Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 45
Skrúður og landnáni á Austfjörðum
góðu samræmi við tvöfalda staðal-
lengd (þ.e. þvermálslengd) úr rann-
sókn Húnaþings. Eftir það varð
ekki hjá því komist að reyna kryija
rnálið til mergjar. Hér er að vísu
ekki um að ræða fjarlægð milli höf-
uðbóla landnámsmanna, en þá
vaknar spurningin hvort ekki megi
eins hafa bústaði vætta á borð við
Skrúðsbóndann í kerfinu. Megin-
tiigátan hlýtur þó að vera sú að á
Austijörðum sé að finna hliðstætt
kerfí við samsíðung Húnaþings, og
prófunin felst í því að kanna hvort
landnámsbyggðin falli að þessum
vísbendingum.
Landnám á fjörðunum
Akveðinn kafli Landnámabókar er
kenndur við fræðaþulinn Kolskegg og hefst
svo: „Nú hefur Kolskeggur fyrir sagt héðan
frá um landnám.“ Þessi kafli nær frá Húsa-
vík sunnan Borgarfjarðar eystri og suður
um Austfirðina. Þessar frásagnir bera
ákveðið höfundareinkenni og eru yfirleitt
stuttorðar. Vegna þessa má vonast til að
nokkuð samræmi sé í heimildagildi land-
námslýsinganna á svæðinu og að sögumað-
ur hafi viljað halda sig við það sem hann
taldi vera staðreyndir. Staðsetning land-
námsbæja og landnámsmörk eru sýnd á
kortinu á næstu síðu, og er einkum farið
eftir forsögn Haraldar Matthíasarsonar
(Landið og Landnáma, 1982).
Lítum fyrst til landnámsmanna á svæð-
inu nærri Skrúði. Krumur hét sá sem nam
ysta hluta skagans milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsijarðar. Sérstaklega er tekið fram
að hann hafi numið Hafranes, og má svo
skilja að þar hafi hann búið. Þá er einnig
tekið fram að hann hafi numið „Skrúðey og
aðrar úteyjar.“ Það er býsna óvenjulegt að á
smáeyjar sé minnst í Landnámu, svo ætla
Kjarni þeirrar flatarmálsmyndar sem fi-am kom í
rannsókn á landnámsbyggð Húnaþings. Fjórir
merkir landnámsbœir mynda horn í samsíðungi
sem er settur saman úr rétthyrndum þríhyrningum
með hliðar í hlutfollum 3,4 og 5 (Pýþagórasar-
þríhyrningur). Þetta eru bœirnir Reykir í Miðfirði,
Hof í Vatnsdal, Móberg í Langadal og Vestur-
hópshólar. Fjarlœgðin 25,6 km reynist einkennandi
milli slíkra höfuðbóla. Þarna má komafyrirfjórum
hringjum umhverfis bœina með 12,8 km geisla.
má að sögumanni hafi þótt Skrúður skipta
nokkru máli. I Ijós kemur að bærinn Hafra-
nes er fast við línuna á rnilli Skrúðs og
Hólnra, og þar mitt á milli. Frá Hafranesi
eru 12,8 km til Hólma en um 13,0 í Skrúð.
Báðar fjarlægðir eru afar nærri staðallengd.
Á kortinu eru dregnar breiðar rauðar línur
milli staða þar sem ijarlægðir eru nærri
einfaldri eða tvöfaldri staðallengd.
Félagi Krums var Þórir hái, en þeir voru
báðir frá Vors. Þórir nam land í Krossavík,
sem mun vera vík sú sem nú heitir Vaðlavík
norðan Reyðarfjarðar. Ekki er sagt frá
bæjarstæði hans, en ef gert er ráð fýrir því að
bærinn hafi verið við víkurbotninn að
sunnanverðu, þar sem nú heitir Kirkjuból,
hefði ijarlægð milli félaganna verið 12,1 km,
eða nærri staðallengdinni. Einnig er álíka
fjarlægð þaðan suður í Skrúð. Best samræmi
43