Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 7
Austfirsk fræði á samsteyputímum Nú eru í heiminum miklir samrunatímar. Öll Evrópa er að renna saman í eitt viðskipta-, neyslu og stjórnsýslusvæði, landamæri orðin óglögg og sérkenni þjóða og menningarsvæða virðast helst eiga sér lífsvon í meira og minna sviðsettum sýnishornum handa ferðamönn- um. Er hér fyrst og fremst um að kenna eyðingarmætti einhliða og innantóms afþreyingar- iðnaðar. ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Yfirráð yfir frumframleiðslunni safnast á sífellt færri hendur, sveitarfélög renna saman, kjördæmi breytast og svæðisbundin menningarstarfsemi á undir högg að sækja. Þessar samsteypur, hversu hagkvæmar sem þær kunna að vera út frá efnahagslegum forsendum, eiga það sameiginlegt að þær eru líklegar til að draga úr samstöðu og samkennd íbúanna og vægi hvers einstaklings þegar ákvarðanir eru teknar. Það nýjasta er að Austfirðingum hefur verið tvístrað og mynda Skaftafellssýslur og Múlasýslur nú hvorn sinn útnárann í nýjum og stórum kjördæmum. Hvaða áhrif þetta hefur fyrir austfirsk menningarsérkenni í víðum skilningi á eftir að koma í Ijós en ekki er ólíklegt að orðið Austfirðingur muni í framtíðinni fá allt aðra merkingu heldur en það hefur á okkar tímum. Raunar hafa þjóðfélagsbreytingar síðustu áratuga haft það í för með sér að stærsti hluti Austfírðinga (þ.e. fólk sem er fætt og uppalið hér fyrir austan) býr ekki lengur á Austurlandi heldur ýmist fyrir norðan eða sunnan. Hinu er ekki að neita að það er einmitt þetta brottflutta fólk sem sýnir átthögum sínum oft á tíðum hvað mesta ræktarsemi og vonandi er það rétt sem ýmsir spá að einhver hluti þessara „flótta- manna“ muni snúa aftur ef lífskjör og atvinnuskilyrði snúast til hins betra í fjórðungnum. Meðal þess sem gerir okkur að Austfirðingum er sameiginleg saga, ákveðin ættartengsl og einstakt umhverfi. Flestir fá á því áhuga fyrr eða síðar að grafast fyrir um rætur sínar og það umhverfi sem þær spruttu í. Til að auðvelda mönnum þessa leit eru í Austfirðinga- fjórðungi gefin út þrjú tímarit, Glettingur, Múlaþing og Skaftfellingur og mun enginn landshluti annar getað státað af annarri eins ijölbreytni. Þeir sem hafa áhuga á austfírskum fræðum eiga því að hafa úr nokkru að moða, hvort heldur þeir eru einungis þiggjendur eða vilja láta eitthvert efni af hendi rakna. Milli Glettings og Múlaþings hefur jafnan verið öfl- ug samvinna enda að hluta sama fólk sem að þeim stendur og tekist hefur að gefa þau út án þess að til hafí komið opinberir styrkir, að vísu með því móti að efni er lagt til þeirra án þess að greiðsla komi fyrir. Engin dauðamerki er að sjá á þessum ritum og af Múlaþingi er þá sögu að segja að áskrifendum fjölgaði meira á síðasta ári en líklega nokkru sinni fyrr frá því þetta rit var stofnað fyrir bráðum þrjátíu árum og aldrei hafa jafnmargar greinar beðið birtingar og einmitt nú. Múlaþing gegnir mikilvægu hlutverki í að tengja saman það fólk scm hér býr eða hefur taugar til svæðisins og opna augu þess fyrir ýmsum þáttum sem tengjast nútíð okkar og fortíð og vonandi fær það að lifa og sinna þessu hlutverki áfram þótt nú blasi við meiri breytingar á austfírsku samfélagi heldur en nokkru sinni fyrr frá því síðari heimsstyrjöld- inni lauk. FNK 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.