Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 9
Arndís Þorvaldsdóttir
I landnámi Freysteins
fagra
Þáttur um eyðibyggð í Hellisfirði og
Viðfirði
r
milli Norðfjarðarnípu að norðan og
Barðsness að sunnan liggur Norð-
fjaröarflói. Landnáma greinir frá að
þar hafí tveir landnámsmenn numið land.
Egill hinn rauði nam Norðfjörð og bjó á
Nesi en Freysteinn hinn fagri Hellisfjörð,
Viðfjörð og Sandvík. Reisti hann bæ sinn á
Barðsnesi sem afmarkar Norðfjarðarflóa að
sunnanverðu og endar í Barðsneshorni sem
er einkar formfögur og litrík náttúrusmíð.
Öll voru lönd Freysteins innan Norð-
fjarðarflóa nema Sandvík sem liggur sunn-
an Barðsness að Gerpi og var þar austasta
mannabyggð á íslandi.
Um 10 alda skeið urðu litlar breytingar
á búskaparháttum landsmanna, stundaður
var búskapur, studdur af sjósókn í baráttu
við óblíð náttúruöfl. Virðast menn hafa
unað hag sínum vel í landnámi Freysteins
og um aldamótin 1900 voru íbúar á svæðinu
rúmlega 170.
Engu að síður hlaut byggðin þau örlög
að leggjast í eyði um miðja síðustu öld og
Yfir Norðjjarðarflóa, sér inn í Viðfiörð og Hellisfiörð.
Barðsnes í vinstra horninu niðri. Ljósm. SGÞ.
mættu fornmennirnir Egill og Freysteinn
líta yfir lendur sínar nú mundi mæta þeim
ólík sjón: á landnámsjörð Egils stendur nú
Neskaupstaður, einn af blómlegri útgerðar-
bæjum landsins og inn af honum Norðfjarð-
arsveit með reisulegum bændabýlum. I
landnámi Freysteins hefur hins vegar öll
byggð lagst af enda flestar jarðirnar með
litla ræktunarmöguleika sem eru forsenda
nútímabúskapar og auk þess illa í sveit
settar hvað samgöngur varðar.
Aðeins leið um áratugur frá því að los
kom á búsetu þangað til allar jarðir voru
komnar í eyði og var ástæðan fyrst og
fremst sú að bæði sjósóknin og sauðfjárbú-
skapurinn á köflum, kölluðu á margar hend-
ur, byggðist því búsetan að miklu leyti á
samhjálp íbúanna.
Hver einn bær á sína sögu segir einhvers
staðar og vil ég bjóða ykkur, lesendur góðir,
að fylgja mér um landnmám Freysteins
fagra. Farið verður bæ af bæ, staldrað stutt
við og skyggst eftir sögu.
Hellisfjörður er um þriggja km langur
og gengur inn úr Norðfjarðarflóa á milli
7