Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 79
Jónína Hallgrímsdóttir
Brúðkaupsferð á
hestum árið 1944
að var 8. júní árið 1944 sem við Vil-
hjálmur Guðmundsson drógum hringa
á fmgur og hétum hvort öðru tryggð-
um um ókomin ár. Við vorum þá bæði við
störf í Reykjavík og höfðum kynnst þar þótt
bæði værum við annars staðar að, hann að
norðan og ég að austan. Veðrið var yndislegt
þennan sumardag, heiður himinn og stafa-
logn, engir skuggar sjáanlegir.
Við höfðum ákveðið að fara austur á
Hérað til átthaga minna og sjá til hvort ekki
fengist jörð til að byrja búskap á, því ekkert
annað kom til mála í okkar huga en bú-
skapur sem framtíðarstarf. Við vildum helst
fara ríðandi austur og átti verðandi eigin-
maður minn tvo hesta norður í Skagafirði í
Fljótum en þar bjuggu foreldrar hans um
þessar mundir, Guðmundur Pétursson frá
Stóru-Borg í Víðidal V-Hún. og Sigurlaug
Jakobína Sigurvaldadóttir frá Gauksmýri í
V-Hún. Ekki var nóg að fara á tveimur hest-
um og hafði ég haft samband við Aðalstein
Gunnarsson frá Fossvöllum sem var að
hætta búskap á Rauðuvík við Eyjaijörð
þetta vor og flytja til Akureyrar. Aðalsteinn
átti tvo hesta sem hann var í vandræðum
með og vildi koma austur á land.
Þegar allir þessir fletir voru komnir upp
Jónína Hallgrímsdóttir og Vilhjálmur Guðmunds-
son nýgift. Ljósm. frá höfundi.
og faðir minn hvatti okkur að koma austur
vorum við ákveðin. Við fórum með bíl
norður í Fljót með viðkomu í Húnavatns-
sýslu á æskuslóðum Vilhjálms og þótti mér
Húnaþing fagurt og tignarlegt og vítt til
allra átta í sumarblíðunni sem var þennan
dag, eins og mér fínnst reyndar að hafi verið
allt þetta vor.
I Fljótunum höfðum við nokkra viðdvöl
og undirbjuggum austurferð. Tengdafaðir
minn gaf okkur í trúlofunargjöf bleikan
tjörhest ungan og var það hinn besti gripur.
Við fórum í nokkra útreiðartúra meðan við
dvöldum þarna; var ég að venjast Bleik og
við hvort öðru og gekk það vel.
Við Vilhjálmur höfðum ætlað að ganga í
hjónaband í Fljótunum en presturinn var for-
fallaður svo að ekkert varð úr því í það sinn.
Lagt af stað
Þriðjudaginn 19. júní lögðum við svo af
stað í hina fýrirhuguðu ferð austur á land.
Ég nefni hana gjarnan „brúðkaupsferð“
enda þótt brúðkaupið væri ekki afstaðið,
sem hafði þó verið ætlunin.
Við riðum greitt inn Stífluna og stefnd-
um á Hvarfdalsskarð, en meiningin var að
fara þar yfír og í Svarfaðardal. Ferðin upp í
skarðið gekk hægt því þar voru miklar
fannir og voru þær lausar í sér svo að það
77