Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 12
Múlaþing
Sveinsstaðaeyri í Hellisfirði. Ljósm. SGÞ.
ur Davíðsdóttir sem síðar varð húsfreyja í
Viðfirði. Er þeirra hálfsystra sérstaklega
getið hér vegna þess að báðar áttu sonarsyni
sem áttu eftir að helga líf sitt íslenskum
fræðum og eiga drjúgan þátt í að varðveita
þjóðararfínn. Sonarsonur Sigríðar var
doktor Björn Bjarnason frá Viðfirði en Ing-
unn var amma fræðaþulsins og þjóðsagna-
safnarans Sigfúsar Sigfússonar. Loðir enn
við suma afkomendur þeirra systra að hafa
gaman af að rýna í skræður og halda til
haga fornum fróðleik.
Sigfús Sigfússon segir um ömmu sína
að hún hafi þótt bráðskörp, fróð á ættir og
almúgasagnir, handiðnakona og verkmaður
svo af bar. Frægust var hún þó fyrir
skyggnigáfu sína og sagt var að hún vissi
fyrir komu hvers manns á heimilið og sæi
fyrir óorðna atburði langt fram í tímann.4
Arin um og upp úr 1880 voru mikil ísaár
og lá haffsinn langt fram á sumar við Norð-
ur- og Austurland svo grasbrestur varð ár
eftir ár. Þegar manntal er tekið 1880 eru
íbúar á bæjunum í Hellisfirði 50 talsins.
Þeir virðast koniast þokkalega af, þrátt fyrir
harðindin, sem m.a. má marka af því, að
enginn sem þar er heimilisfastur freistar
gæfunnar og fer til Ameríku, eins og svo
margir Austfirðingar gerðu á þeim tíma.
Frá Hellisfirði fer aðeins ein ijölskylda
vestur og er það ekki fyrr en árið 1902.
Líklega er ástæðan sú að þó þessi ár væru
óhagstæð til lands var öðru máli að gegna
við sjóinn því þegar ísinn hvarf var upp-
gripaafli alveg upp í landsteinum svo út-
gerðir gáfu góðan arð og björg í bú.
I búskaparannál í Sveitum og jörðum í
Múlaþingi er hæfileg áhöfn á jörðinni
Hellisfirði talin vera ijórar kýr og geldneyti,
tveir hestar og 600 ljár.
Ræktunarmöguleikar voru hins vegar
engir og þangað komu aldrei þau landbún-
aðartæki sem svo ómissandi hafa verið í
íslensku bændasamfélagi á síðustu öld.
Sömu sögu er að segja um akveg, rafmagn
og síma sem þykja nauðsynleg í nútíma-
þjóðfélagi. Því hlaut að fara sem fór.
Hellisfjörður fór í eyði árið 1952. Síð-
4
Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar I bindi bls. 402.
10