Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 80

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 80
Múlaþing var illfært með köflum. Upp komumst við þó en þá var eftir að komast niður hinum megin, þar var snarbratt. Vilhjálmur tók nú taumana á öllum hestunum og hálfhrapaði niður og þeir á eftir. Ég átti fullt í fangi með sjálfa mig og mátti segja að ekki væri það björgulegt í byrjun ferðar. En á misjöfnu þrífast börnin best og var þetta í eina skiptið á allri leið- inni sem kjarkurinn hótaði að bresta. Þegar við vorum komin yfir skarðið stigum við á bak og riðum heim á fremsta bæ í Svarfaðardal sem heitir Atlastaðir og þekkti Vilhjálmur til þar. Við fengurn prýðilegar viðtökur hjá því góða fólki og hresstumst vel við gott kaffí og hvíld. Ferðin gekk ágætlega út dalinn, veðrið ljómandi gott og sólskin seinnipartinn. A Sandá bjó bóndi sem var söðlasmiður og var búið að segja okkur að sennilega gætum við fengið keyptan hnakk þar, því ég átti þá engan hnakk. Hann reyndist þó engan eiga á lager, en sem við erum að tala við hann um okkar vandræði kemur dóttir hans heim af stöðlinum, ung og myndarleg stúlka, og spyr bóndi hana hvort hún muni vilja selja okkur svo til nýjan hnakk sem hún eigi. Þetta gekk allt saman íyrir sig, og fmnst mér ennþá að það sé besti hnakkur sem ég hefi setið í. Seint um kvöldið komum við að Hrísum þar sem bjó skólasystir tengdamóður minn- ar og tók hún okkur vel. Sváfum við af nóttina eftir góða hressingu. Ég fór svo með mjólkurbílnum til Akur- eyrar morguninn eftir en Vilhjálmur hélt áfram á hestunum, kom við á Rauðuvík og tók hesta Aðalsteins, kom svo til Akureyrar seinni partinn um daginn með fimm til reið- ar. Þar gistum við um nóttina og keyptum okkur eitthvað í nesti morguninn eftir, en frá Akureyri fórum við svo eftir hádegis- verð hjá Aðalsteini og Valgerði konu hans. Það var nokkuð erfitt að kveðja litlu dóttur mína Silju sem þá var um það bil níu mánaða. Aðalsteinn og Valgerður fengu hana til uppeldis og er það önnur saga. Frá Akureyri að Ingjaldsstöðum Enn var sama veðurblíðan en ferðin upp Vaðlaheiðina var ekki fljótfarin á þeim árum. Þegar komið var niður í Fnjóska- dalinn sáum við að það þurfti að laga skeifur undir hryssunni hans Aðalsteins og var ekki um annað að ræða en fara heim á einhvern bæinn og biðja um hjálp við það. Bærinn Litlu-Tjarnir varð fyrir valinu því hann var stutt frá veginum. Bóndinn kom út og sögðum við honum vandræði okkar og báðum hann að selja okkur kaffi. Hann kvað sjálfsagt að hjálpa okkur að jáma, en hitt gat hann ekki því kona hans var ekki heima. En stuttu áður en verkinu lauk kom konan heim og brá bóndi henni á eintal. Kom hún að vörmu spori út með mjólkurkönnu og tvö glös á bakka og bað okkur gjöra svo vel. Við drukkum sem okkur lysti af þessari ágætu mjólk og Vilhjálmur lagði 10 krónu seðil undir glasið sitt. Þökkuðum við kærlega íyrir okkur og fórum nú að leggja á hestana sem voru þarna í lítilli girðingu rétt hjá. En þegar við vorum að stíga á bak kom bóndinn til okkar og sagði okkur að á Fosshól væri ekkert pláss í gistingu, en þar höfðum við ætlað að gista. Bóndinn sagði að á Ingjaldsstöðum væri pláss og hefði hann pantað þar fyrir okkur. Allar upplýsingar veitti hann okkur um þetta og vorum við honum afar þakklát fyrir hugulsemina. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að hvorugt okkar hafði farið þessa leið áður og vorum við því óðfús í allar upplýsingar sem við gátum fengið. Við komum í Ingjaldsstaði um kvöldið, ekki mjög seint, og fengum þar ágætar við- 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.