Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 83
Brúðkaupsferð á hestum 1944
Hrafnabjörg í Hlíð œskuheimili Jónínu. Ljósm. frá höfundi.
finna. En fjarskalega var leiðin löng austur
að Jökulsá. Alltaf hélt ég að við myndum
fara að sjá í ána, en - nei, ekki ennþá, enn
kom hæð og aftur laut, og norðan nepjan
næddi okkur óspart.
En áfram var haldið. Og loksins! Loks-
ins kom Jökla gamla í ljós og það get ég
sagt með sanni að þá fannst mér hún falleg.
Fjallabóndinn Kristján á Grímsstöðum
beið æðrulaus á bakkanum þegar okkur bar
þar að. Urðu það með vissum hætti fagn-
aðarfundir, því eftir á finnst mér ekki
óhugsandi að hann hafi verið uggandi um
þetta unga fólk sem alókunnugt lagði út í
þetta ævintýri.
Nú var sprett af hestunum og farangurinn
látinn í bátinn, síðan voru taumar bundnir
upp á hestunum og - já, síðan voru þeir rekn-
ir út í kolmórauða straumharða jökulána. Það
var þungbært að sýna þeim svona mikla
harðýðgi eftir að hafa borið okkur allan
daginn og fram á nótt. Við flýttum okkur að
komast í bátinn og Kristján reri sterkum
höndum yfir.
Hestarnir urðu aðeins á undan okkur
upp úr, þá hafði hrakið lítið eitt og þeir
frísuðu og hristu sig. Var nú um að gera að
ná þeim og taka niður taum á þeim áður en
þeir hlypu af stað að hlýja sér.
Það eru 4-5 kílómetrar frá ánni heim í
Grímsstaði og það var alveg yndislegt að
sitja á honum Blesa mínum þessa leið. Hann
bókstaflega óð á töltinu og bar höfuðið hátt
svo að þessi sprettur er mér æ í minni.
Kristján bóndi var okkur hjálplegur að
ganga frá hestunum og fór svo með okkur
inn. Var þar mjólk og nóg smurt brauð á
borðum en heimafólk allt löngu gengið til
náða. Okkur var fylgt til herbergis og lá
leiðin gegnum annað herbergi þar sem svaf
fólk. Við vorum áreiðanlega fljót að sofna
eftir þennan langa og stranga dag.
Morguninn eftir vöknuðum við snemma
og sáum að komin var bleytuhríð. Flýtti Vil-
hjálmur sér í fötin og út að athuga um hestana.
Ég fór hins vegar í eldhúsið til Kristjönu,
þeirrai' rómuðu heiðurskonu, móður Kristjáns,
sem í mörg ár stóð fyrir veitingum á Gríms-
stöðum eftir að áætlunarbílar fóru að fara á
milli Akureyrar og Austfjarða.
Ég vissi að Friðrik, maður Maríu móður-
systur minnar, hafði verið mörg ár vinnu-
maður á Grímsstöðum hjá þeim Kristjönu og
Sigurði manni hennar, og áttaði hún sig fljótt
á því hver ég var þegar ég sagði til mín.
Það var fremur talið úr að við færum í
þessu veðri áfram í Möðrudal þar sem ég átti
skólasysturina Kristínu Oddsen, fósturdóttur
81