Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 57
Skrúður og landnám á Austfjörðum
öðrum héruðum landsins og í öðrum löndum
- ellegar afsanna. Ef þessi kenning verður
viðtekin sem staðreynd, vaknar spumingum
um hvað þessi mælikerfi tákni og hvað þau
segi okkur um menningu fommanna. Jafnvel
þótt við hefðum engan skilning á dýpri
merkingu þeirra mætti samt draga af þeim
víðtækar ályktanir. Nefna má eftirfarandi
atriði:
• Ætla verður að Landnáma geymi
að mestu réttar heimildir um landnámið,
a.m.k. hvað varðar staðsetningu bæja hel-
stu landnámsmanna og önnur „mæli-
tæknileg“ atriði. Hugsanlega er það ein-
mitt kjarninn í sagnahefðinni sem þar lig-
gur að baki. .
• Landnámskerfm gætu að vissu
marki gert það mögulegt að segja fyrir
um líklega bústaði eða átrúnaðarstaði
landnámsmanna. Þetta gæti t.d. nýst við
fornleifarannsóknir.
• Tilvist kerfisins gefur til kynna
að Skrúðsbóndinn eigi uppruna sinn við
upphaf landnáms, og að minningin um
eðli hans hafi lifað í munnmælum langar
aldir og breytta siði. Þetta er vissulega
undursamlegt og opnar nýja möguleika á
að meta gildi þeirra vísbendinga sem
þjóðsögur gefa um fornan átrúnað.
• Með samanburði við erlend
dæmi gætu mælikerfin veitt vísbendingar
um menningaruppruna landnámsmanna.
• Breytingar á fyrirkomulagi mæl-
inganna gætu varpað ljósi á breytta trúar-
siði eða þróun í þjóðfélagsmálum.
Ef íslenskur lesandi óskar þess fá nokk-
um skilning á þeirri fornu hugsun sem gat
af sér landmælikerfin virðist mér vænlegt
að heija þá leit í smiðju til Einars Pálssonar.
Hann vann mikið brautryðjendastarf við að
grafast fyrir um hugmyndafræðilegar for-
sendur þessara fyrirbæra. I ritum hans er
mikill hugmyndasjóður samanborinn, en
sjálfsagt þarf að meta þær niðurstöður sem
aðrar með gagnrýnum huga. Það er eitt
meginatriðið í niðurstöðum Einars að
hugmyndafræði landnámsmanna íslands
hafi verið sprottin úr fjölþjóðlegri menn-
ingu fornaldar og því blasir sá heillandi
möguleiki við að skilningur á landnáms-
fræðunum íslensku geti ekki einungis gefið
nýja innsýn í þjóðarsöguna heldur mann-
kynssöguna alla.
Heimildir
Einar Pálsson: Baksvið Njálu, 1969; Stefið,
1988; Alþingi íslendinga, 1991, Allegory
in Njáls Saga, 1998.
Haraldur Matthíasson. Landið og Land-
náma. 1982.
Islenskar þjóðsögur og œvintýri I- VI.
Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðv-
arsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust
útgáfuna. Reykjavík 1961-1968.
Karl Gunnarsson. Landnám í Húnaþingi.
Skírnir, vor 1995.
Landnámabók. íslensk Fornrit, I, 1968.
Sigfús Sigfússon. Islenskar þjóðsögur og
sagnir (III), útgáfa Óskars Halldórs-
sonar, 1982.
Stefán Einarsson. Austfirðir sunnan Gerpis,
Arbók Ferðafélags íslands, 1955.
Stefán Einarsson. Austfirðir norðan Gerpis,
Arbók Ferðafélags íslands, 1957.
Stefán Einarsson. Landnáms og byggða-
saga Breiðdals. í Breiðdœlu, útg. Jón
Helgason og Stefán Einarsson, 1948.
55