Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 60

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 60
Múlaþing Vatnasvið og upptök - Gilsárþáttur A nútímamáli má segja að Selfljótið sé safnæð, u.þ.b. 30 km á lengd sem flytur úr- komu af 458 km2 svæði síðasta spölinn til sjávar. Þetta svæði er nærri 0,45% af yfirborði íslands. Fljótið þiggur vatn sitt frá 8 vatnstollum sem bera árnöfn, auk fjölda lækja, affalla, keldna og kíla. Sú af þessum ám sem sækir vatn lengst frá sjó heitir Gilsá og er oflt nefnd sem sama vatnsfall og fljótið. Hún rennur um 25 km leið áður en hún missir straum sinn og nafn við svonefndan Fljótsklett skammt utan við bæ í Hleinargarði, ysta bæ í Eiðaþinghá. Hún á upptök sín í Vestdalsvatni 568 m y.s. á vatnaskilum Héraðs og Seyðisíjarðar. Svolítið skondið að dalurinn sem vatnið dregur nafn sitt af skuli ekki fá að flytja afrennslisvatnið til sjávar. En vatnið valdi sér leið til Héraðsins eftir þeim dal sem kenndur er við ána Gilsárdal. sem endar upp af Ormsstöðum í Eiðaþinghá. Segja má að þar smeygi áin sér út úr sínum dal um 3 km langt klettagil, sem er allt að 100 metra djúpt, niður í gegnum háls þann sem liggur neðan við Gilsárdalinn. Af gilinu mun svo áin draga nafn sitt. Gilsárteigur er þar til hægri sem gilið opnast og fellur áin síðan niður á milli bæjanna á grýttum botni og að nokkru í klettastokk og er þar brú á henni við túnfótinn í Gilsárteigi. Þar heitir Dráttarhamar utan við ána og bendir til að yfir hana hafí verið flutt fólk og farangur með einhvers konar tæknibúnaði, trúlega í líkingu við það sem alþekkt var á Jökuldal þar sem drættir voru á Jöklu og eru raunar sumir enn. Þess má geta hér að fleiri hafa valið sér leið um dalinn en Gilsáin, því segja má að um hann hafi legið þjóðbraut af Út - Héraði til Seyðisíjarðar fyrir bílaöld og sjást enn nokkur merki um vegabætur þar fyrir menn og hesta. Margar litlar ár og lækir falla í Gilsá á leið hennar út dalinn. Að austan má nefna tvær Stangarár og síðan Innri- og Ytri- Lambadalsá sem allar koma úr Dragaíjall- inu. Að vestan er íyrst að telja Stafdalsá sem ekki er mikið vatnsfall en á upptök suðvestan Bjólfsins þar á vatnaskilum við Seyðisíjörð og má því með nokkrum rétti teljast fyrsti stofn að Selfljótinu, síðan koma Kötluár tvær og Merkjalækur. Þar sem áin rennir sér niður í gilið heitir Olnbogi og eru fossar í ánni beggja vegna við hann. Sá efri og meiri nefnist Olnboga- foss. I gilinu eru margar sérkennilegar klettamyndanir og berggangar og þar eru einnig nokkrir laglegir fossar. (Náttúru- mæraskrá Helga Hallgrímssonar náttúru- fræðings 1998). Neðst eru Nykurfossar með ca 100 m millibili. Nykurhylur er við þann efri þar sem slíkur vættur átti sér ból samkvæmt þjóðtrúnni. Eftir að áin kemur til byggða tekur hún við rennsli Unalækjar sem fellur utan við heimatúnið í Gilsárteigi, bugðast þar út og niður mýramar og fellur í ána norðaustur af Eiðaöxlum. Ríflega þrem km sunnar, þ.e. suðaustur af öxlunum, er áin búin að taka stefnu beint út efltir, þ.e. til hafs, eða nálægt norðnorðaustur samkvæmt lögformlegum áttaviðmiðunum og heldur þeirri stefnu krókalítið út lyrir Hjartarstaði þar sem hún slær sér til austurs í nokkrum mjúkum beygjum, síðan beina stefnu út að túninu á Hreimsstöðum, tekur þar nærri vinkilbeygju til vesturs utan við Hleinar- garðsnes, sem hún afmarkar með þessum hætti, að áðurnefndum Fljótskletti. Lítillega er á reiki hvar nákvæmlega áin fer að kallast fljót. I bók sinni; Vatns er þörf skilgreinir Sigurjón Rist lengd hvors um sig, fljóts og ár, og telur hann ána vera 29 km en fljótið 26 og virðist miða við að nafnbreytingin verði undan bænum á Ketilsstöðum. Því má ætla að miðað við þá skilgreiningu, sem ég ólst upp við, að fljótið 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.