Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 28
Múlaþing
Ljósm.; Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum. Myndin er varðveitt á Þjóðminjasafni íslands.
Tíðarfar
Nokkru fyrir aldamót kom harður vetur
sem kallaður var Kalhir4, frostharður og
veðrasamur. Þá átti Þorvarður á Þorgerðar-
stöðum, faðir Pálls sem Jón segir frá
[hvar?], 40 ær með dilkurn í Kiðafelli, sem
lágu þar við opið hús um veturinn, og vóru
heylausar og lítið skipt sjer af nema rnokað
upp húsið eptir verstu veður. Þær lifðu allar
og dilkarnir nema einn; en allt sem hann átti
heima missti hann. Svo komu tveir vetrar
góðir, sem báðir hjetu því nafni, rjett fyrir
aldamótin, og lagði Fljótið aldrei seinni vet-
urinn. Aldamótaveturinn [1800] var bæði
harður og grimmur. Þá bjuggu á Egilsstöð-
um Þorsteinn Jónsson, afabróðir Jóns, og
Eiríkur Eiríksson, afi síra Einars á Kirkju-
bæ. Þeir skáru 30 ær hver þeirra á laugardag
fyrir páska, fjórum dögum áður en batnaði.
Þeir áttu jafn margar ær eptir.
Um aldamótin vóru megn harðindi svo
ije hrundi niður af fóðurskorti. Þá flosnuðu
nokkrir bændur upp smátt og smátt. Eptir
1810 fóru menn að ná sjer aptur því þolandi
árferði var þar til 1823; þá kom harður vetur
sem kallaður var Mönguvetur og dró nafn
sitt af ensku hvalveiðaskipi sem rak undan
ís inná Hánefsstaðaeyri um jólafóstukomu
og hjet Margrjet. Á Mikaelsmessu5 gerði
norðaustan stórhríð með ógurlegri fann-
komu. Fje var allt á ijöllum og fennti und-
vörpum svo ijölda vantaði. Fyrir jól var
skorið mikið af lömbum. Jarðir vóru litlar
um veturinn en batnaði á páskum og kom
besta vor svo ije komst víðast af. Páll
Melsted, sýslumaður á Ketilsstöðum, komst
ekki ofan yfir fyrri enn um vorið að ráðstafa
strandinu af Möngu.
Eptir þetta kom allgott árferði þar til um
1836. Um sumarið mesta grasleysi og um
4 Svo í handr.; á hugsanlega að vera „Kollur“.
5 Þ.e. 29. sept.
26