Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 83

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 83
Brúðkaupsferð á hestum 1944 Hrafnabjörg í Hlíð œskuheimili Jónínu. Ljósm. frá höfundi. finna. En fjarskalega var leiðin löng austur að Jökulsá. Alltaf hélt ég að við myndum fara að sjá í ána, en - nei, ekki ennþá, enn kom hæð og aftur laut, og norðan nepjan næddi okkur óspart. En áfram var haldið. Og loksins! Loks- ins kom Jökla gamla í ljós og það get ég sagt með sanni að þá fannst mér hún falleg. Fjallabóndinn Kristján á Grímsstöðum beið æðrulaus á bakkanum þegar okkur bar þar að. Urðu það með vissum hætti fagn- aðarfundir, því eftir á finnst mér ekki óhugsandi að hann hafi verið uggandi um þetta unga fólk sem alókunnugt lagði út í þetta ævintýri. Nú var sprett af hestunum og farangurinn látinn í bátinn, síðan voru taumar bundnir upp á hestunum og - já, síðan voru þeir rekn- ir út í kolmórauða straumharða jökulána. Það var þungbært að sýna þeim svona mikla harðýðgi eftir að hafa borið okkur allan daginn og fram á nótt. Við flýttum okkur að komast í bátinn og Kristján reri sterkum höndum yfir. Hestarnir urðu aðeins á undan okkur upp úr, þá hafði hrakið lítið eitt og þeir frísuðu og hristu sig. Var nú um að gera að ná þeim og taka niður taum á þeim áður en þeir hlypu af stað að hlýja sér. Það eru 4-5 kílómetrar frá ánni heim í Grímsstaði og það var alveg yndislegt að sitja á honum Blesa mínum þessa leið. Hann bókstaflega óð á töltinu og bar höfuðið hátt svo að þessi sprettur er mér æ í minni. Kristján bóndi var okkur hjálplegur að ganga frá hestunum og fór svo með okkur inn. Var þar mjólk og nóg smurt brauð á borðum en heimafólk allt löngu gengið til náða. Okkur var fylgt til herbergis og lá leiðin gegnum annað herbergi þar sem svaf fólk. Við vorum áreiðanlega fljót að sofna eftir þennan langa og stranga dag. Morguninn eftir vöknuðum við snemma og sáum að komin var bleytuhríð. Flýtti Vil- hjálmur sér í fötin og út að athuga um hestana. Ég fór hins vegar í eldhúsið til Kristjönu, þeirrai' rómuðu heiðurskonu, móður Kristjáns, sem í mörg ár stóð fyrir veitingum á Gríms- stöðum eftir að áætlunarbílar fóru að fara á milli Akureyrar og Austfjarða. Ég vissi að Friðrik, maður Maríu móður- systur minnar, hafði verið mörg ár vinnu- maður á Grímsstöðum hjá þeim Kristjönu og Sigurði manni hennar, og áttaði hún sig fljótt á því hver ég var þegar ég sagði til mín. Það var fremur talið úr að við færum í þessu veðri áfram í Möðrudal þar sem ég átti skólasysturina Kristínu Oddsen, fósturdóttur 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.