Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 26
Múlaþing
Margrét, síðasti bóndi í Víðivallagerði, var dóttir Sigurðar, sonar Þorsteins, og var Jón
Pálsson því langafi hennar. Hún var sérstök kona, skýr og fróð. (Pétur Sveinsson, sem
ritaði minningar úr Fljótsdal (Múlaþing 19, 193), var bróðursonur Jóns Pálssonar).
Eins ogfram kemur í bréfinu hefur Baldvin ekki sent Sigurði fyrstu 6 bls. í handritinu,
sem fölluðu einkum um ábúendur í Fljótsdal, því hann taldi að ekki yrðu not að því við
ritun búnaðarsögunnar. Fyrir bragðið eru þœr nú líklega glataðar (þó er hugsanlegt að
Elísabet dóttir Baldvins, sem lengi átti heima á Seyðisfirði, hafi geymt þær).
Það er samt mjög mikill fróðleikur á þeim 26 blöðum sem Sigurður fékk send og lentu
eftir hans dag á Þjóðskjalasafni íslands (Einkaskjalasafn E.76.6) , því að búnaðarsagan
sem hann ætlaði að skrifa virðist ekki hafa komist á koppinn. Fyrir áhuga og velvilja Jóns
Torfasonar, skjalavarðar, fékk Héraðsskjalasafnið afrit afþessum blöðum í febrúar sl., og
þar með var ómetanlegum sögufróðleik skilað til heimahaga.
Stafsetning á ritgerðinni hefur að mestu verið fœrð til nútímahorfs en bréfið á undan er
með stafsetningu Baldvins óbreyttri.
Hér hefst uppskrift Baldvins eftir Jóni Pálssyni. Fyrstu 6 bls. hafa fjallað um ábúendur
í Fljótsdal, og þær sendi hann ekki, eins ogfyrr segir. Fyrir bragðið eru þær líklega týndar.
Þessi tölvusetning er stafrétt, nema á fáeinum stöðum er ritað i fyrir y, eða öfugt. og þá
miðað við þann rithátt sem nú tíðkast. Við kommusetningu er handriti ekki fylgt. Við
torlæsilega staði er sett spurningarmerki og/eða NB
Helgi Hallgrímsson
Sagnir frá Móðuharðindunum1
Jón segir eptir föður sínum að hjer í
sveitinni hafi verið mesti fjöldi af hestum,
milli 10 og 20 á hverjum bæ, en veturinn
1783-4 hafi þeir fallið nálega allir saman,
tvö tryppi lifðu af á nesjunum. Hestum var
óvíða ætlað hús eða hey til muna. Þenna
vetur ijellu þeir samt í góðum holdum því
jörðin var nálega banvæn eptir eldgosið úr
Skaptárjökli.
Sumarið fyrir, sem eldurinn var uppi,
var einlægt mikil móða fyrir sólu svo
óglöggt sást til hennar og vóru þá sem opt-
ast heiðríkjur en brunahitar.
Hans Víum2, sem þá var á Klaustri og
þjónaði Suðurmúlasýslu, fór gangandi í
þingaferðir ofan í Reyðaríjörð um vorið en
mætti manni á Areyjadalnum, ríðandi úr
Reyðarfirði, sem var að fara uppyfir. Þessi
maður ljeði sýslumanni hestinn en fór gang-
andi uppyfir.
Fjenaður fjell svo að nálega gjöreyddist
á flestum bæjum. A Melum vóru t.d. 40
sauðir fullorðnir og 20 ær sem hjörðu af og
1 Upphaf ritgerðarinnar, sem fjallað hefur um ábúendur í Fljótsdal, er Itklega glatað ef frá eru taldar síðustu línumar: “... ogflutti
hingað. Á Görðum fyrir utan Valþjófsstað bjó Sigurður. Hann átti með konu sinni 4 börn: 1. Einar byrjaði búskap á Glúmst.; 2.
Guðmund, bjó fyrst á Ekkjufelli; kona hans var Guðr. Jónsdótttir eldra frá Melum; 3. Guðný jyrri kona Magnúsar Gíslasonar á
Brekku; 4. Eirík, átti Önnu Guðmundsdóttur sem fyrst bjó á Aðalbóli. Hann lifði fá ár. Seinast bjó á Görðum Erlindur Stefánsson, sem
lenti í hlaupinu, en komst þó af. ” (Sjá bréf framan við greinina og eftirmála).
^ Hans Wíum sýslumaður bjó á Klaustri 1758-1788.
24