Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 88

Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 88
Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. is www.idex.is Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Betri gluggar - betri heimili Opel merkið hefur átt sínar hæðir og lægðir í sölu á Íslandi en það var vinsælt merki um aldamótin. Opel Astra hlaut titilinn Bíll ársins í Evrópu árið 2016, en næstu kynslóðar hans er að vænta á næsta ári. njall@frettabladid.is Opel umboðið mun vera að færast yfir til Brimborgar, en Bílabúð Benna hefur haft Opel umboðið síðan 2014 þegar það fór frá BL. Á þeim tíma  missti Bílabúð Benna Chevrolet umboðið vegna ákvörð­ unar GM um að hætta sölu á merk­ inu í Evrópu. Opel merkið er nú undir Stellantis samsteypunni eftir samruna Fiat Chrysler Automo­ biles og PSA í Frakklandi, og byggir hönnun nýrra Opel bíla að miklu leyti á undirvögnum og vélbúnaði PSA. Það þarf því ekki að koma á óvart að Brimborg sé að taka við merkinu, enda eru bæði Peugeot og Citroen merkin þar innandyra. Að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, er þetta til­ komið vegna þess að Stellantis vill f lytja ábyrgð á innf lutningi, sölu og þjónustu á Opel bílamerkinu til Brimborgar sem er með önnur merki þeirra fyrir. Egill vildi á þessu stigi ekki fara út í nánari útfærslu á hvernig og hvenær tilfærslan fer fram. Mun Opel merkinu vera ætl­ aður staður í aðalbyggingu Brim­ borgar til að byrja með, en víst verð­ ur þröngt þar í húsi þar sem stutt er í að annað merki verði kynnt þar, sem er Polestar rafbílamerkið sem er systurmerki Volvo. Næsti bíll Opel merkisins á markað er hinn mikilvægi Opel Astra sem kemur nú í sinni áttundu kynslóð og verður meðal annars boðinn sem tengiltvinnbíll. Hann var frumsýndur í fimm dyra útgáfu fyrir stuttu en einnig hefur verið uppi orðrómur að blendingsútgáfu sé að vænta undir nafninu Opel Astra Cross. Bílarnir verða með þriggja strokka 1,2 lítra bensín­ vélum og 1,5 lítra dísilvélum ásamt tveimur tengil tvinnútgáfum sem eru 180­225 hestöfl. Loks er von á rafdrifnum Astra­e árið 2023. ■ Opel umboðið mun færast til Brimborgar á næstunni Opel merkið hefur verið hjá Bílabúð Benna í sjö ár en nú er stutt í að það flytji á Bíldshöfðann. njall@frettabladid.is Kia kynnti í gær fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frum­ sýningu á Kia EV6 en Kia EV9 er væntanlegur á markað 2023. Um sjö sæta bíl er að ræða sem er mikill um sig svo að ekki verður hægt að selja hann á sumum mörkuðum í Evrópu en telja má líklegt að hann fari í sölu á Íslandi samt sem áður. Innandyra verður mjög breiður upplýsingaskjár sem nær yfir miðju­ stokk bílsins. Að sögn Kia verður hægt að breyta uppsetningu innandyra sem gefur til kynna að hægt sé að færa til sæti meira en áður. Bíllinn mun að öllum líkindum koma á E­GMP undirvagn­ inum og hafa meira drægi en EV6 þar sem meira pláss er fyrir stærri raf hlöðu. Kia EV9 verður frum­ sýndur formlega á bílasýningunni í LA sem hefst í næstu viku og munu koma nánari upplýsingar um bílinn í næsta bílablaði Fréttablaðsins. ■ Sjö sæta Kia EV9 rafbíllinn væntanlegur Kia EV9 verður stór sjö sæta rafbíll með miklu plássi innandyra. njall@frettabladid.is Aðeins nokkrum dögum eftir að Toyota kynnti bZ4x rafbílinn sinn kynnti Subaru til sögunnar Solterra raf bílinn í lok vikunnar. Bíllinn var frumsýndur í Japan en honum er ætlað að seljast á alþjóðlegum markaði. Subaru Solterra verður aðeins seldur sem fjórhjóladrifs­ bíll og er hann með tveimur 107 hestafla rafmótorum. Samtals skilar hann því 215 hestöflum gegnum X­ Mode fjórhjóldrifskerfið. Bíllinn verður með sömu 71,4 kWst rafhlöðu og systurbíllinn frá Toyota sem gefur honum allt að 460 km drægi. Bíllinn er nokkuð líkur bZ4x fyrir utan framsvipinn sem er ákveðnari. Það sama á við innan­ dyra þar sem sams konar skjábún­ aður er fyrir hendi, með sáralitlum breytingum á innréttingu. Búast má við bílnum í sölu í Evrópu snemma næsta sumar, en fyrstu eintökin á Íslandi koma í júní. ■ Subaru kynnir rafbílinn Solterra Subaru Solterra verður aðeins seldur sem rafdrifinn fjórhjóladrifsbíll. njall@frettabladid.is Volkswagen AG áætlar að byggja nýja verksmiðju fyrir tilvonandi f laggskip sitt í nágrenni Wolfs­ burg. Trinity rafbíllinn fer að öllum líkindum á markað árið 2026 og mun hann keppa við Tesla, og þá einnig í framleiðsluferlinu. Hefur markið verið sett á að aðeins taki 10 klukkustundir að framleiða bílinn sem framleiddur verður í 250.000 eintökum á ári. Trinity verður fyrsti bíll Volkswagen sem byggður verður á nýjum SSP sem er skalanlegur og mun fjölhæfari en MEB undirvagn­ inn sem nú er í notkun. Til að gera þetta mögulegt telur Volkswagen að byggja þurfi nýja risaverksmiðju sem einblínir á framleiðslu Trinity­bílsins. Mun það vera ódýrara en að breyta núverandi verksmiðju sem fram­ leitt getur 500.000 bíla á ári. Er þetta því hreint viðbót við framleiðslugetu Volkswagen. Stjórn Volkswagen á þó eftir að taka endanlega ákvörðun en fjármögnun hennar er tilbúin. Búast má við endanlegri ákvörðun í næsta mánuði frá Volkswagen en telja má afar líklegt að af þessum fram­ kvæmdum verði. Risaverksmiðja Tesla fyrir utan Berlín mun geta framleitt allt að 500.000 bíla á ári. ■ Volkswagen byggir nýja verksmiðju fyrir Trinity Með Trinity vonast Volkswagen til að geta keppt við Tesla hvað varðar framleiðslugetu. Næsti bíll Opel merkis- ins á markað er hinn mikilvægi Opel Astra sem kemur nú í sinni áttundu kynslóð og meðal annars sem tengiltvinnbíll. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.