Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 39
Karl Gunnarsson
Skrúður og landnám á
Austfjörðum
Undan nesinu milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar liggur klettaeyjan
Skrúður, um tvo og hálfan kíló-
metra undan landi. Sumarið 1996 auðnaðist
mér að koma í eyna, sjá hana íyrst birtast
fyrir stefni í Austfjarðaþokunni, sem síðan
sviptist af svo við blasti vítt svið Ijalla og
ijarðamynna. í eynni er ævinfyralegt um að
litast þar sem farið er um einstigi og brattar
brekkur. Alls staðar er líf og hreyfmg. Sjór-
inn kvikar undir hömrunum og fulgla-
mergðin berst til og frá á frískum vindum.
Uppi á eynni og í brekkum er geipimikill
grasvöxtur, en skarfakál í brúnum. Svo stór-
þýft er að geilar niður á milli þúfna eru víða
í mitti, en sprettan svo mikil að ekki sést
móta fyrir skilunum. Skútar og hellar eru
nokkrir í eynni. í Blundsgjárhelli er búð
veiðimanna en merkilegastur er Skrúðs-
hellir, stór og furðulegur hellir suðaustan í
eynni. Þjóðsagan segir að þar sé bústaður
bjargrisa sem nefnist Skrúðsbóndinn.
A efri myndinni sést Skrúður og Andey í mynni
Fáskrúðsfjarðar, þá Stöðvarfjörður og Breið-
dalsvík með Kambanesi á milli. Seley neðst á
myndinni. A neðri myndinni sést Skrúðurinn úr
austri. Arfaklettur bak við eyna en Þursasker
hœgra megin. A milli Þursaskers og eyju heitir
Rassgarnasund og Blundsgjárvogur er rétt hœgra
megin við miðja mynd. Myndir teknar 1. september
2000. Ljósm. SGÞ.
Víða kemur fram að mönnum hefur al-
mennt þótt mikið til eyjarinnar koma og
sést það glöggt í kvæðum austfirskra
skálda. „Mjög er reisugt í Skrúð,/ þar sem
bjargrisans búð/ inn í brimvegginn hamar-
inn klýfur,“ kvað séra Ólafur Indriðason á
Kolfreyjustað um miðbik 19. aldar. Páll
Ólafsson kvað síðar:
Skrúður rís grænn úr græði,
getra kaldur vetur
hann litverpan látið
líta of sveitir hvítar.
Mun þar Svásaðar sonur,
svalur meðan byggir dali
vetur, sinn ala úti
aldur í grænu tjaldi.
í þessum kvæðabrotum kemur vel fram
það sem mikilfenglegast er við eyna. Hún
er upphá, reisuleg og formfögur, hæfilegur
bústaður fyrir bjargrisann, „Skrúðsbónd-
ann“ (sjá mynd). Páll sér eyna eins og sér-
stakan heim, sígrænan og dulúðugan, þar
sem frjómagnið er svo mikið að jafnvel
veturinn getur ekki slegið fölva á eyna
meðan snjórinn liggur yfir sveitunum.
Risinn („Svásaðar sonur“) ræður þarna ríki,
og má skilja sem svo að þarna sé yfirnátt-
úrulegur kraftur á ferðinni. Við kynni mín
37