Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 39

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 39
Karl Gunnarsson Skrúður og landnám á Austfjörðum Undan nesinu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar liggur klettaeyjan Skrúður, um tvo og hálfan kíló- metra undan landi. Sumarið 1996 auðnaðist mér að koma í eyna, sjá hana íyrst birtast fyrir stefni í Austfjarðaþokunni, sem síðan sviptist af svo við blasti vítt svið Ijalla og ijarðamynna. í eynni er ævinfyralegt um að litast þar sem farið er um einstigi og brattar brekkur. Alls staðar er líf og hreyfmg. Sjór- inn kvikar undir hömrunum og fulgla- mergðin berst til og frá á frískum vindum. Uppi á eynni og í brekkum er geipimikill grasvöxtur, en skarfakál í brúnum. Svo stór- þýft er að geilar niður á milli þúfna eru víða í mitti, en sprettan svo mikil að ekki sést móta fyrir skilunum. Skútar og hellar eru nokkrir í eynni. í Blundsgjárhelli er búð veiðimanna en merkilegastur er Skrúðs- hellir, stór og furðulegur hellir suðaustan í eynni. Þjóðsagan segir að þar sé bústaður bjargrisa sem nefnist Skrúðsbóndinn. A efri myndinni sést Skrúður og Andey í mynni Fáskrúðsfjarðar, þá Stöðvarfjörður og Breið- dalsvík með Kambanesi á milli. Seley neðst á myndinni. A neðri myndinni sést Skrúðurinn úr austri. Arfaklettur bak við eyna en Þursasker hœgra megin. A milli Þursaskers og eyju heitir Rassgarnasund og Blundsgjárvogur er rétt hœgra megin við miðja mynd. Myndir teknar 1. september 2000. Ljósm. SGÞ. Víða kemur fram að mönnum hefur al- mennt þótt mikið til eyjarinnar koma og sést það glöggt í kvæðum austfirskra skálda. „Mjög er reisugt í Skrúð,/ þar sem bjargrisans búð/ inn í brimvegginn hamar- inn klýfur,“ kvað séra Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað um miðbik 19. aldar. Páll Ólafsson kvað síðar: Skrúður rís grænn úr græði, getra kaldur vetur hann litverpan látið líta of sveitir hvítar. Mun þar Svásaðar sonur, svalur meðan byggir dali vetur, sinn ala úti aldur í grænu tjaldi. í þessum kvæðabrotum kemur vel fram það sem mikilfenglegast er við eyna. Hún er upphá, reisuleg og formfögur, hæfilegur bústaður fyrir bjargrisann, „Skrúðsbónd- ann“ (sjá mynd). Páll sér eyna eins og sér- stakan heim, sígrænan og dulúðugan, þar sem frjómagnið er svo mikið að jafnvel veturinn getur ekki slegið fölva á eyna meðan snjórinn liggur yfir sveitunum. Risinn („Svásaðar sonur“) ræður þarna ríki, og má skilja sem svo að þarna sé yfirnátt- úrulegur kraftur á ferðinni. Við kynni mín 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.