Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 60
Múlaþing
Vatnasvið og upptök - Gilsárþáttur
A nútímamáli má segja að Selfljótið sé
safnæð, u.þ.b. 30 km á lengd sem flytur úr-
komu af 458 km2 svæði síðasta spölinn til
sjávar. Þetta svæði er nærri 0,45% af
yfirborði íslands. Fljótið þiggur vatn sitt frá
8 vatnstollum sem bera árnöfn, auk fjölda
lækja, affalla, keldna og kíla.
Sú af þessum ám sem sækir vatn lengst
frá sjó heitir Gilsá og er oflt nefnd sem sama
vatnsfall og fljótið. Hún rennur um 25 km
leið áður en hún missir straum sinn og nafn
við svonefndan Fljótsklett skammt utan við
bæ í Hleinargarði, ysta bæ í Eiðaþinghá.
Hún á upptök sín í Vestdalsvatni 568 m y.s.
á vatnaskilum Héraðs og Seyðisíjarðar.
Svolítið skondið að dalurinn sem vatnið
dregur nafn sitt af skuli ekki fá að flytja
afrennslisvatnið til sjávar. En vatnið valdi
sér leið til Héraðsins eftir þeim dal sem
kenndur er við ána Gilsárdal. sem endar
upp af Ormsstöðum í Eiðaþinghá. Segja
má að þar smeygi áin sér út úr sínum dal um
3 km langt klettagil, sem er allt að 100
metra djúpt, niður í gegnum háls þann sem
liggur neðan við Gilsárdalinn. Af gilinu
mun svo áin draga nafn sitt. Gilsárteigur er
þar til hægri sem gilið opnast og fellur áin
síðan niður á milli bæjanna á grýttum botni
og að nokkru í klettastokk og er þar brú á
henni við túnfótinn í Gilsárteigi. Þar heitir
Dráttarhamar utan við ána og bendir til að
yfir hana hafí verið flutt fólk og farangur
með einhvers konar tæknibúnaði, trúlega í
líkingu við það sem alþekkt var á Jökuldal
þar sem drættir voru á Jöklu og eru raunar
sumir enn. Þess má geta hér að fleiri hafa
valið sér leið um dalinn en Gilsáin, því
segja má að um hann hafi legið þjóðbraut af
Út - Héraði til Seyðisíjarðar fyrir bílaöld og
sjást enn nokkur merki um vegabætur þar
fyrir menn og hesta.
Margar litlar ár og lækir falla í Gilsá á
leið hennar út dalinn. Að austan má nefna
tvær Stangarár og síðan Innri- og Ytri-
Lambadalsá sem allar koma úr Dragaíjall-
inu. Að vestan er íyrst að telja Stafdalsá
sem ekki er mikið vatnsfall en á upptök
suðvestan Bjólfsins þar á vatnaskilum við
Seyðisíjörð og má því með nokkrum rétti
teljast fyrsti stofn að Selfljótinu, síðan
koma Kötluár tvær og Merkjalækur. Þar
sem áin rennir sér niður í gilið heitir
Olnbogi og eru fossar í ánni beggja vegna
við hann. Sá efri og meiri nefnist Olnboga-
foss. I gilinu eru margar sérkennilegar
klettamyndanir og berggangar og þar eru
einnig nokkrir laglegir fossar. (Náttúru-
mæraskrá Helga Hallgrímssonar náttúru-
fræðings 1998). Neðst eru Nykurfossar
með ca 100 m millibili. Nykurhylur er við
þann efri þar sem slíkur vættur átti sér ból
samkvæmt þjóðtrúnni. Eftir að áin kemur
til byggða tekur hún við rennsli Unalækjar
sem fellur utan við heimatúnið í Gilsárteigi,
bugðast þar út og niður mýramar og fellur í
ána norðaustur af Eiðaöxlum. Ríflega þrem
km sunnar, þ.e. suðaustur af öxlunum, er
áin búin að taka stefnu beint út efltir, þ.e. til
hafs, eða nálægt norðnorðaustur samkvæmt
lögformlegum áttaviðmiðunum og heldur
þeirri stefnu krókalítið út lyrir Hjartarstaði
þar sem hún slær sér til austurs í nokkrum
mjúkum beygjum, síðan beina stefnu út að
túninu á Hreimsstöðum, tekur þar nærri
vinkilbeygju til vesturs utan við Hleinar-
garðsnes, sem hún afmarkar með þessum
hætti, að áðurnefndum Fljótskletti.
Lítillega er á reiki hvar nákvæmlega áin
fer að kallast fljót. I bók sinni; Vatns er
þörf skilgreinir Sigurjón Rist lengd hvors
um sig, fljóts og ár, og telur hann ána vera
29 km en fljótið 26 og virðist miða við að
nafnbreytingin verði undan bænum á
Ketilsstöðum. Því má ætla að miðað við þá
skilgreiningu, sem ég ólst upp við, að fljótið
58