Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 64

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 64
Múlaþing Eftir að hafa tekið við vatni úr tveimur Stangarám, þarna utar við fjallsræturnar, steypir þetta vatnsfall sér niður utan Foss- hnjúka með nokkrum fyrirgangi og mun kallast Bjarglandsá úr því. Fljótlega sveigir hún aftur út fyrir ofan Dalaijall og rennur þar nokkuð samfellt í klettagili með nokkrum fossaföllum út á móts við Sandbrekkutún og er þá búin að gleypa í sig Sandá, sem kemur úr Sandadal, og nokkrar minni ár og læki. Sandadalur var áður alfaraleið á milli Héraðs og Borgarljarðar. Raunar er vel akfær vegur upp Hólalandsdal og upp yfir Sandaskörð en torleiði héraðsmegin. Snúum þá aftur að Bjarglandsánni. Við vorum komin með þessa hamhleypu niður á jafnsléttu. Þar myndar hún föngulegt nes, þ.e. Þórsnesið þar sem Hlaupandagerði hefúr staðið, stundum umflotið, í gegnum aldimar en var illu heilli farið að kalla Þórsnes nálægt aldamótunum 1900. Vestan við ána verður hins vegar til Sandbrekkunes, sem Selfljót afmarkar til hinnar handar og skapar til fulls með því að sveigja austur að tjöllunum við Gagn- stöðvartúnið, og bætir á sig vatninu úr Bjarg- landsánni út og norður af Hrafhabjargabæ. Jökulsá kemur út neðan túns á Hrafna- björgum. Þar lagðist af búskapur fyrir rúm- um 50 árum en eigendur jarðarinnar reistu þar snoturt sumarhús úr bjálkum síðar. Ain á sinn ós í fljótsbakkanum aðeins um 600 m austar en Bjarglandsáin. Upptök sín á hún hins vegar á Eiríksdalsvarpi annars vegar en hins vegar í jökulfönn vestan í Dyrtjallinu og fær þaðan jökullitinn sem hún dregur nafn af.1 Þetta jökulvatn er stofn að Urðardalsá sem sameinast Eiríksdalsánni neðst í Stórurðinni. Lambamúli heitir á milli þeirra. Knarrará heitir sjöunda. áin sem hér er nefnd. Hún safnar til sín vatni úr vestur- hlíðum Geldingaijalls, næsta ijalls sunnan Vatnsskarðs, sem og úr Súlunum sem eru þar næstar. Hún kemur út lægð fyrir ofan Hrafnabjargið og brýst gegnum þröngt klettagil síðasta spölinn niður á sléttlendið framan við Ostún, en utan við Hrafna- bjargið sjálft. Þarna á milli er nokkur kletta- þyrping sem einu nafoi kallast Knörr. Sel- lækur kemur í gegnum þessa þyrpingu og rís Skipa- eða Festarklettur á milli hans og Knarrarárinnar og minnir á reist skipsstefoi. Síðan líkur för hennar brátt því fljótið liggur fyrir henni þarna alveg austur undir klettunum. Knarrarlækurinn fellur hins vegar niður utan við Knörrinn. Munnmæli herma að á landnámsöld hafi skip lagst að Festarkletti. Síðasta áin sem kemst hér á blað er Nautá, fremur lítið vatnsfall sem á upptök í Vatnskarðsvatni og fellur í fljótið lítið eitt norðan túns á Unaósi. Þaðan eru nærri þrír km út að Krosshöfða. Þar var bærileg lend- ing fyrir smærri báta á fyrstu áratugum 20. aldar en nú er hann umluktur sandijöru. Á þessari leið falla allmargir lækir í fljótið sem ekki verða nafngreindir hér Stærstu lækir sem ég hef ekki minnst á hér austan fljótsins eru Hjaltastaðalækur og Dalalækur. Sá fyrrnefndi með upptök í Ánavatni, yst í Hrjótarblánni. Heitir raunar Geitabjargadalslækur á meðan hann er í því ábyrgðarfulla hlutverki að skilja að heima- lönd Ánastaða annars vegar en Hreimsstaða og Rauðholts hins vegar. í Breiðublánni austan við Rauðholt og áfram, út á milli Hjaltastaðar og Grænuhlíðar, tekur hann við mörgum smærri lækjum áður en Kílatjöm tekur við honum út og niður af Hjaltalundi. fög ólst upp við að tala um Dyrfjall, þ.e. eintöluna, sbr. sóknarlýsinguna frá 1842, þótt hnjúkarnir séu tveir, á sama hátt og á Beina- geitinni og mörgum fleiri fjöllum. 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.