Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 82
Múlaþing eða eitthvað annað matarkyns. Um leið sögðum við honum að við yrðum að hraða heldur för því langt væri austur í Gríms- staði. Hann tók öllu mjög vel og skildi okkar þarfir. Við löbbuðum svo heim með bónda eftir að hestum var komið í girðingu. Bóndi kvaddi okkur svo eftir að hafa talað við konu sína. Og nú biðum við og biðum og urðum ekki vör við nokkra hreyfingu. Loks lagði ég af stað í leit að fólki og varð vör við börn sem áttu fótum ijör að launa þegar þau urðu mín vör. Þá heyrði ég mannamál, gekk á hljóðið og kom að dyrum sem ég drap á og fékk svar um að ganga inn. Þar voru tvær konur og voru þær í óða önn að útbúa fínasta mat. Eftir að hafa heilsað þeim lét ég í ljósi áhyggjur mínar yfír því að valda þeim svona mikilli fyrir- höfn, við hefðum aðeins ætlað að fá hafra- graut eða eitthvað ámóta fljótlegt. Húsmóð- irin sagði að þetta kæmi von bráðar og ég sneri til baka. Innan stundar bar hún svo á borð indælis kjöt sem hún hafði átt niður soðið og rabbabaragraut með rjómablandi út á í eftirmat. Við tókum til matar okkar og bragðaðist hann ljómandi vel. Ekki man ég lengur hvað við greiddum fyrir matinn, en við kvöddum þessa góðu konu með innilegu þakklæti. Nú var haldið yfir Laxá og upp á Hóla- sand. Þar var þá hífandi rok og var eins og í móðu að sjá en þó fjallasýn. Við höfðum fengið upplýsingar hjá bónd- anum á Þverá um stefnu á Mývatn og gátum fylgt henni. Það fyllti öll vit á okkur af sandi og hestunum leið áreiðanlega ekki vel heldur. En ekki var um annað að gera en halda áfram þótt nú hefðum við vissulega storminn í fangið. Loksins, loksins sáum við bláma fyrir Mývatni og vorum allt í einu komin á iðja- grænt engi við vatnið. Nú ákváðum við að stoppa og lofa hestunum að hrifsa niður. Við settumst niður í ilmandi skógar- runna og ég fór að athuga hvort eitthvað væri eftir í hnakktöskunni matarkyns. Sem ég er að verða komin að innihaldi hennar finnst mér dimma í kringum mig og lít upp í svartan iðandi vegg af flugum. Hestamir tóku á rás og þeyttist Vilhjálmur á fætur að ná þeim saman, en ég reyndi eftir megni að koma aftur töskunni með því að berja sem óðast ffá mér. Hef ég áreiðanlega aldrei verið nær því að vera étin lifandi. Á bak komumst við svo og þurfiti nú ekki að hotta á hestana því þeir voru eins fegnir og við að flýja þennan flugnavarg. Nú var veðrið orðið betra, ekki eins hvasst og sólskin. Við riðum framhjá vegavinnumönnum á leiðinni til Reykjahlíðar og minnir mig að þeir væru að leggja nýjan veg þarna vestan við vatnið. Vilhjálmur fékk bithaga fyrir hrossin rétt hjá Reykjahlíð og við fórum inn og fengum okkur mjólk og smurt brauð. Á vegg í veitingasalnum var stórt kort af land- inu og gátum við alveg áttað okkur á leið- inni sem við áttum ófama þennan dag. Pósturinn gistir á Grímsstöðum á Fjöllum Nú var ekki til setunnar boðið, Mývatns- öræfin framundan: við höfðum hraðar hendur að koma okkur af stað. Það hafði kólnað meðan við áðum í Reykjahlíð, kominn þokubakki og sól á undanhaldi. Ég hringdi í Grímsstaði og lét vita af okkur svo hægt væri að áætla tímann þegar við yrðum við Jökulsá. Við riðum ótrauð af stað og upp í Námaskarðið. Það kólnaði ört. Framundan vom aðeins bílför eftir þá sem voru brautryðjendur í ferðamálum á Islandi, enginn lagður vegur þá yfir Mývatnsöræfi. Við höfðum storminn í fangið, ekki hvassan en kaldan, og þokan feyktist í kringum okkur. Hestarnir stóðu sig með af- brigðum vel. Það var litla þreytu á þeim að 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.