Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 15
landnámi Freysteins fagra
Olaf Nielsen, hingað komnir frá Túnsbergi,
ráða húsum. Hér eru komnir starfsmenn
norska fyrirtækisins Brödrene Bull sem á
árunum 1901 til 1906 rak hvalveiðistöð í
Hellisfirði. Stöðin var flutt frá Stekkeyri í
Hesteyrarfírði, eftir að hval hafði nánast
verið útrýmt við Vestfírði.
Bull gerði út tvo báta sem hétu Fálkinn
og ísland. Framan af gekk með miklum
ágætum og fyrsta árið komu á land 173
hvalir. I bók Jónasar Arnasonar, Veturnótta-
kyrrw: segir lítillega frá hvalveiðistöðinni í
Hellisfírði. Heimildarmaður er Guðmundur
Bjarnason útvegsbóndi á Sveinsstöðum.
Guðmundur var fæddur 1884 og er því um
17 ára að aldri þegar hvalveiðiævintýrið á
Sveinsstaðaeyri hefst.
Arið 1906 keypti norsk- skoska fýrir-
tækið Chr. Salvesen og Co, sem hafði aðal-
bækistöðvar sínar í Skotlandi, hvalstöðina og
rak hana til ársins 1913. Á meðan stöðin var
í rekstri komu þar á land 1243 hvalir, fæstir
árið 1912 en þá veiddist aðeins 31 dýr, enda
hvalur orðinn sjaldgæf sjón eftir gegndar-
lausa ofveiði, höfðu þá allar aðrar hvalveiði-
stöðvar á Austíjörðum verið lagðar niður eða
fluttar þangað sem veiðivon var meiri.
Ekki er að efa að þessi áratugur í sögu
Hellisijarðar hefur verið viðburðarríkur. I
hvalstöðinni vann mikill fjöldi aðkomu-
manna sem eflaust hafa sett sinn svip á
mannlífið. Þá kom fjöldi manns af Suður-
íjörðum, Héraði og víðar í hvalstöðina að
afla sér matfanga og voru hvalaafurðirnar
fíuttar langar leiðir á klökkum.
í dag sjást nánast engin merki um þessi
miklu mannvirki á Sveinsstaðaeyri en Geir
Hólm safnvörður í Sjóminjasafninu á Eski-
fírði hefur gert vandað líkan af hvalstöðinni
sem er til sýnis í safninu. Þar má sjá að á
annan tug húsa hafa tilheyrt hvalstöðinni.
Auk verksmiðjuhúsanna voru þar íbúðar-
braggar, járnsmíðaverkstæði, trésmíðaverk-
Hermann Þorleifsson á refaveiðum. Eigandi
myndar Jóna Hermannsdóttir.
stæði, geymsluhús og svínahús svo eitthvað
sé talið. Við gerð líkansins studdist Geir við
ljósmyndir og upprunalegar teikningar sem
hann fékk frá Noregi.6
Haustið 1956 kveður Jónas Ámason um
Sveinsstaðaeyri:
Á eyrinni þar sem áður fyrr
allt var í miklu gengi
með vélahark og húsafjöld
og hundrað vaska drengi
sem tuggðu skro og skirptu langt
og skáru spik og rengi,
þar stendur ein bryggja stauraskökk
og stendur víst ekki lengi.7
I nútímanum hefur Sveinsstaðaeyrin
fengió nýtt hlutverk en þar hefur verið
6Líkan af hvalstöðinni í Heliisfirði. Sjómannadagsblað Neskaupstaóar 1987, bls. 70. Höfundar ekki getið.
7
Veturnóttakyrrur bls. 116.
13