Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 76
Múlaþing Nokkuð af efni tækjum og tólum var þá flutt þangað sem styst var að Fljótinu innan við Ketilsstaði á móts við Flundsodda. Þar var smíðaður prammi, bornar á hann vörur, hesti beitt fyrir og síðan siglt út fljót allt að byggingarstað. Fllutverk hestsins var að sjálfsögðu erfiðast á bakaleið að draga prammann á móti straumnum. Þó var eitt- hvað um að pramminn steytti á grynningum á úteftirleið og í hinn merka grjótgarð við Höfðana þurfti að rjúfa skarð. Þetta voru víst erfiðir og seinlegir flutningar, hefur Einar bróðir minn tjáð mér, en hann var aðstoðarmaður föður okkar við þetta verk sem hann hafði tekið að sér. Þó hafðist þetta og var m.a. fluttur fallhamar, sem Einar minnir að hafi vegið 700 kg, með þessu móti. Og enn má minna á sérstæða siglingu þ.e. þegar konungur litanna Jóhannes Kjarval sigldi lítilli bátkænu (Gullmáv- inum) út ysta hluta fljótsins og síðan til Borgarfjarðar. Grannskapur Kjarvals við fljótið var bæði langur og góður og hefur allvíða verið minnst. Sumarhús hans stendur enn gengt Hreimsstöðum. Veiðihlunnindi í fljótinu og ánum Ekki mun ég fjölyrða um þau hér. Minni aftur á grein Sigmars Ingasonar þar um. Slæ því samt föstu að á nokkrum bæjum hafi þau verið umtalsverð, ekki síst á ystu bæjunum, svo og þeim innstu við Gilsána. Mest hefur þetta verið urriði og bleikja, þó stöku laxar hafi alltaf slæðst með. Furðu lítil breyting hefur orðið á þeim hlutföllum þótt miklu væri sleppt af laxaseiðum á tímabili. En fleira hefur veiðst heldur en fiskar í og við fljótið, þar á meðal það spendýr sem það dregur nafn sitt af. Meira að segja inn hjá Höfðum veiddust selir oftar en einu sinni á síðustu öld. Selur hefur sést allt inn hjá Hreimsstöðum, mun hann þá vera að keppa við manninn að ná bestu fiskunum. Fljótið er líka draumaland ýmissa sundfugla, ekki síst gæsa. Safnast þær mikið þar saman um nætur á haustin eftir að þær koma úr sárum. Er þá oft legið fyrir þeim af veiðimönnum kvölds og morgna. Raforkuframleiðsla Margur mun reka upp stór augu, að sjá þetta orð hér. Þó var vænn lækur (Þverá) ofan Ormsstaða virkjaður á leið sinni í Gilsá í þessu skyni fyrir bæði bú þar. Auk þess hefur vatn, sem var ætlað Selfljóti komið við sögu í þessu sambandi. Það mun hafa verið 1936 sem bændur hér um slóðir skrifuðu uppá lánsheimild, að veita mætti vatni úr Gilsá neðan við Ormsstaði til Eiðalækjar, sem fiutti það í Eiðavatn. Síðan var svo affall þess, Fiskilækur, virkjað á leið sinni í Lagarfljót. Sú raforku- framleiðsla fullnægði rafmagnsþörf Eiða- staðar um nokkurra áratugaskeið. Björn Guttormsson bónda á Ketilsstöðum heyrði ég segja að mjög hefði dregið úr bleikju- veiði á þessu tímabili, svo þar hafa Utman- nasveitarmenn fórnað nokkrum veraldar- gæðum í þágu menningarinnar. Svo mun hafa verið oftar. Raunar langar mig að víkja að því hér í lokin, að mér virðist sem mannlífið hér um slóðir, hafi dregið nokkuð dám af háttum hins rólynda fljóts og unað við það sem landið gaf, án harðrar sóknar í veraldleg gæði. En fólkið hafði ákaflega vakandi félagsvitund, sem sjá má á fram- kvæmdum á vegum búnaðarfélagsins og síðar á vegum ungmenna- og kvenfélags og raunar fleiri félaga, þar sem samvinna og samhjálp var alls staðar snar þáttur í starfinu. Læt ég svo lokið þessar skrykkjóttu yfir- ferð um veldi Selfljótsins með þeirri ósk, að 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.