Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 15

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 15
landnámi Freysteins fagra Olaf Nielsen, hingað komnir frá Túnsbergi, ráða húsum. Hér eru komnir starfsmenn norska fyrirtækisins Brödrene Bull sem á árunum 1901 til 1906 rak hvalveiðistöð í Hellisfirði. Stöðin var flutt frá Stekkeyri í Hesteyrarfírði, eftir að hval hafði nánast verið útrýmt við Vestfírði. Bull gerði út tvo báta sem hétu Fálkinn og ísland. Framan af gekk með miklum ágætum og fyrsta árið komu á land 173 hvalir. I bók Jónasar Arnasonar, Veturnótta- kyrrw: segir lítillega frá hvalveiðistöðinni í Hellisfírði. Heimildarmaður er Guðmundur Bjarnason útvegsbóndi á Sveinsstöðum. Guðmundur var fæddur 1884 og er því um 17 ára að aldri þegar hvalveiðiævintýrið á Sveinsstaðaeyri hefst. Arið 1906 keypti norsk- skoska fýrir- tækið Chr. Salvesen og Co, sem hafði aðal- bækistöðvar sínar í Skotlandi, hvalstöðina og rak hana til ársins 1913. Á meðan stöðin var í rekstri komu þar á land 1243 hvalir, fæstir árið 1912 en þá veiddist aðeins 31 dýr, enda hvalur orðinn sjaldgæf sjón eftir gegndar- lausa ofveiði, höfðu þá allar aðrar hvalveiði- stöðvar á Austíjörðum verið lagðar niður eða fluttar þangað sem veiðivon var meiri. Ekki er að efa að þessi áratugur í sögu Hellisijarðar hefur verið viðburðarríkur. I hvalstöðinni vann mikill fjöldi aðkomu- manna sem eflaust hafa sett sinn svip á mannlífið. Þá kom fjöldi manns af Suður- íjörðum, Héraði og víðar í hvalstöðina að afla sér matfanga og voru hvalaafurðirnar fíuttar langar leiðir á klökkum. í dag sjást nánast engin merki um þessi miklu mannvirki á Sveinsstaðaeyri en Geir Hólm safnvörður í Sjóminjasafninu á Eski- fírði hefur gert vandað líkan af hvalstöðinni sem er til sýnis í safninu. Þar má sjá að á annan tug húsa hafa tilheyrt hvalstöðinni. Auk verksmiðjuhúsanna voru þar íbúðar- braggar, járnsmíðaverkstæði, trésmíðaverk- Hermann Þorleifsson á refaveiðum. Eigandi myndar Jóna Hermannsdóttir. stæði, geymsluhús og svínahús svo eitthvað sé talið. Við gerð líkansins studdist Geir við ljósmyndir og upprunalegar teikningar sem hann fékk frá Noregi.6 Haustið 1956 kveður Jónas Ámason um Sveinsstaðaeyri: Á eyrinni þar sem áður fyrr allt var í miklu gengi með vélahark og húsafjöld og hundrað vaska drengi sem tuggðu skro og skirptu langt og skáru spik og rengi, þar stendur ein bryggja stauraskökk og stendur víst ekki lengi.7 I nútímanum hefur Sveinsstaðaeyrin fengió nýtt hlutverk en þar hefur verið 6Líkan af hvalstöðinni í Heliisfirði. Sjómannadagsblað Neskaupstaóar 1987, bls. 70. Höfundar ekki getið. 7 Veturnóttakyrrur bls. 116. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.