Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 16
Múlaþing
Huldukona búsett í Klifklettum inn af bænum Hellisfirði kom eitt sinn ferðamönn-
um til aðstoðar. Hálfdan Haraldsson segir svo frá:
Það var vorið 1960 að ég var í Hellisfirði ásamt Hermanni Þorleifssyni á Hofi.
Leituðum við þar að tófugrenjum og vorum á hestum. Bundum við hestana á dreif á
Klifunum og fórum upp á Norðurfiallið og leituðum þar um kvöldið.
Veður var gott og hlýtt en skýjað og dimmt í lofti. Um tvöleytið komum við aftur
niður til hestanna sem voru rólegir í góðum haga. Tjölduðum við þarna stutt frá og
sofnuðum skjótt.
Vakna ég við það um nóttina að talað er til mín með höstugri kvenrödd. „ Gáðu að
hestunum drengur. “ Lít ég þá upp og sé aftan á þrekvaxna konu í dumbbláu pilsi bogra
út úr tjaldinu sem hafði opnast.
Skollið var á versta veður með roki og rigningu. Kalla ég þá til Hermanns að ég sé
farinn út því eitthvað sé að hestunum. Þegar ég kem til hestanna voru þeir mjög órólegir
og annar þeirra búin að vefia bandi um hálsinn á sér og átti stutt eftir í að hengjast.
Laga ég nú böndin og róa klárana. Fer síðan til tjalds aftur.
Þá vildi Hermann fá að vita hvernig ég vissi að hestarnir voru í hættu. Sagði ég
honum þá hvað ég heyrði og sá er ég vaknaði. Já, sagði hann, hún á heima hérna útá
Klifklettunum rétt jýrir utan okkur. Mér var bannaö að leika mér þar árið mitt inn á
Hellisfiarðarseli. Fólkið vildi ekki styggja þessa nágranna sína að óþörfu. Huldufólkið
voru góðir nágrannar og vöruðu oft við þegar búfé var í hœttu.
Áður óbirt frásögn skráð af Hálfdani Haraldssyni.
V_______________________________________________________________________________________/
byggð ný bryggja og aðstaða til veisluhalda
í tengslum við skoðunarferðir sem farnar
eru með ferðamenn um Norðijarðarflóa.
Einnig hafa verið byggðir tveir sumarbústaðir
í landi Sveinsstaða sem eru í einkaeign.* 8
Engin föst búseta er lengur í Hellisflrði,
og þó! Samkvæmt þjóðtrúnni lifa tvær
þjóðir í landi hér, mennskir menn og
huldufólk og huldufólk heldur enn tryggð
við ijörðinn sinn. Einhverju sinni falaðist
Jósep Halldórsson, sem rétt iýrir miðja
síðustu öld bjó um skeið í Hellisfirði, eftir
slæjum í Ilellisíjarðarnesi en fékk afsvar
hjá nágranna sínum Guðmundi Bjarnasyni
á Sveinsstöðum sem ekki taldi sig hafa
umráð yfir blettinum þar sem hann væri
eign huldukonu.9
Sunnan við Hellisíjörð liggur Viðijörð-
ur. Munnmæli herma að Freysteinn fagri
hafi gefið Má leysingja sínum ijörðinn og
hafi hann reist bæ sinn að Másstöðum sem
stóðu við ijörðinn norðanverðan og segja
menn að þar hafi verið mikið höfuðból til
forna. Talið er að byggð á Másstöðum hafi
lagst af snemma á öldum vegna skriðufalla
og hafi bærinn þá verið fluttur inn í
íjarðarbotn og hafi síðan heitið Viðijörður. í
firðinum er lítið undirlendi. Þar hafa þó svo
vitað sé verið byggð tvö afbýli, Klif sem
stóð inn á Dal og var í ábúð á árunum 1855
o,
Ina Gísladóttir, óbirt samantekt.
9
Viðtal Guðmundar Sveinssonar og Sveinbjörns Guðmundssonar við Jósep Halldórsson. ( Myndbandsspóla í eigu Sveinbjöms).
14