Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 26
Múlaþing Margrét, síðasti bóndi í Víðivallagerði, var dóttir Sigurðar, sonar Þorsteins, og var Jón Pálsson því langafi hennar. Hún var sérstök kona, skýr og fróð. (Pétur Sveinsson, sem ritaði minningar úr Fljótsdal (Múlaþing 19, 193), var bróðursonur Jóns Pálssonar). Eins ogfram kemur í bréfinu hefur Baldvin ekki sent Sigurði fyrstu 6 bls. í handritinu, sem fölluðu einkum um ábúendur í Fljótsdal, því hann taldi að ekki yrðu not að því við ritun búnaðarsögunnar. Fyrir bragðið eru þœr nú líklega glataðar (þó er hugsanlegt að Elísabet dóttir Baldvins, sem lengi átti heima á Seyðisfirði, hafi geymt þær). Það er samt mjög mikill fróðleikur á þeim 26 blöðum sem Sigurður fékk send og lentu eftir hans dag á Þjóðskjalasafni íslands (Einkaskjalasafn E.76.6) , því að búnaðarsagan sem hann ætlaði að skrifa virðist ekki hafa komist á koppinn. Fyrir áhuga og velvilja Jóns Torfasonar, skjalavarðar, fékk Héraðsskjalasafnið afrit afþessum blöðum í febrúar sl., og þar með var ómetanlegum sögufróðleik skilað til heimahaga. Stafsetning á ritgerðinni hefur að mestu verið fœrð til nútímahorfs en bréfið á undan er með stafsetningu Baldvins óbreyttri. Hér hefst uppskrift Baldvins eftir Jóni Pálssyni. Fyrstu 6 bls. hafa fjallað um ábúendur í Fljótsdal, og þær sendi hann ekki, eins ogfyrr segir. Fyrir bragðið eru þær líklega týndar. Þessi tölvusetning er stafrétt, nema á fáeinum stöðum er ritað i fyrir y, eða öfugt. og þá miðað við þann rithátt sem nú tíðkast. Við kommusetningu er handriti ekki fylgt. Við torlæsilega staði er sett spurningarmerki og/eða NB Helgi Hallgrímsson Sagnir frá Móðuharðindunum1 Jón segir eptir föður sínum að hjer í sveitinni hafi verið mesti fjöldi af hestum, milli 10 og 20 á hverjum bæ, en veturinn 1783-4 hafi þeir fallið nálega allir saman, tvö tryppi lifðu af á nesjunum. Hestum var óvíða ætlað hús eða hey til muna. Þenna vetur ijellu þeir samt í góðum holdum því jörðin var nálega banvæn eptir eldgosið úr Skaptárjökli. Sumarið fyrir, sem eldurinn var uppi, var einlægt mikil móða fyrir sólu svo óglöggt sást til hennar og vóru þá sem opt- ast heiðríkjur en brunahitar. Hans Víum2, sem þá var á Klaustri og þjónaði Suðurmúlasýslu, fór gangandi í þingaferðir ofan í Reyðaríjörð um vorið en mætti manni á Areyjadalnum, ríðandi úr Reyðarfirði, sem var að fara uppyfir. Þessi maður ljeði sýslumanni hestinn en fór gang- andi uppyfir. Fjenaður fjell svo að nálega gjöreyddist á flestum bæjum. A Melum vóru t.d. 40 sauðir fullorðnir og 20 ær sem hjörðu af og 1 Upphaf ritgerðarinnar, sem fjallað hefur um ábúendur í Fljótsdal, er Itklega glatað ef frá eru taldar síðustu línumar: “... ogflutti hingað. Á Görðum fyrir utan Valþjófsstað bjó Sigurður. Hann átti með konu sinni 4 börn: 1. Einar byrjaði búskap á Glúmst.; 2. Guðmund, bjó fyrst á Ekkjufelli; kona hans var Guðr. Jónsdótttir eldra frá Melum; 3. Guðný jyrri kona Magnúsar Gíslasonar á Brekku; 4. Eirík, átti Önnu Guðmundsdóttur sem fyrst bjó á Aðalbóli. Hann lifði fá ár. Seinast bjó á Görðum Erlindur Stefánsson, sem lenti í hlaupinu, en komst þó af. ” (Sjá bréf framan við greinina og eftirmála). ^ Hans Wíum sýslumaður bjó á Klaustri 1758-1788. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.