt að haga ræktun þannig, að sem minnstar líkur verði fyrir mikilli nítratsöfnun í fóðrinu. Með hliðsjón af þeim niðurstöðum er um ræðir í þessari ritgerð, sýnist eðlilegt að mæla með eftirfarandi: 1) Fyrir grasrœkt hér á landi er ekki ráðlegt að bera meira en 350 kg af Kjarna á hektara, eða sem svarar til um 120 kg af köfnunarefni (N). Fyrr- greindar rannsóknir benda hins vegar ekki til þess, að þessi áburðar- skammtur eða minni skammtar muni hafa skaðleg áhrif vegna nitrat- magns grassins. Jafnframt má geta þess, að oft mun vafasamur hagnaður að því að bera á tún stcerri köfnunarefnisskammta en sem svarar 350 kg af Kjarna á ha, ef upskerumagn eitt er haft í huga. 2) Fyrir fóðurkál er rétt að stilla köfnunarefnismagni i hóf eftir þvi sem fcert þykir og bera ekki meira en 450 kg af Kjarna á ha, eða 150 kg af köfnunarefni. Hins vegar tjóar ekki að draga mikið úr áburðarmagni fyrir fóðurkál, því að þá fcest ekki viðunandi spretta, sérstaklega ekki í köldum sumrum. ABSTRACT: Nitrate content in grass and fodder sugar beets This paper presents data on the nitrate content of grass samples from fertilized, permanent meadows (tuns) and of a few other fodder plants. Table 1 presents NO3—N contents of some range plants at different times of the growing season. Table 2 illustrates that fertilizers with nitrogen as nitrate have greater effect on the nitrate content of grass than those containing nitrogen as ammonium ion. Table 3 illustrates the effect of increased rates of nitrogen fertilizers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.