Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 71
Selfljót í Útmannasveit
Stuðlabergsklettar við Selfljót norðan Jórvíkur.
Ljósm. Líneik Anna Sævarsdóttir.
virkin algerlega af ‘ og síðar: „á upphækk-
uðum 20 - 50 m hóli eru 9-10 smáhólf
greinileg.“
Ekki rúmast í þessum hugleiðingum sú
ítarlega umíjöllun sem þessi staður er
verður. Það er hins vegar von mín að
einhver sá er til þess hefur sérþekkingu láti
ekki dragast úr hófi að stinga þarna niður
spaða. Utfrá brjóstviti mínu og líkindum
sýnist mér þetta allt blasa við. Skipalagið
hefur verið suðvestan á nesinu. Afgirta
svæðið er um 10 ha. Vegurinn upp að Búða-
hólnum er í því miðju. Við annan garð, sem
Það veldur nokkrum heila-
brotum að breiddin á Jökullækn-
um er minni en svo að þar hafi
rúmast allt rennsli Lagarfljóts,
hvað þá beggja jökulfljótanna,
sannar þó ekkert annað en að um
nokkurra aldaskeið hefur þessi
farvegur verið í hlutastarfi áður
en hann missti það til fulls og
fékk síðar hlutverk eins besta
engjalands í grösugustu sveit
Héraðsins. Þótt klettahryggurinn
utan við Steinboga beindi vötn-
unum austiir hefur líka verið
mótstaða á þeirri leið af fastri
undirstöðu og þar safnast fyrir
kynstrin öll af efni, sem hefur
reynst mjög gott í steinstéypu,
kölluð aurmöl, og margir nýttu
sér á síðustu öld. Núsækjamenn
mölina meira í greipar Jöklu,
þangað sem styttra er að fara, þ.e.
hjá Stóra - Bakka í Tungu.
Sigling um Selfljót
Ef við leikum okkur áfram
með þær líkur að megnið af
jökulvatninu hafi á söguöld fallið
allt austur að Hrafnabjargi og Skipakletti er
ekki að undra þótt siglt hafi verið uppí
þennan ós þegar við vatnsflauminn bætist
það að nýta mátti sjávarföllin til þess að
auðvelda innsiglinguna. Enn í dag gætir
sjávarfalla inn undir Klúku. Fullum 2 km
austur af bænum myndar fljótið allmikið
nes til austurs áður en það tekur stefnuna
afitur til hafs neðan við Sandbrekkunes.
Fornleifarnar í Arnarbæli, svo nefnist
þetta nes, eru sagðar minjar um fornan
verslunarstað. I fornleifaskrá Hjaltastaðar-
þinghár (liður nr. 196:006) segir um stað-
inn: „Þar eru fornar rústir, tættur og garð-
lög,“ og síðar: „Garður hefur lokað mann-
69